Efnalaugin og þvottahúsið

  • 2025
    Lokun Efnalaugar Sauðárkróks
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Efnalaug Sauðárkróks lauk rekstri í nóvember 2023 eftir nær þrjátíu ára þjónustu við íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Eigendur, Guðrún Kristín Kristófersdóttir og Guðmundur Óli Pálsson, ákváðu að hætta starfsemi vegna breyttra aðstæðna og langrar starfsferils. Fyrirtækið var þekkt fyrir faglega þvotta- og hreinsunarþjónustu og skilur eftir sig sterka minningu um áreiðanleika og gæði í þjónustu.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Efnalaugin og þvottahúsið að Borgarflöt 1 á Sauðárkróki. Starfsemi efnalaugar hér á Sauðárkróki er um hálfrar aldar gömul. Í maí 1996 keypti Guðrún Kristín Kristófersdóttir rekstur Efnalaugarinnar ásamt neðri hæð hússins að Aðalgötu 14. Hefur hún, ásamt manni sínum Guðmundi Óla Pálssyni, rekið fyrirtækið síðan á sinni eigin kennitölu. Árið 2005 flutti starfsemin í rúmgott húsnæði að Borgarflöt 1.

    Starfsemin
    Þvottur er hryggjastykkið í starfseminni. Stærsti viðskiptavinurinn er Heilbrigðisstofnum Norðurlands á Sauðárkróki. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu, margir hverjir, hafa ekki nýtt sér þjónustuna og skipt við fagaðila utan héraðs. Því hafði „veirufaraldurinn“ og fækkun ferðamanna nú í ár minni áhrif en ella á starfsemina. Hins vegar hrykkti allverulega í fyrir um áratug þegar „hrunið“ varð.

Stjórn

Stjórnendur

Efnalaugin og þvottahúsið

Borgarflöt 1
550 Sauðárkróki
4535500

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina