Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka

  • 2025
    Breytingar og stefna
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Síðustu fimm ár hefur Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka lagt aukna áherslu á sjálfbærni og græna fjármögnun. Árið 2020 voru kynnt sérkjör fyrir vistvæna bíla og rafmagnshjól, ásamt því að hleðslustöðvar urðu hluti af þjónustunni. Árið 2021 hélt þessi stefna áfram með fjölbreyttum lánalausnum sem styðja umhverfisvænar fjárfestingar. Árið 2022 gaf Íslandsbanki út græn og sjálfbær skuldabréf og setti fram fjármálaramma sem styrkti stöðu bankans á markaði. Frá 2023 til 2025 hefur þjónustan þróast með rafrænum lausnum fyrir bílalán og auknu samstarfi við tryggingafélög og bílaumboð. Á sama tíma hafa vextir verið aðlagaðir í takt við breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans. Þróunin endurspeglar skýra stefnu um að bæta þjónustu og styðja umhverfisvænar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Sjálfbærni er lykilþáttur í starfsemi Ergo
    Ergo er fjármögnunarþjónusta Viðskiptabanka Íslandsbanka og er leiðandi á sínu sviði hér á landi, hvort sem horft er til einstaklinga eða fyrirtækja. Ergo byggir á nærri 40 ára reynslu, en það var stofnað árið 1985 og hét þá Glitnir.
    Nafnið Ergo á hins vegar rætur að rekja til sumarsins 2011 þegar það var tekið upp í stað heitisins Íslandsbanki fjármögnun. Nafnið Ergo hafði þá þegar verið í eigu bankans frá aldamótum og var í eina tíð heiti á verðbréfavef bankans. Nafnabreytingin og nýtt merki spratt upp úr endurmörkun sem átti sér stað á þessum tíma. Orðið ergo þýðir „þar af leiðandi“ og merki fyrirtækisins er táknrænt fyrir hreyfiafl þess, sem er kjarni starfseminnar. Þannig er örinni í merkinu ætlað að leiða mann áfram, sem undirstrikar merkingu þess.

    Starfsemi og þjónusta
    Ergo leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og markmið fyrirtækisins er að hjálpa viðskiptavinum að taka upplýsta ákvörðun við margvísleg kaup og fjárfestingar. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja fyrir rekstraraðila ásamt fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Ergo kappkostar að aðgreina sig frá keppinautum með góðri og skjótri þjónustu með þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi. Þjónusta Ergo styður líka við sjálfbærnimarkmið Íslandsbanka, en sjálfbærni er ein af lykiláherslum bankans. Sífellt fleiri, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, leggja aukna áherslu á þennan mikilvæga málaflokk. Óumdeilt er að sjálfbærnimarkmiðin leiki lykilhlutverk í nýsköpun og framþróun almennt í íslensku efnahagslífi, enda Ísland að megninu til lítið og meðalstórt þegar kemur að stærð og umfangi fyrirtækja. Raunar hvetur Ergo viðskiptavini markvisst til að velja grænt þegar kemur að fjárfestingum af hvaða tagi sem þær annars eru. Með þessu vill Ergo stuðla að ábyrgri lánastarfsemi, hjálpa til við að draga úr rekstrarkostnaði og auka umhverfisvitund. Í þessum efnum stangast ekki á hagsmunir umhverfis, samfélags og efnahagslífs heldur fara þeir saman.
    Græn fjármögnun Ergo hefur aukist verulega hjá einstaklingum en vaxandi eftirspurnar eftir grænni fjármögnun gætir jafnframt hjá fyrirtækjum. Bílaleigur vega þar þyngst með fjárfestingum í bílaflota sem styðja við orkuskipti. Gera má ráð fyrir að hlutur vistvænna ökutækja eigi eftir að aukast enn frekar með frekari innviðauppbyggingu í íslensku samfélagi og framþróun í tækni, hvort heldur það er tækja eða sjálfbærra og vistvænna eldsneytiskosta. Trú Ergo er sú sama og Íslandsbanka, að fyrirtæki sem veðji á sjálfbærni og leggi sitt af mörkum verði þau fyrirtæki sem komi til með að skara fram úr og tryggja sjálfbærari hagvöxt til framtíðar. Tölurnar endurspegla þróunina, en sjá má sífellt fleiri heimili velja vistvæn ökutæki. Ergo hefur síðan um mitt ár 2020 boðið upp á hagkvæm kjör á grænni fjármögnun hjá Ergo og í lok árs 2021 voru um 27% allra bílalána og bílasamninga flokkuð sem græn fjármögnun. Ergo er þátttakandi í alþjóðlegum samtökum fjármögnunarfyrirtækja, IFLA, International Finance and Leasing Assoication. Samtökin eru vettvangur fyrir miðlun upplýsinga um breytingar og nýjungar á fjármögnunarstarfsemi.

Stjórn

Stjórnendur

Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka

Hagasmára 3
201 Kópavogi
4404400

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina