Fagtækni hf

2022

Fagtækni ehf. sérhæfir sig í alhliða hönnun og uppsetningu á tölvu- og rafmagnskerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið var stofnað árið 1990 og starfaði fyrstu árin undir nafni Matthíasar Sveinssonar, eiganda og stofnanda þess en því var breytt í einkahlutafélag árið 1995 og fékk þá nafnið Fagtækni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Eiríkur Jóhannsson, rafmagnstæknifræðingur.

Starfsemin
Í byrjun var fyrirtækið eingöngu í því að hanna og leggja raflagnir, en um leið og tölvukerfi fóru að verða til sáu þeir möguleika þar og eru nú leiðandi á sviði uppsetninga á tölvulagnakerfum.Fagtækni býður upp á heildarlausnir sem felast í því að allar teikningar, verkáætlanir og kostnaðaráætlanir eru gerðar hjá fyrirtækinu á sviði raflagna og sérkerfa.
Fagtækni hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að mæta öllum þörfum viðskiptavina þegar kemur að heildarlausnum í hönnun og uppsetningu tölvu- og raflagna ásamt sérlausnum. Sú áherslubreyting varð síðan hjá Fagtækni að í stað þess að ljúka uppsetningu rafkerfa og fara frá verkinu að því loknu eins og oft tíðkast hjá rafverktökum bjóða þeir upp á þjónustu sína áfram með gerð þjónustusamninga sem er ótvíræður kostur fyrir verkkaupann.
Fagtækni hefur tekið að sér verkefni sem aðalverktaki og haft yfirumsjón og stýringu á undirverktökum í byggingaframkvæmdum. Á þeim 26 árum sem Fagtækni hefur verið starfandi hefur fyrirtækið verið svo lánsamt að vinna ýmis verkefni með framsæknustu fyrirtækjum Íslands og þetta hefur skapað gríðarlega sérþekkingu og reynslu innan fyrirtækisins.

Gæðakerfi
Fagtækni vinnur eftir eigin gæðakerfi, fyrirmynd að því kerfi er Handbók fyrir fyrirtæki sem ætla að taka upp vottað ISO9001 gæðakerfi og er stefnan tekin að ISO9001 vottuðu gæðakerfi. Öll vistun gagna og meðferð tölvupósts er eftir gæðakerfinu ásamt samskiptum við Neytendastofu og Orkuveitur. Verklag er gert skýrara og ákveðnara með verklagsreglum ásamt eyðublöðum fyrir prófanir og úttekt eigin verka. 

Starfsfólk
Mikil áhersla er lögð á endur- og símenntun starfsfólks fyrirtækisins sem er um 20 manns og stöðugt er verið að senda fólk á námskeið bæði utan lands og innan.

Framtíðarsýn
Hvað framtíðina snertir mun Fagtækni kappkosta að vinna áfram af fullum heilindum fyrir viðskiptavini sína og munu ávallt bjóða bestu hugsanlegu lausnina í hverju máli, hvort sem um er að ræða hönnun, teikningu eða heildarlausn á raflagnakerfum og þjónustu með þjónustusamningum við kerfin eftir að þau hafa verið sett upp.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd