Fasteignasalan Hákot

2022

Fasteignasöluna Hákot stofnuðu hjónin Daníel Rúnar Elíasson og Kristrún Halla Ingólfsdóttir sumarið 1993 og opnuðu hana formlega föstudaginn 23. júlí. Daníel fékk löggildingu sama ár en áður hafði hann unnið í banka í 14 ár. Fasteignasalan Hákot fagnaði 25 ára afmæli árið 2018. Hákot var fyrst um sinn til húsa að Kirkjubraut 17 á Akranesi, en skömmu síðar sameinuðu Fasteignasalan Hákot og Fasteignasalan Berg (eigandi hennar var Erna Eyjólfsdóttir) sínar fasteignasölur, undir nafninu Fasteignasalan Hákot. Flutti Hákot við sameininguna að Skólabraut 21 en nokkru síðar lá leiðin á efri hæð gamla vinnustaðar Daníels að Kirkjubraut 28. Árið 2007 var fest kaup á húsnæði í nýbyggingu að Kirkjubraut 12 og þar er Hákot enn staðsett í dag. Daníel og Halla keyptu Ernu útúr rekstrinum árið 2017 og reka fyrirtækið ein í dag. Í dag eru tveir starfsmenn hjá Hákoti, Daníel löggiltur fasteignasali og Hrefna dóttir Daníels sem fékk löggildingu í júní árið 2019. Á fasteignasölunni er mjög flott safn málverka til sýnis og eru þau öll máluð af Skagamönnum, flest verkin eru af gömlum húsum sem hafa verið rifin eða fjarlægð. Fólk hefur sérlega gaman af því að rifja upp gamla tíma við skoðun á málverkunum.

Þá og nú
Ef við horfum til baka um 25 ár hvernig hefur starf fasteignasala breyst? „Starfið er svipað í grunninn en umfang starfsins er töluvert meira í dag. Það er mun meiri hreyfing á fasteignamarkaðnum og meira um nýbyggingar núna en fyrir 25 árum. Tæknin hefur líka breytt starfinu mikið. Internetið spilar þar stórt hlutverk því fyrir 25 árum var ekkert slíkt,“ segir hann og minnist þess þegar þau prentuðu út bæklinga og dreifðu í hús til að auglýsa eignir á söluskrá sinni. Í dag notum við aðallega internetið til að auglýsa eignir á söluskrá okkar. Þeir miðlar sem við notum eru fasteignir.is, mbl.is og okkar eigin heimasíða, hakot.is ásamt því að vera á samfélagsmiðlunum, Facebook og Instagram.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd