Fastland er framsækið bókhalds fyrirtæki sem sinnir öllum hliðum fjármála fyrir atvinnurekstur. Starfsfólk Fastlands leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu og upplýsingagjöf til að styðja við rekstur viðskiptavina. Mottó fyrirtækisins er að hugsa af alúð um viðskiptavini sína svo þeir geti áhyggjulausir hugsað um það sem þeir gera best. Fastland var stofnað í mars árið 2009 af Silju Dögg Ósvaldsdóttur. Í október 2009 var svo starfsmaður númer tvö ráðinn, Hlín Hlöðversdóttir. Á þessum 11 árum frá stofnun fyrirtæksins hefur þjónustan þróast, þjónustuþáttum fjölgað og starfsemin vaxið til muna. Fyrsta árið deildi fyrirtækið skrifstofu með Visitor ferðabókunarþjónustu og var þá starfsemin í 60 fermetra húsnæði. Nú er starfsemin í 400 fm með 13 starfsmönnum ásamt því að einn endurskoðandi hefur starfsemi inni í fyrirtækinu. Nánast allir stafsmenn fyrirtækisins hafa annaðhvort viðskiptafræðimenntun eða hafa fengið löggildingu sem viðurkenndir bókarar. Framkvæmdastjóri er Silja Dögg Ósvaldsdóttir og Valgeir Magnússon er stjórnarformaður.
Þjónusta
Viðskiptavinir Fastlands nýta sér mismundandi leiðir í samstarfinu. Fastland sér um laun og skilagreinar, fjárhagsbókhald, skattskil, ársreikningagerð, greiðsluþjónustu, reikningagerð, VSK uppgjör og að gert stofnpappíra fyrir stofnun fyrirtækja. Einnig getur Fastland tekið að sér fulla endurskoðun fyrirtækja. Hjá Fastlandi er viðmótið gagnvart viðskiptavinum á annan hátt en gengur og gerist hjá bókhalds- og endurskoðunarfyrirtækjum.
„Það sem okkur hefur fundist skipta mestu máli er að tala mannamál við okkar viðskiptavini og leysa hratt og örugglega úr þeirra málum. Það hefur enginn áhuga á að hlusta á sérfræðinga tala í frösum sem enginn skilur eða hefur áhuga á. Einnig að það séu alltaf sömu einstaklingarnir sem viðskiptavinir okkar eru í samskiptum við, þá sem vinna verkin. Þannig vinnst þetta best og fólk finnur að það getur treyst því að allt verði í lagi. Það getur orðið mjög dýrt ef mistök eru gerð í okkar bransa, því er nauðsynlegt að vanda sig og sinna öllum verkefnum af alúð. Fólk vill láta hugsa um sig en ekki skamma sig. Þannig nálgumst við verkefnin.” Segir Silja Dögg Ósvaldsdóttir framkvæmdarstjóri um það hvernig fyrirtækið sker sig úr. „Við leggjum mikið upp úr persónulegum samskiptum og höfum metnað fyrir því að þjóna okkar viðskiptavinum hratt og vel. Fyrir viðskiptavininn er það mikilvægur þáttur í að geta treyst því að öllu sé skilað á réttum tíma og að allar kröfur opinberra aðila séu uppfylltar fumlaust.“
Aðsetur og rekstur
Fastland hefur alla tíð verið á Höfðabakka 9 og hefur á þeim tíma frá því fyrirtækið var stofnað flutt frá 3. hæð upp á 6. hæð og svo stækkað við sig húsnæðið þar. Einnig hefur reksturinn vaxið um rúmt stöðugildi árlega, öll árin sem það hefur verið starfrækt. Viðskipti hafa einnig jafnt og þétt vaxið og hefur reksturinn 15 faldast í veltu á síðastliðnum 10 árum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd