Eins og fætur toga ehf

2022

Lýður B. Skarphéðinsson og Elva Björk Sveinsdóttir sérfræðingar í göngugreiningum stofnuðu Eins og fætur toga ehf. í október 2010. Markmiðið var að bæta fótheilsu landsmanna, fyrirbyggja og fækka stoðkerfisvandamálum. Fyrirtækið rekur nú tvær verslanir/þjónustumiðstöðvar undir nafninu Fætur toga, önnur á Heilsuhæð Kringlunnar (þriðju hæð) og ný verslun/þjónustumiðstöð að Höfðabakka 3.

Starfsemin
Frá stofnun hefur EOFT verið leiðandi fyrirtæki í göngu- og hlaupagreiningu. Hjá fyrirtækinu starfar reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin 10 ár tekið yfir 60.000 Íslendinga í göngugreiningu og hefur 60-70% markaðshlutdeild. Fætur toga vinnur náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt. Fætur toga ferðast um landið með göngugreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum.
Í verslunum okkar sér fagfólk um göngugreiningar, fótskoðun, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um val á  hlaupafatnaði og íþróttatoppum í sérstöku toppa herbergi. Hjá  EOFT starfa sérfræðingar í sölu á þrýstivörum (Compression) og á vörum fyrir endurheimt (Recovery). Við sérhæfum okkur í sölu á gæðavörum og leggjum metnað í góða þjónustu og sanngjörn verð.
Í byrjun árs 2012 var stofnað heildsölufyrtækið Run2 ehf. sem hefur undanfarin ár flutt inn hágæða vörur frá flestum heimshornum. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að koma beint frá framleiðendum og vera þannig samkeppnishæfar í verði við hin Norðurlöndin og á betra verði en á íslenskum samkeppnismarkaði.

Vörumerki
Brooks hlaupaskór, Compressport þrýstifatnaður, Crampfix lagar crampa, Feetures sokkar, Footbalance innlegg, Fusion keppnisfatnaður fyrir hlaup og hjól, Gipron göngu og hlaupastafir, Hyperice víbrandi nuddvörur, Icespike hálkuskrúfur, Maurten orkuefni, McDavid hitahlífar og spelkur, Nathan fylgihlutir fyrir hlauparann, Oofos heilsusandalar, Runderwear undirfatnaður fyrir íþróttafólk, Ryders gleraugu, Smell Well minnkar fýlu, Tifosi sólgleraugu.

Bæjarlind 4
201 Kópavogi
5577100
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd