Drangur

2022

Fiskvinnslan Drangur ehf. var stofnað 27. janúar 2000 á Drangsnesi og var því 20 ára 2020. Hátíðarhöld þurftu að bíða betri tíma þar sem samkomutakmarkannir voru í gildi vegna Covid-19 mest allt afmælisárið. Stofnendur voru 31 talsins. Kaldrananeshreppur, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, útgerðarmenn á Drangsnesi, Byggðastofnun og einstaklingar sem létu sig málið varða. Fiskvinnslan Drangur ehf. er framleiðslufyrirtæki í matvælaiðnaði, sem vinnur afurðir úr Húnaflóa. Bolfiski, þorsk og ýsu. Helstu afurðir eru fersk frosin flök, söltuð flök og léttsöltuð. Grásleppa er stór hluti af vinnslunni, hrogn, söltuð fersk og fryst grásleppa. Bláskel fersk og frosin er hluti af framleiðslunni, en Fiskvinnslan Drangur ehf. hefur unnið skelina fyrir Strandaskel ehf. sem Drangur er hluthafi í.

Starfsemin
Útgerðarfélagið Skúli ehf. sem er að hluta í eigu Fiskvinnslunnar Drangs ehf. á tvo 15 tonna báta, Benna ST 5 og Skúla ST 75, sem sjá Fiskvinnslunni fyrir hráefni ásamt Grímsey ST 2 og Sigurey ST 22 sem er í eigu Friðgeirs Höskuldssonar og Sigurbjörgu Halldórsdóttur. Skúli og Benni eru gerðir út á línu og grásleppunet en Grímsey sem er 65 tonna stálbátur er gerður út á dragnót, Sigurey 15 tonna stálbátur er gerður út á bláskel og grásleppunet. Auk þess landa 10 heimabátar grásleppu hjá vinnslunni.

Samfélagið
Fiskvinnslan Drangur hefur komið að ýmsum samfélagslegum verkefnum eins og bryggjuhátíðum og þegar Verslunarfélag Drangsnes var stofnað 2019 var Fiskvinnslan einn af hluthöfunum.

Mannauður
Stjórn Fiskvinnslunnar skipa Gunnar Jóhannsson, Hveravík formaður, Jenný Jensdóttir Drangsnesi, Haraldur Vignir Ingólfsson, Drangsnesi, Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík og Sigurjón Þorsteinsson, Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri er Óskar Albert Torfason og hefur verið frá stofnun félagsins. Sunna Jakobína Einarssdóttir er skrifstofustjóri og Daníel Elí Ingason er gæðastjóri. 15 mans starfa hjá fiskvinnslunni og 10 hjá útgerðarfélaginu Skúla.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd