Danica Sjávarafurðir ehf.

2022

Danica Seafood var stofnað í Reykjavík árið 1993 af hjónunum Jan Bernstorff Thomsen og Laufeyju Jóhannsdóttur. Í upphafi var aðallega um að ræðaviðskipti með ferskar sjávarafurðir í flugi til Danmerkur en síðan þá hefur Danica stækkað mikið og dafnað. Fyrirtækið hefur verið í miklum vexti og eru viðskiptaaðilar beggja vegna Atlatshafsins. Helstu viðskiptalönd Danica eru Bretland, Bandaríkin, Sviss, Holland og Kanada og eru flutningaleiðir fyrirtækisins fyrst og fremst í flugi í samstarfi við Icelandair Cargo, Bluebird Cargo og Cargo Express. Einnig er fiskur sendur sjóleiðina í samstarfi við Samskip, Eimskip og Smyril Line.

Starfsemin
Danica hefur verið þátttakandi í að þróa gæðamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og er meðlimur að samtökum um ábyrgar og sjálfbærar fiskveiðar undir merkjum MSC (e. Marine Stewardship Council). Að mati fyrirtækisins er þetta lykillinn að mörkuðum erlendis þegar litið er til framtíðar, þar sem kaupendur gera auknar kröfur um að ekki sé gengið of hart gegn fiskistofnum. Það er einnig skylda okkar Íslendinga að fara vel með fiskveiðiauðlindina og umgangast hana með varúð og virðingu.
Meðan flestir Íslendingar eru enn í fasta svefni hefja starfsmenn Danica störf við að þjónusta markaði viðsvegar um Evrópu og undirbúa sendingar bæði í flug og skip. Markmiðið er að afhenda ferskan fisk á sem skemmstum tíma til neytenda og sökum hnattstöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Ameríku, ásamt góðum flugtengingum, hefur tekist að standa við sett markmið.
Góð samvinna við framleiðendur er nauðsynleg til að tryggja gott hráefni. Framleiðendur eru dreifðir vítt og breitt um landið og hafa allir það sameiginlega markmið að gæði og ferskleiki sé hafður í fyrirrúmi.
Allur fiskur sem fluttur er úr landi undir merkjum Danica er fullunninn hér á landi og þannig er stutt við atvinnuþróun á Íslandi. Má ætla að hundruðir manna um allt land hafi atvinnu af því að þjónusta fyrirtækið.

Aðsetur og starfsmenn
Húsnæði Danica Seafood er við Suðurgötu 10 í hjarta Reykjavíkur. Húsið er fallegt gult timburhús frá 1896 sem býr yfir góðum anda og tilheyrir sögu um uppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur. Núverandi húsnæði var tekið í notkun árið 2009 en áður var fyrirtækið staðsett á Laugavegi 44 og Hafnarstræti 15. Má því segja að eigendur fyrirtækisins hafi haft það að markmiði að efla atvinnustarfsemi í miðborginni. Starfsmenn fyrirtækisins eru ellefu.

2012

Jan B. Thomsen framkvæmdastjóri.

Danica sjávarafurðir ehf. var stofnað í Reykjavík árið 1993 af hjónunum Jan Bernstorff Thomsen og Laufeyju Jóhannsdóttur. Í upphafi voru viðskipti með ferskar sjávarafurðir í flugi til Danmerkur. Á umliðnum árum hefur fyrirtækið verið í stöðugum vexti og eru viðskiptaaðilar beggja vegna Atlantshafsins. Helstu viðskiptalönd nú eru Bretland, Holland, Þýskaland, Írland, Sviss, Frakkland og Bandaríkin. Flutningaleiðir félagsins eru fyrst og fremst í flugi í samstarfi við Icelandair Cargo, Bluebird Cargo og Cargo Express. Einnig er fiskur sendur sjóðleiðina í samstarfi við Samskip og Eimskip.
Félagið hefur verið þátttakandi í að þróa gæðamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir um ábyrgar fiskveiðar og nýtingu sjávarafurða sem á ensku nefnist, „Responsible Fisheries“ Þetta er að mati fyrirtækisins lykillinn að erlendum mörkuðum í framtíðinni. Það er skylda okkar Íslendinga að umgangast þessa matarkistu með varúð og virðingu.
Þegar flestir Íslendingar eru enn í fasta svefni hefja starfmenn félagsins störf við að þjónusta markaði víðs vegar um Evrópu og undirbúa sendingar flugleiðis. Markmið félagsins er að afhenda ferskan fisk á sem skemmstum tíma til neytenda. Sökum hnattstöðu Íslands mitt á milli Evrópu og Ameríku svo og öflugra tengileiða milli þessara staða hefur félaginu tekist að standa við sett markmið. Góð samvinna við framleiðendur er lykillinn að frábæru hráefni. Framleiðendur eru dreifðir vítt og breitt um landið en hafa það sameiginlega markmið með fyrirtækinu að gæði og ferskleiki er hafður í fyrirrúmi.


Allur fiskur sem fluttur er úr landi í nafni Danica sjávarafurða ehf. er fullunninn hér á landi. Má ætla að hundruð manna hafi atvinnu af því að þjónusta félagið.
Danica sjávarafurðir ehf. er í Suðurgötu 10, 101 Reykjavík, í hjarta Reykjavíkur. Félagið flutti í núverandi húsnæði um vorið 2009 en var áður á Laugavegi 44. Þegar félagið byrjaði starfsemi var skrifstofan í Hafnarstræti 15 í Reykjavík og var þar til ársins 2001 er fest var kaup á húsnæði að Laugavegi 44. Má því segja að stjórnendur félagsins hafi haft það að markmiði að efla atvinnustarfsemi í miðborginni. Núverandi húsnæði var byggt árið 1896 og býr yfir góðum anda og tilheyrir sögu um uppbyggingu Reykjavíkur.
Starfsmenn félagsins eru sjö.

Starfsstöð Danica að Suðurgötu 10.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd