Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) var stofnað 1932 og er í dag stærstu frjálsu neytenda-samtök landsins með um 18 þúsund félaga. FÍB er hagsmunafélag bifreiðaeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Félagið fylgist með samráðsgátt stjórnvalda og setur inn ályktanir og athugasemdir ef þurfa þykir. FÍB veitir hagnýta tækni- og lögfræðiráðgjöf og fjölbreytta þjónustu til félagsmanna. FÍB er aðili að FIA alþjóðasamtökum bifreiða- og ferðafélaga. Samstaða bifreiðaeigenda í einu neytendafélagi eflir og styrkir áhrifamátt þeirra.
FÍB félagsmenn hafa aðgang að FÍB Aðstoð vegaþjónustu 365 daga ársins
FÍB Aðstoð er með sólarhringsvakt alla daga ársins og svarar í síma 5 112 112. FÍB Aðstoð er aðgengileg í öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins.
Rafmagn
Ef bíllinn verður straumlaus er veitt aðstoð við að koma bílnum í gang.
Eldsneyti
Ef bíllinn er eldsneytislaus fæst aðstoð og brúsi með 5 lítrum af bensíni eða dísilolíu. Nóg til að komast á næstu bensínstöð.
Dekk
Ef dekk springur og dekkjaskipti eru vandamál, t.d. ef vantar tjakk eða felgulykil, kemur aðstoðin til hjálpar við að skipta.
Dráttarbíll
Félagsmaður á rétt á einum dráttarbíl frítt á aðildarári í dagvinnu innan þjónustusvæðis. Ef þjónusta dráttarbíls er veitt utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður yfirvinnuálag.
Hleðsluflutningur
Verði rafbíllinn straumlaus þá geta FÍB félagar fengið bílinn fluttan að næstu hleðslustöð eða að heimili félagsmanns, eftir því hvort er nær. Ef rafbíll er fluttur utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður yfirvinnuálag. Starfsmenn FÍB Aðstoðar veita einnig ráðgjöf ef koma þarf biluðu ökutæki til þjónustu- eða fagaðila.
Tæknimaður FÍB
veitir félagsmönnum aðstoð og ráðgjöf varðandi bifreiðatæknileg atriði, svo sem um viðgerðarkostnað, gæði viðgerða og varahluta, galla í nýjum bifreiðum o.fl.
Lögfræðiráðgjafi FÍB
er sérfróður um algengustu vandamál varðandi galla eða svik í bifreiðaviðskiptum, ófullnægjandi viðgerðum og sakarskiptingu við tjónauppgjör.
Lögfræðingur FÍB
tekur ekki að sér málarekstur heldur veitir ráðgjöf.
Eldsneytisafsláttur
hjá Atlantsolíu. Með dælulykli fá FÍB félagar 16 krónur í afslátt af lítraverði eldsneytis á dælustöðvum AO og 18 krónur ef teknir eru 150 lítrar eða meira á mánuði. Undanskildar eru þær stöðvar AO sem eru með fastan afslátt.
Afslættir og sérkjör af vörum og þjónustu
FÍB rekur öflugan afsláttarklúbb sem skilar félagsmönnum ríkulegum hlunnindum og sparnaði um land allt. FÍB félagar hafa einnig aðgang að einum öflugasta afsláttarklúbbi heims Show your Card!. Tugþúsundir fyrirtækja og þjónustuaðila gefa afslátt.
Þjónustuskrifstofa og vefverslun FÍB
er við Skúlagötu 19, 101 Reykjavík. FÍB selur ýmsar öryggis- og ferðavörur með verulegum afslætti til félagsmanna. Starfsfólk félagsins veitir félagsmönnum fjölþættar upplýsingar varðandi eign og rekstur heimilisbílsins auk fræðslu um ferða- og samgöngumál.
Federation Internationale de l´Automobile – FIA
FÍB er aðili að FIA, alþjóðasamtökum bifreiða- og ferðafélaga. FÍB og önnur bifreiða-eigendafélög víða um heim hafa með sér gagnkvæma samvinnu varðandi margs konar aðstoð og fyrirgreiðslu við félagsmenn á ferðalögum, s.s. vegaaðstoð, ferðaupplýsingar, afslætti og lögfræðiráðgjöf.
Alþjóðlegt ökuskírteini
er gefið út hjá á skrifstofu FÍB. Félagsmenn borga 600 krónur fyrir skírteinið en aðrir 2.600 krónur.
Alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini CCI
er oft forsenda dvalar á tjaldsvæðum erlendis og tryggir dvöl án þess að láta eigið vegabréf af hendi. CCI tjaldbúðaskírteini FÍB veitir allt að 40% afslátt frá skráðu gjaldi á 3150 tjaldstæðum í 40 löndum.
Á vegbot.is
er hægt að tilkynna um holur eða önnur frávik á götum og umferðarmannvirkjum. Hægt er að notast við staðsetningarbúnað snjalltækis eða velja handvirkt af korti.
FÍB-blaðið
kemur út þrisvar á ári. Efnið í blaðinu er upplýsandi og fræðandi fyrir félagsmenn.
Af öðru efni blaðsins má nefna bílaprófanir, innlendar og erlendar fréttir tengdar
bílum umferð og umferðaröryggismálum.
FÍB blaðið er einn af kostum félagsaðildar
að FÍB og er dreift til félagsmanna þeim
að kostnaðarlausu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd