Eir hjúkrunarheimili

2022

Eir hjúkrunarheimili, samrekstaraðilar og öryggisíbúðir
Í norrænni goðafræði segir frá gyðju sem sat á fjallinu Lyfjabergi þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna. Þessi gyðja hét Eir.
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir, sambýli og heimilisdeildir auk mikilvægrar starfsemi á endurhæfingardeild Eirar þar sem einstaklingar koma til brotaendurhæfingar og skammtímavistunar. Í tengslum við Eir eru reknar 199 öryggisíbúðir á tveimur stöðum í Grafarvogi, Eirarhúsum og Eirborgum og einum stað í Mosfellsbæ á Eirhömrum. Einstaklingar sem sækjast eftir að komast í öryggisíbúð eiga það sameiginlegt að vilja tryggja betra aðgengi og öryggi sitt í góðu umhverfi, þar sem til staðar er fagþjónusta og úrræði sem þeir eru í þörf fyrir og eiga rétt á hverju sinni. Með þessu er leitast við að gera aðilum kleift að búa á sínu heimili sem allra lengst. Samrekstur er milli Eirar, Hamra og Skjóls hjúkrunarheimila, en sjálfstæðar stjórnir eru fyrir heimilin.
Á þessum stöðum eru samtals 312 hjúkrunarrými að viðbættum 59 dagvistarrýmum.

Stofnendur og aðilar Eirar
Eftirtaldir aðilar eru stofnendur og eða aðilar að Eir og tilnefna þeir fulltrúa í fulltrúaráð félagsins sem kýs 7 manna stjórn heimilisins.

  • Reykjavíkurborg
  • VR, stéttarfélag
  • Seltjarnarnesbær
  • Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands
  • Hjúkrunarheimilið Skjól
  • Brynja – Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands
  • Efling, stéttarfélag
  • Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga – SÍBS
  • Mosfellsbær

Nýir aðilar Eirar frá 2017:

  • Stéttarfélag starfsmanna í Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga – Fíh
  • Stéttarfélag starfsmanna VR
  • Stéttarfélag starfsmanna Eflingar
  • Stéttarfélag starfsmanna Sjúkraliðafélags íslands – SLFÍ
  • Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
  • Félag eldri borgara í Garðabæ
  • Félag eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni
  • Félag eldri borgara á Seltjarnarnesi

Formaður fulltrúaráðs Eirar er: Elínbjörg Magnúsdóttir frá Eflingu stéttarfélagi.
Stjórnarformaður Eirar er: Pétur J. Jónasson frá Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga – SÍBS.

Stofnendur Skjóls

  • Alþýðusamband Íslands – ASÍ
  • Bændasamtök Íslands
  • Íslenska Þjóðkirkjan
  • Reykjavíkurborg
  • Samband lífeyrisþega ríkis og bæja
  • Sjómannadagsráð

Formaður fulltrúaráðs Skjóls og stjórnarformaður er: Halldóra Ólafsdóttir frá Bændasamtökum Íslands.
Framkvæmdastjórn:
Forstjóri – Sigurður Rúnar Sigurjónsson
Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs – Kristín Högnadóttir
Framkvæmdastjóri lækningasviðs – Sigurbjörn Björnsson
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs – Stella Kristín Víðisdóttir
Forstöðumaður hjúkrunar á Skjóli – Guðný Helga Guðmundsdóttir

Eir hjúkrunarheimili og samreksstraraðilar veita fjölþætta þjónustu við eldri borgara til skemmri eða lengri tíma
Hjúkrunarrými fyrir einstaklinga með gilt færni- og heilsumat – Endurhæfingu eftir brot og liðskiptaaðgerðir – Dagdeildir fyrir heilabilaða einstaklinga – 199 öryggisíbúðir þar sem í boði er m.a. heimahjúkrun, félagsleg heimilisaðstoð, matarþjónusta, öryggisvöktun allann sólarhringinn.

Samrekstraraðilar
Hamrar hjúkrunarheimili ehf., sem er í eigu Mosfellsbæjar, en rekið af Eir, hjúkrunarheimili ses. Þar eru 30 hjúkrunarrými. Skjól hjúkrunarheimili ses., sem er sjálfseignarstofnun, sem hóf starfsemi í byrjun árs 1988 með fulltrúaráð og sjálfstæða stjórn, en rekin af Eir hjúkrunarheimili ses. Þar eru 97 hjúkrunarrými ásamt 9 íbúum sem búa á Laugarskjóli, hjúkrunarsambýli. Hjá Eir, Hömrum og Skjóli hjúkrunarheimilum eru samtals 312 hjúkrunarrými og dagvistun fyrir 59 einstaklinga.
Öryggisíbúðir Eirar er með á þrem stöðum á höfuðborgarsvæðinu samtals 199 öryggisíbúðir. Hjá Eir og samrekstraraðilum starfa samtals um 580 starfsmenn.

Starfsstöðvar

Eir hjúkrunarheimili ses., Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. Tveir samtengdir byggingakjarnar, A og B hús.
Eir hjúkrunarheimili ses., Hlíðarhúsum 3 – 5, 112 Reykjavík
Eirarhús – Öryggisíbúðir, Hlíðarhúsum 3 – 5, 112 Reykjavík
Eirhamrar – Öryggisíbúðir, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ
Eirborgir – Öryggisíbúðir, Fróðengi 1 – 11, 112 Reykjavík
Borgasel – Dagvistun, Spöngin 43, 112 Reykjavík
Hamrar hjúkrunarheimili ehf., Langatanga 2a, 270 Mosfellsbæ
Skjól hjúkrunarheimili ses., Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík
Laugaskjól, sambýli, Laugarásvegur 66, 104 Reykjavík

Hjúkrunarþjónusta
Markmið hjúkrunarþjónustunnar þar sem höfð eru að leiðarljósi VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI.
Hjúkrun og önnur umönnun sé veitt á faglegan og ábyrgan hátt – Virðing sé borin fyrir íbúum Viðhalda og auka lífsgæði íbúanna eins og tök eru á – Velferð íbúanna sé höfð í fyrirrúmi Viðhalda sjálfstæði og sjálfræði íbúanna.

Læknisþjónusta
Markmið læknisþjónustunnar er að viðhalda sem bestri heilsu og færni íbúa. Bregðast við veikindum íbúa í samstarfi við hjúkrunarfræðinga og aðra fagaðila. Reglulegar heimsóknir lækna á hverja deild, þar sem farið er yfir heilsufar íbúa. Sólarhringsvaktir lækna eru skipulagðar með viðveru virka daga og bakvöktum.
Iðjuþjálfun og félagsstarf heldur áfram að þróast frá ári til árs með það að markmiði að veita íbúum hjúkrunardeilda fjölþætta þjónustu samrekstraraðila ásamt því að sinna skjólstæðingum endurhæfingardeildar og þjónusta dagdeilda.
Sjúkraþjálfun er þjónusta sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks vegna öldrunar, slysa, sjúkdóma, kvilla, ástands eða umhverfislegra þátta. Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíða, heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun, hæfingu og endurhæfingu. Þessi þjónusta fer að mestu leyti fram í tækja- og meðferðarsölum Eirar, Hamra og Skjóls

Öryggisíbúðir Eirar
Öryggisíbúðir Eirar eru reknar af Eir öryggisíbúðum ehf., f.h. Eirar hjúkrunarheimilis ses., á þrem stöðum á höfuðborgarsvæðinu í Grafarvogi og Mosfellsbæ. Samtals eru 199 öryggisíbúðir sem í dag eru leigðar út ótímabundið til þeirra sem sækja eftir öryggi og betra aðgengi þegar aldurinn færist yfir og eða heilsubrests þar sem fagleg heilbrigðisþjónusta og heimilisstuðningur er í boði.
Eir annast félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun til íbúa öryggisíbúðanna, skv. beiðni og í umboði Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.
Innangengt er frá öryggisíbúðum í matsali og geta íbúar keypt málsverði eða fengið heimsendan mat í íbúðirnar í veikindum. Sammerkt er með stöðunum að um gott aðgengi er að ræða, rólegt þrifalegt umhverfi og góðar gönguleiðir.
Önnur stoðþjónusta: Ráðgjöf, félagsstarf, sjúkraþjálfun, hársnyrti- og fótaaðgerðarstofur.

EIRARHÚS, Hlíðarhúsum 3-5, 112 Reykjavík. Eirarhús er með 33 öryggisíbúðum. Stærð íbúða er frá 71 fm – 89 fm tveggja til þriggja herbergja.
EIRHAMRAR, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ. Eirhamrar er kjarni þriggja húsa með frá einni upp í fjórar hæðir með samtals 54 öryggisíbúðir. Stærð íbúða er frá 37 fm – 90 fm einstaklingíbúðir og tveggja herbergja íbúðir.
EIRBORGIR, Fróðengi 1-11, 112 Reykjavík. Eirborgir er með 112 öryggisíbúðir í sex sambyggðum íbúðarkjörnum, sem teknar voru í gagnið 2009-2011. Stærð íbúða er frá 46 fm -100 fm einstaklings, tveggja og þriggja herbergja íbúðir.

Ársskýrslur undangenginna ára er hægt að nálgast á vefslóðum Eirar www.eir.is og Skjóls www.skjol.is

 

2021

Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993 og stóð sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri heimilisins, fyrir undirbúningi, framkvæmdum og rekstri til apríl 2011 er hann lét af störfum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar, tók við sem framkvæmdastjóri til janúar 2012 en þá var ráðinn í starf framkvæmdastjóra Sigurður Rúnar Sigurjónsson.
Framkvæmdastjóri fjármála er Emil Theódór Guðjónsson og hóf hann störf á Eir árið 2003. Framkvæmdastjóri lækninga hefur verið frá upphafi Sigurbjörn Björnsson og einnig hefur Birna Kr. Svavarsdóttir verið framkvæmdastjóri hjúkrunar frá árinu 1993.

Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 173 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeild, sambýli, heimilisdeildir auk miklilvægrar starfsemi á móttökudeild Eirar þar sem einstaklingar koma til brotaendurhæfingar og skammtímavistunar.

Í tengslum við Eir eru reknar tæplega 200 öryggisíbúðir á þremur stöðum, í Eirarhúsum, í Eirborgum og á Eirhömrum. Einstaklingar sem sækjast eftir að komast í öryggisíbúðirnar eiga það sameiginlegt að vilja tryggja öryggi sitt í góðu umhverfi, þar sem til staðar er fagþjónusta og úrræði sem þeir eru í þörf fyrir og eiga rétt á hverju sinni.

Í stjórn Eirar 2011-2015 eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður, Magnús L. Sveinsson, Hafsteinn Pálsson, Stefán Benediktsson, Helga Eysteinsdóttir, Fanney Proppé Eiríksdóttir og Þórunn Sveinsbjörnsdóttir.

Stjórnendur

Sigurður Rúnar Sigurjónsson
Forstjóri
Kristín Högnadóttir
Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs
Sigurbjörn Björnsson
Framkvæmdastjóri lækningasviðs
Stella Kristín Víðisdóttir
Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs
Guðný Helga Guðmundsdóttir
Forstöðumaður hjúkrunar á Skjóli

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd