DS lausnir ehf.

  • 2025
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Síðustu fimm ár hafa verið mikil vaxtarskeið hjá DS Lausnir ehf. Fyrirtækið hefur hlotið ítrekaðar viðurkenningar sem „Framúrskarandi fyrirtæki“ frá Creditinfo, með stöðugan vöxt í veltu og hagnaði og mjög sterka eiginfjárstöðu. Starfsmönnum hefur fjölgað verulega og eignir aukist. Árið 2024 hélt fyrirtækið áfram að styrkja stöðu sína á markaði, og árið 2025 var tilkynnt um kaup Fagkaups á 70 % hlut í DS Lausnum, sem markar nýtt tímabil í rekstri. Sama ár stóð fyrirtækið að einu stærsta hífingarverkefni landsins, þar sem brúarhlutar yfir Ölfusá voru hífðir með stærsta krana sem notaður hefur verið á Íslandi.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    DS-Lausnir ehf. var stofnað árið 2002 og hófst eiginleg starfsemi árið 2003. Það var Daníel Sigurðarson sem stofnaði fyrirtækið og var stefnan í upphafi sett á þjónustu við byggingakrana og tengd tæki. Fljótt vatt fyrirtækið upp á sig og raunar hófst strax útleiga á alskyns tækjum tengdum byggingariðnaði og þjónustu við þau. Starfsmannafjöldi jókst hratt og velgengni var mikil enda blómstraði byggingariðnaðurinn fram til 2008.
    Eins og gefur að skilja þá markaði efnahagshrunið þáttaskil hjá DS-Lausnum þar sem meginþorri viðskiptavina fyrirtækisins hættu og þeir sem eftir stóðu voru flestir í kröggum. En hrunið bauð einnig upp á tækifæri til breytinga og á næstu árum þá fóru DS-Lausnir að þenja út þjónustuframboð sitt með því að bæta við bílkrönum og sértækum flutningstækjum. Árið 2012 þegar efnahagslíf Íslendinga var komið á skrið á ný var fyrirtækið nokkrum skrefum á undan flestum þar sem aldrei hafði komið til uppsagna og mannauðurinn orðinn gríðarlega verðmætur. DS-Lausnir fóru þarna að bjóða upp á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína og sinna heildarverkum frá upphafi til enda með tilliti til skipulags og samhæfingar mismunandi þjónustuþátta. Þetta mæltist mjög vel fyrir og jókst þannig tækjafloti fyrirtækisins hratt þar sem flutningar og hífingar fóru að spila meira saman. Á næstu árum bættu DS-Lausnir við söludeild og hófu að flytja inn nýja byggingakrana frá ítalska framleiðanadanum Cattaneo Gru og spænska framleiðandanum Comansa. Þessi vörumerki urðu fljótt leiðandi og vel liðin hérlendis við þá miklu endurnýjun sem varð að eiga sér stað hjá verktökum.

    Þjónusta og verkefni
    Í dag er starfsemin enn með sama leiðarljós og í upphafi, þ.e að vera þjónustufyrirtæki við byggingariðnaðinn. Þó hefur í áranna rás bæst við mikil þjónusta við sjávarútveg og stóriðju. Fyrirtækið er með söludeild, tækjaleigu, þjónustudeild bílkrana, flutningsdeild og viðhaldsdeild og hefur starfsmannafjöldi verið á bilinu 20-30 manns lengi vel.
    Dagleg verkefni geta verið gríðarlega fjölbreytt enda er þjónusta fyrirtækisins margvísleg. Vinna við flutninga á fullbyggðum húsum, hífingar á bílkrönum, þjónusta við byggingakrana, útleiga á skotbómulyfturum, krönum, rafstöðvum og byggingatengdum hlutum er sívaxandi hluti starfseminnar.

    Mannauður og aðsetur
    Mannauður hefur alla tíð verið aðalsmerki DS-Lausna og hefur fyrirtækið yfir að ráða reyndum og úrræðagóðum starfsmönnum sem hafa margir fylgt fyrirtækinu um langa hríð.
    Árið 2018 byggðu DS-Lausnir sér nýjar höfuðstöðvar að Breiðhellu 22 í Hafnarfirði og hafa þar yfir að ráða 1200 fm húsi á 9000 fm lóð og er því öll starfsemin undir einu þaki.

    Framtíðarsýn
    Framtiðarsýn DS-Lausna er einbeitt að halda sínu striki sem þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði aðallega og eru engar ráðagerðir um að missa sjónar á þessum tilgangi sem hefur verið leiðarljósið frá upphafi.

Stjórn

Stjórnendur

DS lausnir ehf.

Rauðhellu 5
221 Hafnarfirði
5618373

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina