Fasteignamarkaðurinn ehf. hefur verið meðal þekktustu fasteignasala landsins í áratugi og haldið stöðugri starfsemi á Óðinsgötu í Reykjavík. Undanfarin fimm ár hefur fyrirtækið lagt áherslu á fagmennsku og traust í þjónustu, með reynslumiklu teymi þar sem löggiltir fasteignasalar mynda kjarnann. Á þessum tíma hefur félagið verið álitinn áreiðanlegur samstarfsaðili í fasteignaviðskiptum og hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki, sem endurspeglar góða rekstrarhæfni og sterka stöðu á markaði. Fasteignamarkaðurinn hefur einnig haldið áfram að byggja upp tengsl við einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila, og verið virkur þátttakandi í þróun fasteignamarkaðarins.
Árin 2023–2024 hélt Fasteignamarkaðurinn ehf. áfram að starfa sem eitt af traustustu og rótgrónustu fyrirtækjum fasteignamarkaðarins á Íslandi. Reksturinn einkenndist af fagmennsku, sterkri stöðu í sölu verðmætra eigna og stöðugu starfsfólki með mikla reynslu. Þrátt fyrir sveiflur á fasteignamarkaði á þessum árum, hélt fyrirtækið áfram að vera sýnilegt og virkt, með fjölbreytt framboð eigna og áframhaldandi sterka markaðsstöðu.
Jón Guðmundsson og Guðmundur Th. Jónsson ásamt starfsfólki, nöfn starfsmanna sem standa á milli Jóns og Guðmundar eru: Gísli Guðfinnsson, Hallveig Guðnadóttir, Elín Guðmundsdóttir, Úlfar Jóhannsson og Sigríður Kjartansdóttir.
Jón Guðmundsson og Guðmundur Theodór Jónsson.
Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4, Reykjavík.
Fasteignamarkaðurinn er ein af eldri starfandi fasteignasölum landsins en reksturinn hefur staðið óslitið í hartnær 40 ár. Á þessum tíma hefur Fasteignamarkaðurinn áunnið sér gott orðspor fyrir trausta og góða þjónustu og er ein af þekktari fasteignasölum í dag.
Fasteignamarkaðurinn hóf starfsemi 2. maí árið 1982 að Óðinsgötu 4 í Reykjavík og hefur verið þar til húsa allar götur síðan. Stofnendur Fasteignamarkaðarins voru hjónin Jón Guðmundsson lögg. fasteignasali og Ásdís Þórðardóttir lögg. fasteignasali. Jón hafði þá starfað í 10 ár við fasteignasölu hjá Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á Íslandi. Ásdís féll frá langt um aldur fram árið 1991 og fljótlega eftir það kom Guðmundur Theodór sonur þeirra inn í reksturinn og eru þeir feðgar eigendur Fasteignamarkaðarins ehf. í dag.
Mannauður
Starfsfólk Fasteignamarkaðarins hefur um mörg undanfarin ár talið 7 manns auk sendils í hlutastarfi, þar af 5 löggiltir fasteignasalar. Starfsfólkið býr yfir yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu á öllum hliðum fasteignaviðskipta og hefur reksturinn í höndum þess skilað miklum og góðum árangri.
Jón Guðmundsson hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á fasteignamarkaði hvar hann hefur starfað í hartnær hálfa öld. Jón hefur tíðum verið dómkvaddur matsmaður í fjölda dómsmála sem varða fasteignaviðskipti og auk þess setið sem meðdómandi í fjölda slíkra mála við héraðsdómstóla. Jón sat í stjórn Félags fasteignasala í 9 ár og þar af 6 ár sem formaður félagsins við góðan orðstýr.
Fyrirmyndarfyrirtæki
Fasteignamarkaðurinn ehf. hefur verið valinn í hóp “Fyrirmyndarfyrirtækja í rekstri” af Creditinfo og erum við mjög stolt af þeim árangri sem náðst hefur í rekstrinum frá því að verulega dró saman í sölu fasteigna árið 2008 í kjölfar “efnahagshrunsins” og hefur velta fyrirtækisins aftur aukist jafnt og þétt allt frá þeim tíma.
Einkunnarorð
Einkunnarorð Fasteignamarkaðarins ehf. eru „í traustum höndum í áratugi” og logo fasteignasölunnar hefur vakið mikla athygli fyrir fallega hönnun en það mótar mynd af höndum sem halda utan um og mynda hús.
Viðskiptin
Fasteignamarkaðurinn hefur á starfstíma sínum aflað fjölda viðskiptasambanda og eru viðskiptavinir fasteignasölunnar allt frá einstaklingum og fyrirtækjum yfir til opinberra stofnana, banka og sveitarfélaga. Fasteignamarkaðurinn hefur í gegnum tíðina fjallað um mörg af stærstu fasteignaviðskiptum hvers tíma, þ.m.t. sölu og leigu stórs atvinnuhúsnæðis og sölu mjög umfangsmikils byggingarréttar undir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Rekstrarumhverfi
Frá því að Fasteignamarkaðurinn ehf. var stofnaður hefur mjög margt breyst í rekstrarumhverfi viðskipta með fasteignir. Á fyrstu árum starfseminnar voru lýsingar eigna handskrifaðar og geymdar í möppum og kaupsamningar útbúnir með ritvélum og með kalkípappír. Fyrir um 30 árum síðan varð svo bylting í þessum efnum þegar tölvurnar komu til sögunnar og var Fasteignamarkaðurinn ein fyrsta fasteignasalan til að taka þá tækni í sína þjónustu.
Traustur grunnur
Fasteignaviðskipti eru jafnan stærstu viðskipti sem fólk á í um ævina þar sem aleiga er jafnan undir í viðskiptunum auk mikilla skuldbindinga til langrar framtíðar. Í ljósi þess er hyggilegt að að leita til fasteignasölu sem byggir viðskipti sín á traustum grunni, mikilli reynslu og hefur vönduð vinnubrögð að leiðarljósi eins og við á Fasteignamarkaðinum ehf. höfum tileinkað okkur í okkar rekstri.
Fasteignamarkaðurinn ehf
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina