Enor ehf.

  • 2025
    Gæði, gagnsæi og fjölbreytt ráðgjöf
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Á síðustu fimm árum hefur Enor ehf. styrkt stöðu sína sem eitt helsta endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur stækkað starfslið sitt og rekur nú höfuðstöðvar á Akureyri ásamt starfsstöðvum í Húsavík og Reykjavík. Það er aðili að alþjóðlega netinu Praxity, sem veitir aðgang að sérfræðiþekkingu og alþjóðlegum vinnustöðlum. Enor hefur innleitt gæðakerfi í samræmi við alþjóðlega staðla og birt reglulega gagnsæisskýrslur. Þjónusta fyrirtækisins spannar ytri og innri endurskoðun, skattaráðgjöf, bókhald og fyrirtækjaráðgjöf, auk sérhæfðra úttektar- og samrunaverkefna.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Enor ehf. er framsækið endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki sem var stofnað á Akureyri í júní 2012 af Davíð Búa Halldórssyni, löggiltum endurskoðanda. Eitt af markmiðunum með stofnun félagsins var að bjóða upp á traustan og faglegan valkost á móti stóru alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofunum. Mikill og stöðugur vöxtur hefur verið í starfsemi ENOR frá upphafi og starfa í dag 26 starfsmenn hjá félaginu. Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir margar atvinnugreinar á Íslandi og hafa starfsmenn Enor staðið frammi fyrir ýmsum verkefnum og áskorunum með viðskiptavinum fyrirtækisins. Mikil breyting hefur orðið á samskiptum milli fólks og höfum við tileinkað okkur breytt hugarfar og hinar ýmsu
    tæknilausnir til þess að bregðast við þessari þróun.

    Starfsfólk og stjórnendur
    Eigendur ENOR eru nú sex og starfa þeir allir hjá félaginu. Hjá ENOR starfa löggiltir endurskoðendur, viðskiptafræðingar, lögfræðingur, viðurkenndir bókarar og aðrir starfsmenn í bókhaldi.

    Stjórnendur ENOR eru:
    Davíð Búi Halldórsson, framkvæmdastjóri
    Arnar Már Jóhannesson, fyrirtækjaráðgjöf
    Björn Óli Guðmundsson, skattaráðgjöf og erlend viðskipti
    Hermann Brynjarsson, rekstrar- og bókhaldsþjónusta
    Hjörtur Bjarki Halldórsson, reikningsskilaþjónusta
    Níels Guðmundsson, endurskoðunarþjónusta

    Starfsemin
    ENOR sinnir verkefnum um allt land, höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri en félagið er einnig með starfsstöðvar á Húsavík og í Reykjavík. Verkefni félagsins eru fjölbreytt og viðskiptavinir bæði innlendir og erlendir, allt frá einstaklingum til stærri fyrirtækjasamstæðna og opinberra aðila.

    Þjónustuframboð:
    Endurskoðun
    Reikningsskilaþjónusta
    Fyrirtækjaráðgjöf
    Skattaráðgjöf og félagaréttur
    Rekstrar- og bókhaldsþjónusta

    ENOR er aðili að Praxity sem eru stærstu samtök sjálfstæðra endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækja á heimsvísu. Félögin sem standa að Praxity eru með yfir 50 þúsund starfsmenn í yfir 110 löndum sem gerir Enor kleift að leita sérfræðiaðstoðar fyrir viðskiptavini fyrirtækisins um allan heim.

    Mannauður
    ENOR er þekkingarfyrirtæki og er starfsfólkið því helsti auður þess. Lagt er mikið upp úr því að starfsfólkið sé ánægt í starfi og geti byggt upp og viðhaldið faglegri þekkingu sinni.
    Starfsmannafélag ENOR heldur utan um viðburði fyrir starfsmenn en fastir punktar í því starfi eru m.a. árleg árshátíð, þorrablót, óvissuferð að vori og golfmót að hausti.
    Til þess að viðhalda faglegri þekkingu er mikið lagt upp úr endurmenntun og þjálfun starfsmanna en árlega er unnin endurmenntunaráætlun sem miðar að því að faglegri þekkingu sé viðhaldið og að endurmennunarkröfum sem eru á löggiltum endurskoðendum og viðurkenndum bókurum sé mætt.

Stjórn

Stjórnendur

Enor ehf.

Hafnarstræti 53
600 Akureyri
4301800

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina