Farice

  • 2025
    IRIS og uppfærslur tryggja öryggi netsins
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Á undanförnum árum hefur Farice lagt áherslu á að styrkja fjarskiptainnviði Íslands með nýjum sjóköplum og tæknilegum uppfærslum. Árið 2021 var undirritaður samningur um byggingu IRIS-sjókapals, sem tengir Ísland við Galway á Írlandi og býður upp á mikla flutningsgetu. Framkvæmdir hófust árið 2022 og lauk með formlegri tengingu í nóvember sama ár. IRIS var tekið í notkun í mars 2023 og bætir við öryggi og afkastagetu ásamt eldri sjóköplum, FARICE-1 og DANICE. Samhliða þessu hefur Farice innleitt háþróaða tækni frá Ciena til að tryggja stöðugleika og hraða í gagnaflutningi.

    Árið 2024 var FARICE-1 uppfærður með nýjum búnaði og tengipunktum til að auka áreiðanleika og þjónustu. Fyrirtækið hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum, þar á meðal undirbúningi fyrir pan-Arctic sjókaplasamstarf sem mun tengja Ísland við Norður-Ameríku og Asíu. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar hefur rekstur Farice haldist stöðugur, með traustu framboði og án bilana, sem tryggir örugga nettengingu milli Íslands og Evrópu.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Hlutafélagið Farice ehf. var stofnað formlega í 12. september 2002 af nokkrum fjarskipta-fyrirtækjum á Íslandi og í Færeyjum ásamt íslenska ríkinu til lagningar sæstrengs. Eigandi Farice ehf. árið 2020 er íslenska ríkið sem heldur á 100% hlut í félaginu. Sæstrengurinn fékk nafnið FARICE-1 og fyrirtækið dró nafn sitt af strengnum. Strengurinn var lagður sumarið 2003 og var formlega tekinn í notkun í janúar 2004. Árið 2009 lagði fyrirtækið DANICE sæstrenginn til Danmerkur. Cantat-3 sæstrengurinn var þá orðinn of lítill í afkastagetu til að sinna þörfum Íslands og DANICE tekur við hans hlutverki. Þorvarður Sveinsson er framkvæmdastjóri félagsins, Örn Orrason er yfirmaður sölu- og viðskiptaþróunar og Örn Jónsson er tæknistjóri fyrirtækisins.

    Vinnulag og framleiðsluferli
    Farice er ábyrgt fyrir því að Ísland sé tengt við umheiminn og skal tryggja bæði nægilega afkastagetu og háan uppitíma. Á starfstíma Farice hefur Ísland aldrei misst samband við umheiminn og uppitími strengjanna100%.

    Skipulag og sérstaða
    Þótt Farice sé ekki eina fyrirtækið (Tele Greenland einnig) sem býður útlandasambönd til og frá Íslandi þá er Farice eina félagið sem býður útlandasambönd til Evrópu. Að selja og þjónusta útlandasambönd er það eina sem Farice gerir og það er sérstaða Farice. Þetta hlutverk var áður í höndum ríkissímafélaga víða um heimsem á flestum stöðum hafa horfið eða verið einkavædd í samkeppni og leggja ekki sæstrengi lengur.

    Framtíðarsýn
    Farice vinnur að undirbúningi þriðja sæstrengsins til Íslands í sinni eigu og hefur sá strengur hlotið nafnið IRIS. Fyrirhugað er að hann komi í land á suðvesturhorni landsins og nemi land á Galway Írlandi. Þjónusta Farice um IRIS mun ná til Dublin frá afhendingarstöðum á Íslandi sem verða nokkrir. IRIS mun auka öryggi fjarskiptasambanda við útlönd umtalsvert eða tífalda afhendingaröryggið.

    Mannauður og starfsmannafjöldi
    Stöðugildi við Farice eru 7. Stjórnendur eru þrír eins og áður sagði og að auki starfa þrír við tæknirekstur og einn aðili við fjármál. Þjónustueftirlit (e. NOC) er úthýst til Mílu, dótturfyrirtæki Símans, en þar er vakt 24 tíma á sólarhring á kerfinu og samskipti við viðskiptavini varðandi tilkynningar um rekstartruflanir. Menntun starfsmanna Farice er á sviði rafmagnsverkfræði, -tæknifræði, rafeindavirkjunar og viðskiptafræði.

    Velta og hagnaður
    Farice veltir um 1,5-1,8 milljarði ISK á ári (1,2 M€). Félagið er rekið á viðskiptalegum forsendum en rekstraráherslur eru á öryggi og sjálfbæra endurnýjun fjarskiptastrengsins. Félagið er sjálfbært í dag og er frá árinu 2019 að fullu fjármagnað af ríkinu með bæði hlutafé og láni. Tekjur félagins eru að stærstum hluta upprunnar frá Íslandi, frá fjarskiptafélögum og gagnaverum en félagið sinnir einnig þjónustu fyrir viðskiptavini frá Grænlandi og Færeyjum.

  • 2012
    Samantekt úr Ísland 2010, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Hlutafélagið Farice var stofnað í september 2002 með það að markmiði að tryggja markaðsskilyrði sem nauðsynleg voru til þess að fjármögnun og rekstur nýrrar alþjóðlegrar ljósleiðaratengingar fyrir Ísland og Færeyjar gæti orðið að veruleika. Sæstrengur með ljósleiðara var lagður árið 2003 og hófst notkun hans í janúar 2004. Þá fyrst varð til tvöföld ljósleiðaratenging til og frá Íslandi en CANTAT-3 strengurinn hafði verið í notkun frá 1994. Mun fullkomnari tækni er á FARICE-1 og því jókst áreiðanleiki fjarskiptasambands við umheiminn verulega.

    Á árunum 2005 og 2006 hófst umræða um nýjan sæstreng þar sem nokkrar bilanir höfðu orðið á CANTAT-3 auk þess sem brotalamir höfðu verið í framhaldssambandi tengdu FARICE-1 í Bretlandi. Á þeim tíma hófust einnig umræður um að Ísland væri fýsilegur kostur fyrir gagnaver en ein aðalforsenda til þess að slík starfsemi hæfist á Íslandi voru að tveir nútímalegir sæstrengir væru til Íslands en CANTAT-3 taldist ekki til þess, ekki síst vegna lítillar flutningsgetu hans. Árið 2006 hófst undirbúningur nýs sæstrengs til meginlands Evrópu með skipun starfshóps á vegum samgönguráðherra er gera skyldi tillögu um hvernig tryggja mætti öryggi fjarskipta Íslands í næstu framtíð. Niðurstaðan varð sú að ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögu samgönguráðherra í desember 2006 að hefja undirbúning að því að nýr sæstrengur yrði lagður til meginlands Evrópu. Þá hafði CANTAT-3 strengurinn m.a. verið slitinn í nokkrar vikur. Málið færðist svo á forræði Farice og eftir miklar vangaveltur var ákveðið að nýr sæstrengur yrði lagður og kæmi á land í Danmörku og fékk nafnið DANICE. Notkun hans hófst í október 2009 og má því segja að þá hafi einnig verið lagður grunnur að mögulegum gagnaveraiðnaði á Íslandi.

    Grænlendingar lögðu sæstreng til Íslands og Kanada sem tekinn var í notkun 2009. Strengurinn kemur á land í landtökustöð Farice fyrir DANCIE og hefur Farice ákveðið pláss til ráðstöfunar á strengnum til Kanada sem er hugsað sem varasamband fyrir Ísland. Slökkt var á CANTAT-3 í desember 2010 og má því segja að frá árinu 2009 sé Farice að fullu ábyrgt fyrir fjarskiptasambandi Íslands við umheiminn.

    Fyrstu ár Farice var eignarhlutur Íslendinga 80% og Færeyinga 20%. Íslenski hlutinn skiptist þannig að 53% voru í eigu ríkissjóðs, Síminn átti 37% og Vodafone 11%. Síðari hluta ársins 2007 bættust síðan orkuveitufyrirtækin Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja í hluthafahópinn. Í dag eru hluthafar félagsins aðeins þrír og allir íslenskir. Ríkissjóður á 30%, Landsvirkjun 29% og Arionbanki 41% sem tengist fjárhagslegri endurskipulagningu sem gerð var á fyrirtækinu á árinu 2010 og 2011.

     

Stjórn

Stjórnendur

Farice

Smáratorgi 3
201 Kópavogi
5859700

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina