Eyjafjarðarsveit

  • 2025
    Áhersla á lífsgæði og vöxt
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Eyjafjarðarsveit hefur á undanförnum árum lagt áherslu á uppbyggingu innviða og bætta þjónustu. Árið 2021 voru gerðar breytingar á skipulagi fyrir Vaðlareit með tillögum um baðstað og gufubað, auk áframhaldandi fræðsluverkefna. Sveitarfélagið hefur unnið að stækkun leikskóla og Hrafnagilsskóla, auk viðhalds íþróttamannvirkja og gatnagerðar. Áhersla hefur verið á útivist og umhverfisverkefni, þar á meðal hjóla- og göngustíga og öryggisbætur á vegum. Deiliskipulag fyrir baðstað og hótel við Ytri-Varðgjá hefur verið samþykkt, og verkefni í Garðsárskógi hafa verið sett í framkvæmd. Þróunin endurspeglar markvissa stefnu um að bæta lífsgæði og skapa grunn fyrir fjölgun íbúa.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Innan við Akureyri er hin falda perla, Eyjafjarðarsveit, þar sem Helgi Magri nam land forðum, var þar engin tilviljun að verki. Veðurblíða og frjósamt land einkennir sveitina sem er ein sú gjöfulasta á landinu og um hana liðast hin fagra Eyjafjarðará sem nærir land og dýr og skapar farveg fyrir eitt gjöfulasta mjólkurhérað Íslands sem verndað er af tignarlegri Kerlingu, hæsta fjalli við byggð á Norðurlandi.

    Lanbúnaður
    Landbúnaður er stærsta atvinnugreinin í Eyjafjarðarsveit þar sem rekinn er fjöldi mjólkurbúa. Í sveitarfélaginu er stór hluti allrar mjólkur í landinu framleiddur, þar eru einnig svínabú, hænsnabú, kornrækt, kartöflurækt og fjárbændur. Alls eru í sveitinni um 150 lögbýli sem mörg hver eru í viðamikilli starfsemi og skapa þannig fjölmörg störf og mikil efnahagsleg áhrif fyrir atvinnusvæði Eyjafjarðar. Skógrækt hefur einnig aukist umtalsvert á líðandi árum og hefur nú verið sótt um fjölda nýrra skógræktarreita.

    Byggðin
    Í Eyjafjarðarsveit eru fjölbreytt búsetuúrræði sem blandar saman fjölmörgum kostum dreifbýlis og þéttbýlis. Stórar bújarðir eru víða í sveitinni og byggðin þéttist heldur því nær sem dregur Akureyri. Austan Eyjafjarðarár liggur sveitarfélagið að nágrönnum sínum í norðri, Svalbarðsstrandarhrepp, og er þar óslitin og skemmtileg byggð með glæsilegu útsýni yfir til Akureyrar, út fjörðinn og inn sveitina. Framar í Eyjafjarðarsveit er byggðin umlukin tignarlegum fjöllum og kyrrlátum dölum. Hrafnagilshverfi er stærsti byggðarkjarni sveitarfélagsins. Um 300 íbúar búa þar í námunda við leik- og grunnskóla, tónlistaskóla, íþróttamiðstöð, sundlaug, skrifstofur sveitarfélagsins og glæsilega náttúru sveitar og fjalla í kring. Hrafnagilshverfi er í um 10 mínútna fjarlægð frá Akureyri þangað sem margir íbúar sækja sína vinnu. Hverfið hefur byggst upp jafnt og þétt og hefur uppbygging þess heldur vaxið á síðastliðnum árum. Fjölskyldufólk sækir mikið í hverfið enda hefur Hrafnagilsskóli getið af sér sérlega gott orð.

    Kirstnesspítali
    Kristnesspítali var tekinn í notkun árið 1927 sem berklahæli og gegnir staðurinn því mikilvægu hlutverki í sögu Íslendinga sem svo bersýnilega kemur fram á Hælinu, setur um sögu berklanna sem rekið er við spítalann. Á Kristnesspítala í dag fara fram endurhæfingar og öldrunarlækningar Sjúkrahússins á Akureyri og er spítalinn því fjölmennasti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu.

    Ferðaþjónusta
    Í Eyjafjarðarsveit er fjölbreytt og skemmtileg flóra samheldinna ferðaþjónustuaðila sem allir bjóða uppá persónulega og góða þjónustu. Afþreying, gisting, matur og vellíðan er að leiðarljósi höfð í ferðaþjónustu á svæðinu. Margir reka sína ferðaþjónustu sem hliðarbúgrein og eru sum þeirra öflug fyrirtæki eins og Jólagarðurinn, Kaffi Kú og Lamb Inn.

Stjórn

Stjórnendur

Eyjafjarðarsveit

Skólatröð 9
605 Akureyri
4630600

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina