Elektro Co ehf rafverktakar

  • 2025
    Rafmagn áfram

    Elektro Co ehf., staðsett á Dalvík, hefur á undanförnum árum styrkt stöðu sína sem alhliða rafverktaki. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttri rafmagnsþjónustu, þar á meðal nýlögnum, viðgerðum, rafhönnun og sérlausnum fyrir heimili, skip og fyrirtæki. Það hefur verið virkur þátttakandi í Samtökum rafverktaka (SART) og tekið þátt í viðburðum á borð við Iðnþing og Dag grænnar byggðar, þar sem áhersla var lögð á öryggi, fagmennsku og umhverfisvænar lausnir. Elektro Co er staðbundið og fjölskyldurekið fyrirtæki sem hefur lagt áherslu á faglega ábyrgð og nýsköpun í rafverkefnum.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Elektro Co ehf. er alhliða fyrirtæki á sviði raflagna og raftækni og er með áratuga reynslu á því sviði. Fyrirtækið er með starfsstöð og lögheimili að Grundargötu 11 á Dalvík og fer starfsemin fyrst og fremst fram í sveitarfélaginu sjálfu en verkefni eru einnig sótt til nágrannasveitarfélaga. Helstu verkefni eru viðhald hjá stórum og smáum fyrirtækjum til sjávar og sveita, þjónusta við einstaklinga og nýframkvæmdir af ýmsum stærðargráðum ásamt þjónustu við skip og báta. Núverandi starfsmenn er 6 talsins og eigendur fyrirtækisins eru Ásgeir Páll Matthíasson, löggiltur rafverktaki og framkvæmdastjóri, Auður Helgadóttir, stjórnarformaður, Matthías Ásgeirsson og Sólveig Sigurðardóttir.

    Upphafið og sagan á bakvið fyrirtækið
    Elektro Co ehf. á sér langa sögu og var upphaflega stofnað árið 1922 á Akureyri af Indriða Helgasyni sem þá opnaði eina af fyrstu raftækjaverslunum landsins og var síðar með umfangsmikla rafverktakastarfsemi á Norðurlandi og víðar. Indriði var iðulega nefndur eftir fyrirtækinu og var þá kallaður „Indriði í Kóinu“. Indriði hætti rekstri árið 1971 og Helgi Indriðason sonur hans endurstofnaði fyrirtækið á Dalvík og breytti því í hlutafélagið Elektro Co hf. árið 1975 ásamt fleirum. Helgi hafði þá áður starfað með föður sínum og unnið við að rafvæða Dalvík í allmörg ár. Fyrirtækið starfaði undir framkvæmdastjórn Þorsteins Skaftasonar og Helga fram til ársins 1990 þegar starfsemin var lögð niður en Helgi starfaði þó áfram við rafverktöku á Dalvík. Árið 1996 kaupa núverandi eigendur fyrirtækið af Helga ásamt allri starfseminni og lager. Helgi hættir afskiptum af rekstri fyrirtækisins en aðrir starfsmenn halda áfram. Fyrirtækinu er þá breytt í Elektro Co ehf. og Ásgeir Páll Matthíasson löggiltur rafverktaki tekur við sem framkvæmdastjóri en hann hafði áður unnið í nokkur á hjá fyrirtækinu undir stjórn Helga. Fyrirtækið hefur starfað á sömu kennitölu frá 1975.
    Vefsíða: elektro.is

Stjórn

Stjórnendur

Elektro Co ehf rafverktakar

Grundargötu 11
620 Dalvík
4661413

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina