Eltech ehf. er alhliða rafverktakafyrirtæki fyrir einstaklinga, stofnanir, húsfélög og fyrirtæki, ásamt því að annast ráðgjöf og hönnun raflagna, iðntölvustýringa og ljósastýringar.
Félagið var stofnað í ágúst 1996 en hét þá Hjóla-sport ehf. og var aðaltilgangur félagsins rekstur reiðhjólaverkstæðis, smásala og heildsala með reiðhjól og skyldan búnað. Árið 2012 var nafninu breytt í Eltech ehf. og jafnframt var tilgangi félagsins breytt þannig að aðaltilgangur þess sé rafverktaka og raflagnahönnun. www.eltech.is
Upphafið
Stofnendur voru Ingibjörg Gestsdóttir og Ólafur Stefánsson. Framkvæmdastjóri allt frá byrjun er Steingrímur Ólafsson. Árið 2010 breyttist eignarhaldið þannig að Steingrímur keypti allt hlutafé Ólafs og eru eigendur í dag Ingibjörg og Steingrímur. Steingrímur er löggiltur rafverktaki og raflagnahönnuður.
Steingrímur hóf nám í rafvirkjun við Verkmenntaskólann á Akureyri 1985 og tók náms-samninginn í Slippstöðinni á Akureyri hjá Sævari Sæmundssyni rafvirkjameistara. Hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1989 og lauk síðan námi í rafiðnfræði 2008, fékk löggildingu sem raflagnahönnuður 2012 og B-löggildingu sem rafverktaki 2013.
Aðsetur Eltech er að Freyjunesi 8 á Akureyri og starfa að jafnaði um 6-9 manns hjá fyrirtækinu.
Starfsviðið
Starfsvið Eltech ehf. er að mestu rafverktaka þ.e. nýlagnir og viðhald húsnæðis ásamt þjónustu við ýmis stýrikerfi, s.s. hitastýringar, loftræsikerfi, sundlaugakerfi o.fl. Einnig sér Eltech ehf. um hönnun raflagna bæði hefðbundar raflagnir húsnæðis og sérkerfa eins og hita- og loftræsikerfi og önnur stjórnkerfi eins og skjámyndakerfi, sundlauga- og pottastýringar. Einnig sér fyrirtækið um tilboðs- og áætlanagerðir.
Meðal helstu verkefna síðastliðin ár eru nokkrar nýbyggingar allt frá sumarhúsum til fjölbýlishúsa og má þar nefna t.d. Austurbrú 2-8, Hafnarstræti 26, Kristjánshagi 8, Hringtún 9 Dalvík, varphænsnahús að Hranastöðum o.fl. Meðal annarra endurbóta og nýframkvæmda má nefna endurnýjun kjallara gamla Húsmæðraskólans á Akureyri, endurnýjun sundlaugagarðs Sundlaugar Akureyrar og endurnýjun Íþróttahúss Glerárskóla, endurnýjun brunaviðvörunarkerfa í Krónunni Hafnarstæti 97 og Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.
Meðal verkefna tæknisviðs hafa verið t.d. hönnun og forritun skólpdælubrunna fyrir Hafna-fjarðarbæ, skólpdælubrunnur fyrir Landsspítalann, endurnýjun stýringa og stýriteikninga í Sundlaugunum í Hrísey og Grímsey, forritun og stýriteikningar Íþróttamiðstöðinni Patreksfirði, raflagnateikningar í einbýlis- og sumarhús, vélaskemmur, varphænsnahús og margt fleira. Eitt skemmtilegasta verkefnið var að útbúa og forrita stýringu fyrir kertadýfingavél fyrir Plastiðjuna Bjarg á Akureyri.
Allt frá byrjun hefur Eltech ehf. kappkostað að þjónusta fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Má þar helst nefna: Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar, Eyjafjarðarsveit, Vesturbyggð, Norðurorku, Tréverk ehf., Byggingafélagið Hyrna ehf., Félagsstofnun Stúdenta á Akureyri, Teigur svínabú Eyjafirði, Pálmholt svínabú Reykjadal, eggja- og kúabúið Hranastöðum Eyjafirði, kúabúið Dagverðareyri ásamt mörgum öðrum fyrirtækjum, stéttarfélögum, húsfélögum og einstaklingum.
Mannauður og jákvæðni í verki
Hjá Eltech starfa í dag 9 manns, rafvirkjanemar, rafvirkjar, rafeindavirki, nemar í rafiðnfræði, rafiðnfræðingur og skrifstofustjóri. Allt frá byrjun hefur Eltech stutt við nýliðun í faginu með því að taka að sér nema og taka nema frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í starfskynningu. Nýlega var stofnað starfsmannafélag Eltech sem nú þegar hefur staðið fyrir nokkrum uppá- komum eins og bjórkynningu hjá Kalda og paintball í Skagafirði. Einnig býður Eltech starfsfólki sínu og mökum uppá ýmsar uppákomur eins og jólahlaðborð, grillveislur o.fl. Þá hefur Eltech stutt við og styrkt ýmis samtök og íþróttafélög og má þar helst nefna Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar þar sem Eltech hefur verið einn aðalstyrktaraðili þess um árabil.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd