Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið haldið áfram að veita fjölbreytta rafvirkniþjónustu á Húsavík og nágrenni. Starfsemin felur í sér raflagnir fyrir hitaveitur, sundlaugar og vegagerð, auk viðhalds ljósastaura fyrir sveitarfélög. Með litlum, samheldnum hópi starfsmanna leggur E G Jónasson áherslu á fagmennsku, sveigjanlegar lausnir og þjónustu sem mætir þörfum heimamarkaðarins. Fyrirtækið byggir á yfir 25 ára reynslu og hefur styrkt stöðu sína sem traustur samstarfsaðili í rafmagnsverkefnum á Norðurlandi.
-
Einar Jónasson, rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri.
Arnar Freyr Birkisson, rafvirkjanemi
Andreas Blensner, rafvirki frá Danmörku
Sigvaldi Þór Einarsson, rafvirki.
Hallur Hallgrímsson, nemi hjá E.G. Jónasson ehf.
Jónas Þorkelsson, verkamaður hjá E.G. Jónasson ehf.
Einar Halldór, símsmiður hjá E.G. Jónasson ehf.
Einar G. Jónasson rafvirkjameistari stofnaði fyrirtækið E.G. Jónasson ehf. árið 1996 á Húsavík og starfaði að mestu einn til að byrja með. Áður hafði hann verið tæknimaður á sjúkrahúsinu á Húsavík í 15 ár. Fyrirtækið tók fljótlega að sér ýmsa starfsemi og stækkaði hratt. Starfsemin fer fram í 180 fm húsnæði að Garðarsbraut 39 sem flutt var í árið 2002.
Fyrirtækið rekur fjölbreytta starfsemi
Fyrirtækið sér t.d. um raflagnir á tveimur hitaveitum og í sundlauginni á Húsavík og mikið viðhald fyrir Norðurþing eins og ljósastaura og einnig fyrir vegagerðina. Starfsemin er mjög fjölbreytt eins og gerist með lítil fyrirtæki úti á landi.
Starfsfólk
Hjá fyrirtækinu vinna sjö manns, þ.e. rafvirkjar, símsmiður, nemar og verkamenn.
E G Jónasson ehf
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina