Dún & Fiður

  • 2025
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Síðustu fimm ár hafa styrkt stöðu Dún & Fiður sem leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og endurnýjun dúnsængna og kodda. Fjölskyldufyrirtækið, nú í þriðja ættlið, leggur áherslu á íslenska framleiðslu, vistvæna hreinsun og endurnýjun sem lengir líftíma vörunnar í allt að 25 ár. Árstíðabundnar herferðir, eins og jólapakkar og fermingartilboð, hafa fest fyrirtækið í sessi sem traustan ráðgjafa fyrir gæðasvefn. Með ábyrgð, handverki og sjálfbærni í fyrirrúmi tryggir Dún & Fiður notendum hlýju, heilnæmi og langvarandi svefnþægindi.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Dún og fiður er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, endurnýjun og hreinsun á sængum, koddum, púðum, pullum og skyldum vörum úr náttúrlegum dún og fiðri.
    Dún og fiður byggir á um 60 ára gömlum merg og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allan tímann. Á þessum tíma hefur safnast saman mjög mikilvæg þekking og reynsla á öllu sem lýtur að dún og fiðri, efnum því tengdu og meðhöndlun sængurfatnaðar.

    Sagan
    Dún og fiður var stofnað þann 1. febrúar 1959 af Benedikti Ólafssyni og Svövu Árnadóttur og var fyrst til húsa að Kirkjuteig 29 í Reykjavík, en 3. ágúst 1963 flutti fyrirtækið í eigið húsnæði að Vatnsstíg 3, Reykjavík. Dún og fiður er nú til húsa á Laugavegi 86.
    Fyrirtækinu er í dag stýrt af Önnu Báru en hún er þriðji ættliðurinn sem stýrir fyrirtækinu.

    Orðspor
    Dún og fiður hefur með áratuga starfsemi skapað sér fastan sess í hugum borgarbúa og annarra landsmanna. Því hefur það verið stefna fyrirtækisins að breyta engu þar um né að vera með útsölur eða útibú á öðrum stöðum.

    Framleiðsla
    Dún og fiður ehf. framleiðir sjálft flestar dúnsængur og kodda. Öll framleiðslan er merkt Dún og fiður og ársstimpluð þannig að sjá megi framleiðsluárið þegar komið er með vöruna í hreinsun eða endurnýjun. Við endurnýjun á framleiðsluvöru Dún- og fiðurhreinsunarinnar er vörunni gefinn nýr ársstimpill. Dún og fiður framleiðir flestar vörur sínar úr mismunandi dún og fiðri, þ.e. æðardún, gæsadún í tveimur flokkum og andardún. Og eru gæðin í þeirri röð sem hér er talið. Þannig fer í sæng sem er með 1 kg. af æðardún, snjógæsadún eða svanadún og 1.1 kg. af andardún.

    Dúnhreinsun
    Dún og fiður tekur að sér að hreinsa og endurnýja sængur og kodda óháð því hvar varan er framleidd. Meginmarkmiðið með hreinsun á dúnsængum er að ná öllu ryki ásamt húðfitu, svita og utanaðkomandi raka úr dúninum. Dúnninn lyftist upp inní sænginni og ef þetta er gert á um það bil 3 ára fresti þá lengist endingartími sængurinnar um mörg ár.
    Einfaldasta hreinsunin á sængum er þvottur og þurrkun í öflugum þurrkara. Hún er fullnægjandi ef dúnninn er óskemmdur og ver heilt og lítið slitið. Sé dúnninn hins vegar farinn að rýrna og/eða ver orðið slitið er boðið uppá að skipta um ver og bæta í dún í anda-, svana-, snjógæsa- og æðardúnsængur eftir þörfum.
    Efnið sem notað er við hreinsunina er vistvænt og brotnar niður í náttúrunni á innan við einum sólarhring. Þetta er auðvitað undirstaða heilbrigðis og þess að þú sofir betur.

Stjórn

Stjórnendur

Dún & Fiður

Laugavegi 86
101 Reykjavík
5666868

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina