Faxaverk

2022

Verktakafyrirtækið Faxaverk ehf. var stofnað árið 2001 af Halli Ólafssyni og Sighvati Rúnars-syni. Þeir feðgar höfðu starfað í yfir 20 ár við jarðvinnu í stórum sem smáum verkefnum.

Starfsemin
Frá stofnun Faxaverks hefur fyrirtækið tekið að sér fjölbreytileg verkefni. Gatnagerð, stígagerð, grunnar og bílaplön eru meðal verkefna fyrirtækisins. Forsenda fyrir því að geta tekið að sér krefjandi verkefni í jarðvinnu er fyrst og fremst góður mannafli studdur af öflugum tækjakosti.  Þjálfun og reynsla starfsmanna skilar sér í góðu verki. Einnig hefur Faxaverk kappkostað við að beita fullkomnum og kraftmiklum vinnuvélaflota í öllum sínum verkum, enda er það forsenda til að takast á við stór og flókin verk.

Umhverfisstefna
Faxaverk hefur frá upphafi haft þá ófrávíkjanlegu reglu að framkvæmd hvers verkefnis hafi eins lítil áhrif á umhverfið og frekast er kostur.  Því hefur verið virk umhverfisstefna frá stofnun fyrirtækisins og kappkostað að tækjabúnaður/vinnutæki standist kröfur um mengunarvarnir.  Náttúruvernd er okkur mikilvæg.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd