Þingholt fasteignasala

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Fasteignasalan Þingholt hefur starfað á íslenskum fasteignamarkaði síðan árið 1976 og er ein af elstu og þekktustu fasteignasölum landsins. Fasteignasalan Þingholt þjónustar viðskiptavini bæði innanlands og í útlöndum og hefur um margra ár skeið sérhæft sig í sölu fasteigna hér á landi og í Florida USA.
    Um þessar mundir erum við í samstarfsviðræðum við erlendra aðila í Asíu og Suður-Ameríku og einnig erum að vinna í því að stækka okkar markaðshluta innanlands og á sama tíma að fá til sölu eignir frá Bretlandseyjum, Spáni og Portúgal.

    Eigendur og starfsfólk
    Núverandi eigendur fyrirtakisins eru Harald M. Karlsson og Jón Óli Jónsson löggiltir fast-eignasalar. Harald er meðlimur í félagi fasteignasala og er með próf í lögfræði frá háskólum í Plymouth og University College London.
    Starfsfólk Þingholts býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta.

    Helstu viðskiptavinir
    Meðal viðskiptavina fyrirtækisins má nefna einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, banka, sparisjóði, hið opinbera og sveitarfélög. Stærstu verkefni fyrirtækisins eru sala á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og verðmöt á fasteignum. Fyrirtækið veitir alhliða þjónustu við kaup og sölu fasteigna og eru starfsmenn fyrirtækisins einnig ensku-, frönsku- og þýskumælandi.

    Aðsetur
    Árið 2021 voru höfuðstöðvar Þingholts fluttar í núverndi húsnæðið okkar að Ármúla 36 í Reykjavík.

    Fasteignaviðskipti byggja á trausti – það er okkar lykilorð.

Stjórn

Stjórnendur

Þingholt fasteignasala

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina