Fold fasteignasala ehf. var stofnuð af Viðari Böðvarssyni og fjölskyldu hans í júlí 1994. Viðar hafði þá að baki fjórtán ára starfsreynslu í fasteignaviðskiptum og af rekstri fasteignasölu. Á þeim árum sem liðin eru frá því að fasteignasalan hóf starfsemi hefur hún haslað sér völl á íslenskum fasteignamarkaði.
Starfsemin
Rekstur nútíma fasteignasölu hefur á síðustu árum krafist vel menntaðs starfsfólks til að þjónusta viðskiptavini á traustan og fagmannlegan hátt. Á sama tíma hefur tæknivæðing stóraukist svo og allt sem snýr að lagalegum kröfum sem gerðar eru til fasteignasala. Af þessu leiðir að sífellt eru gerðar meiri kröfur til fagkunnáttu starfsfólksins.
Starfsfólk Foldar er vel menntað og reynslumikið. Viðar Böðvarsson, framkvæmdastjóri er viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali. Sölumenn eru allir löggiltir fasteignasalar eða í námi til löggildingar og skjalagerð er einnig í höndum löggilts fasteignasala. Fjármálastjóri fyrirtækisins er viðskiptalögfræðingur og löggiltur fasteignasali.
Fasteignasala er atvinnugrein sem nauðsynlegt er að byggi á traustum og öruggum vinnubrögðum því miklir hagsmunir eru í húfi hjá viðskiptavinum. Um leið þurfa fasteignasölur að vera framsæknar, opnar fyrir nýjungum í auglýsingum og kynningu eigna, auk margs annars sem að viðskiptunum snýr. Traust og örugg þjónusta á öllum sviðum fasteignaviðskipta er aðalsmerki Foldar sem hefur og mun hafa fagmennsku í fyrirrúmi í stefnumótun sinni.
Nýjungar
Fold hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði með því að innleiða ýmsar nýjungar sem síðan hafa rutt sér til rúms í nútímalegri fasteignasölu. Þannig hefur fyrirtækið frá byrjun tekið þátt í þeirri tækniþróun sem tengist kynningu fasteigna á veraldarvefnum og á samfélagsmiðlum.
Skýr verkaskipting er á milli starfsmanna fasteignasölunnar sem vinna eftir gæðastjórnunarkerfi. Með tíðum fundarhöldum er leitast við að tryggja að allt ferli viðskiptanna gangi snurðulaust fyrir sig og að staða hvers verkefnis sé ávallt skýr. Þessir þættir, það er tækni og skipulag, eiga án efa eftir að þróast og breytast mikið á næstu árum og mun Fold taka þátt í þeirri þróun og halda áfram að vera leiðandi í fasteignaviðskiptum. Fasteignasalan hefur á síðustu árum aukið umsvif í leigumiðlun, bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Aðsetur
Árið 2017 flutti Fold af Laugavegi 170 í eigið húsnæði í Sóltúni 20 eftir að hafa frá stofnun fyrirtækisins leigt húsnæði í gamla Hekluhúsinu í tæp 23 ár. Nýja húsnæðið var skipulagt að þörfum fasteignasölunnar með aðstoð Berglindar Berndsen innanhússarkitekts og þykir vel hafa tekist til. Það fer vel um starfsfólk og viðskiptavini í björtu og nýtískulegu umhverfi og hefur flutningurinn haft góð áhrif á viðskiptin enda næg bílastæði við húsið.
Fasteignasalan Fold ehf., 590794-2529, er virt fyrirtæki á íslenskum fasteignamarkaði. Traust og örugg þjónusta á öllum sviðum fasteignaviðskipta er aðalsmerki fyrirtækisins sem hefur heiðarleika og fagmennsku í fyrirrúmi í stefnumótun sinni. Fyrirtækið var stofnað 1994 af Viðari Böðvarssyni viðskiptafræðingi og fjölskyldu hans. Viðar hefur starfað við fasteignasölu í rúm 30 ár og Fold hefur frá upphafi verið til húsa í björtu og rúmgóðu húsnæði að Laugavegi 170 í Reykjavík.
Fyrirtækið er nú sem fyrr leiðandi á sínu sviði og fylgist vel með nýjungum á sviði markaðssetningar og tækninýjunga. Fold kynnir eignir sínar erlendis í samstarfi við fyrirtækið Sardius, http://sardius.com/, sem tengir fasteignakaupendur fasteignasölum víðsvegar um heiminn. Núverandi starfsmenn Foldar eiga flestir að baki langan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Í fyrirtækinu eru starfandi þrír löggiltir fasteignasalar og einn viðskiptalögfræðingur. Fold hvetur starfsfólk sitt til að sækja námskeið og mennta sig til að tryggja faglega þjónustu við viðskiptavini.
Skýr verkaskipting er milli starfsmanna sem vinna eftir gæðastjórnunarkerfi. Með tíðum fundahöldum er leitast við að tryggja að allt ferli viðskiptanna gangi snurðulaust fyrir sig og að staða hvers verkefnis sé ávallt skýr.
Starfsmenn Foldar gera sér af og til dagamun og halda í árvissar hefðir. Þá hafa starfsmenn á liðnum árum farið í helgarfeðir til útlanda með mökum og hafa þær verið mjög vel heppnaðar. Árið 1999 var hljómsveitin Los Angeles stofnuð innan fyrirtækisins af þremur starfsmönnum Foldar. Hljómsveitin lifir enn góðu lífi með dyggri aðstoð frábærra tónlistarmanna. Hljómsveitin hefur meðal annars gefið út geisladisk með tíu lögum, þar af sex frumsömdum. Hægt er að hlusta á lögin og hlaða niður á www.gogoyoko.com með því að slá „Los Angeles“ inn sem leitarorð. Hljómsveitin var árið 2008 ein af sex evrópskum fyrirtækjahljómsveitum sem léku á hljómleikum í The Venue í London en áður hafði hljómsveitin verið valin úr fjölda umsækjanda til að taka þátt í Fortunes Magasine „Battle of the corporate Bands“.
Fasteignamarkaðurinn gekk í gegnum miklar hremmingar árið 2008 og dró verulega úr veltu á fasteignamarkaði. Fold brást við þessu með því að sýna aðhald í rekstri, án þess þó að draga á nokkurn hátt úr þjónustu við viðskiptavini. Velta hefur aukist á nýjan leik ár frá ári, og frá 2008 hefur velta hvers árs verið meiri en árið á undan.
Áhættumat Foldar er í 1. flokki skv. skráningu Credit Info sem þýðir að fyrirtækið er metið framúrskarandi öruggt og áhættulítið. Þetta er betra CIP-áhættumat en hjá 99% fyrirtækja innan atvinnugreinarinnar og erum við á Fold stolt af þessum góða árangri. Fold hefur um árabil stutt ABC hjálparstarf og þá óeigingjörnu vinnu sem þar er unnin. Styrkurinn miðast við að ákveðinn hluti sölulauna rennur beint til vinafélags ABC sem sér um rekstur ABC.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd