Express ehf. er umboðsaðili hraðsendingarfyrirtækisins UPS, Unite Parcel Serivces.
UPS er eitt stærsta hraðsendingarfyrirtæki í heimi og dreifir daglega um 25 milljónum hraðsendinga á heimsvísu. Express ehf. var stofnað 2005 af Þórarni Kjartanssyni og Skúla Skúlasyni og tók félagið við umboði fyrir UPS sama ár. Framkvæmdastjóri félagsins er Skúli Skúlason sem jafnframt situr í stjórn þess en að auki eru í stjórn félagsins þeir Sigþór Skúlason formaður stjórnar og Skúli Þórarinsson meðstjórnandi.
Starfsemin
Í upphafi var megin starfsemi félagsins sala og þjónusta tengd hraðsendingum UPS, þ.e. flokkun og dreifing til móttakanda. En síðan hefur UPS bætt við starfsemi sína í flug- og sjófrakt undir merki UPS SCS sem Express sinnir líka. Einsog áður sagði dreifir UPS um 25 milljónum hraðsendinga á dag á heimsvísu. UPS hefur býður uppá þjónustu í 220 löndum og rekur stór flutningsnet á landi, lofti og sjó. Sérstaða UPS byggir á háu tæknistigi og mikilli sjálfvirkni þar sem megin þorri sendinga er flokkaður vélrænt í háþróuðum flokkunarstöðvum.
Þjónustan
Á fyrstu árum starfseminar voru skjöl og áríðandi sendingar, einsog varahlutir, megin uppistaða í hraðsendingum sem félagið meðhöndlaði. En með breyttu neyslumynstri og netvæðingu hefur hlutfall sendinga frá netverlsunum til einstaklinga aukist til muna. Jafnframt hefur lagerhald innflytjenda og verslana breyst og nýta þessir aðilar sér í auknu mæli það háa þjónstustig sem UPS býður uppá með sínu öfluga flutningsneti. Samhliða áherlsu á aukna sjálvirkni, betri upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini horfir Express til aukinna tækifæra til að draga úr kolefnisspori starfseminnar með tilkomu rafmagnsbíla og eða bíla sem ganga fyrir grænum orkugjöfum en ekki jarðefnaeldsneyti.
Aðsetur og mannauður
Express ehf. hefur aðsetur að Fálkavöllum 7 á Keflavíkurflugvelli þar sem félagið er með skriftofur og vöruafgreiðslu. UPS rekur flokkunar- og dreifingarmiðstöð í Köln í Þýskalandi og daglega dreifir Express undir merkjum UPS hraðsendingum og frakt sem þaðan koma. Hjá félaginu starfa um 35 starfsmenn, þar af 12 í vöruhúsi og dreifingu og 23 við almenn skrifstofustörf, sölu, þjónustu og tollafgreiðslu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd