Espiflöt

  • 2025
    Eflist með tækni og sjálfbærni
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Espiflöt hefur á undanförnum árum eflt starfsemi sína með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og aukna framleiðslu. Árið 2020 hlaut fyrirtækið landbúnaðarverðlaun fyrir framúrskarandi vinnubrögð og vistvæna ræktun, þar sem endurvinnsla vatns og lífrænar varnir voru í forgrunni. Árið 2021 hélt reksturinn áfram undir stjórn Axel og Heiðu Pálrúnar, með fjölbreyttri ræktun og daglegum búskap sem byggði á umhverfisvænum aðferðum.

    Árið 2022 innleiddi Espiflöt nýja lýsingartækni í gróðurhúsum með blöndu af HPS- og LED-ljósum, sem leiddi til verulegs orkusparnaðar og lægri rekstrarkostnaðar. Árið 2023 jókst framleiðslan enn frekar, og fyrirtækið hóf aftur ræktun á afskornum blómum eins og solidago. Árið 2025 náði Espiflöt stórum áfanga þegar framleiðslan fór yfir 10 milljónir afskorinna blóma á ári, sem samsvarar um fimmtungi af innlendum markaði.

    Þróunin síðustu fimm ár endurspeglar skýra stefnu Espiflatar um að nýta tækninýjungar, auka sjálfbærni og styrkja stöðu sína sem leiðandi framleiðandi blóma á Íslandi.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Garðyrkjustöðin Espiflöt ehf. stendur á gömlum merg. Má rekja sögu hennar aftur til ársins 1948 þegar hjónin Eríkur og Hulda Sæland tóku sig upp frá Hafnarfirði og fluttu austur í Biskupstungur til að koma sér upp heimili og garðyrkjustöð eftir að Eiríkur hafði lokið námi frá Garðyrkjuskóla ríkisins. Garðyrkjustöðin bar nafnið Sjónarhóll fram til ársins 1958 þegar því var breytt í Espiflöt.
    Einkum var þar ræktað grænmeti í byrjun en frá árinu 1965-1977 var farið að bæta við blómarækt. Þá fór ræktunin fram í einum 1.300 fm. Árið 1977 komu inn í reksturinn synir Eiríks og Huldu, Stígur Sæland og kona hans Aðalbjörg Sigurjónsdóttir ásamt Sveini A. Sæland og konu hans Áslaugu Sveinbjarnardóttur. Um það leyti var tekin ákvörðun um að leggja aðaláherslu á blómaræktunina. Við uppskiptingu á fyrirtækinu árið 1987, stofnuðu Aðalbjörg og Stígur sína eigin garðyrkjustöð, Stóra-Fljót.

    Framleiðslan
    Afskorin blóm voru þá mjög vinsæl meðal landsmanna og notuð til að skreyta og gleðja við hin ýmsu tilefni. Reksturinn hjá Espiflöt hefur síðan verið eingöngu í kringum ræktun og sölu á afskornum blómum. Á síðustu árum hefur áherslan einkum verið á blönduðum blómvöndum sem gerir kröfu um fjölbreytta ræktun. Ræktunin byggir á 7 stoðtegundum í rúmlega 200 litum og afbrigðum sem skapar hið fjölskrúðuga úrval blómvanda sem standa neytendum til boða víða; jafnt í stórmörkuðum, sérstökum blómaverslunum og stærri garðyrkju- og blómamörkuðum.
    Blómin frá Espiflöt hafa markað sér stórtan sess á þessum markaði. Fyrirtækið Grænn markaður er dreifingaraðili blómanna en Sveinn og Áslaug eiga hlut í því fyrirtæki. Þangað er svo hægt að sækja þá vöru sem kaupmönnum eða umboðsaðilum þeirra hugnast.
    Hjá Espflöt byrjar dagurinn með því að blómin eru skorin, flokkuð og þau sérpökkuð eftir gæðakerfi; sumt fer í blómabúðirnar og annað í stórmarkaðina.
    Um 70% framleiðslunnar er notað í blandaða blómvendi en það er ein meginbreytingin sem hefur orðið hjá fyrirtækinu og sá hluti framleiðslunnar hefur aukist hvað mest.
    Sala og dreifing er nokkuð árstíðabundin. Stóru tímabilin er í kringum jól, í upphafi Þorra og Góu, páskahátíðin, fermingar, stúdentaútskriftir; sem þýðir að mest er að gera frá desember fram í júní. Val á tegundum og litbrigðum fer eftir árstíðum. Rólega tímabilið er frá júlí fram í nóvember og þá er mesta áherslan lögð á áðurnefnda blandaða blómvendi sem hafa fallið neytendum afskaplega vel í geð.

    Starfsfólk og eigendur
    Sveinn og Áslaug eru menntaðir garðyrkjufræðingar og hafa haldið alfarið utan um rekstur fyrirtækisins frá árinu 1998 þegar Eiríkur og Hulda fluttu af svæðinu eftir 50 ára farsælt starf. Árið 2013 keyptu sig inn í reksturinn sonur þeirra hjóna Axel Sæland, garðyrkju- og íþróttafræðingur og kona hans Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur og þar með er þriðja kynslóð komin inn í reksturinn. Þau Sveinn og Áslaug eru farin að huga að því að njóta ávaxtanna af því sem þau hafa sáð til. Síðustu misserin hafa barnabörn þeirra unnið töluvert í fyrirtækinu og þar með fjórða kynslóðin komin að verki. Að jafnaði eru 18 manns í vinnu hjá Espiflöt. Frá áramótum 2021-2022 tóku Axel og Heiða alfarið við rekstri fyrirtækisins.

    COVID-19
    Vert er að geta þess í framhjáhlaupi að COVID-19 faraldurinn varð til þess að auka sölu á blómum; þvert á það sem þau hjá Espflöt höfðu haldið. Það var nánast gengið út frá því að það þyrfti að draga reksturinn verulega saman en reyndin varð allt önnur. Það var engu líkara en að fólk hefði farið í auknum mæli að gleðja sjálft sig og aðra með blómum á tímum takmarkana. Síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið vart haft undan að selja tilbúna blandaða blómvendi til stórmarkaða.

    Ræktunin
    Framleiðslan er jöfn allt árið um kring þó að komi kippir inn á milli og undir hana þarf 8.000 fm ræktunarrými. Ræktunin er að stórum hluta tölvuvædd og öll stýring á vökvun, áburðagjöf, hitastigi, rakastigi, koltvísýringsmagni og birtustigi er í gegnum tölvuforrit svo það má segja að með hátækni sé verið að skapa ákjósanlegt loftslag fyrir blómaræktun norður á hjara veraldar.
    Garðykrkjustöðin Espflöt er staðsett í Reykholti í Biskupstungum en þar eru kjöraðstæður fyrir ræktun og á öllu svæðinu á sér stað mikil uppbygging.

    Framtíðarsýn
    Fjölskyldan sem hefur heiðrað brautryðjendastarf forfeðranna með því að halda áfram að þróa starfsemina og vinna í anda þess sem lagt var upp með horfir nú björtum augum til framtíðar. Skipulagsbreytingar og stækkun eru framundan því markaðurinn fer sífellt stækkandi. Seint mun falla úr gildi sú fullyrðing að falleg og litskrúðug blóm gleðji mannshjörtun.

  • 2002
    Samantekt úr Ísland 2000, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

Stjórn

Stjórnendur

Espiflöt

Sólbraut 5
806 Selfossi
4868955

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina