Ferðaþjónustan Mjóeyri

  • 2025
    Ævintýri allt árið
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Ferðaþjónustan Mjóeyri hefur á síðustu fimm árum styrkt stöðu sína sem vinsæll áfangastaður á Austurlandi með fjölbreyttri þjónustu og nýjungum. Árið 2021 stóð fyrirtækið fyrir gönguviku undir heitinu „Á fætur í Fjarðabyggð“, sem vakti mikla athygli og hvatti bæði heimamenn og gesti til útivistar. Árið 2022 var boðið upp á námskeið fyrir börn í tengslum við gönguvikuna, með áherslu á náttúruupplifun og leik í fallegu umhverfi.

    Árið 2023 hélt ferðaþjónustan áfram að bæta aðstöðu sína og kynnti fjölbreytt gistimöguleika, þar á meðal smáhýsi í fjölskyldustíl, auk afþreyingar eins og bað í bát og sauna sem skapa einstaka upplifun fyrir gesti. Árið 2024 var haldið upp á 20 ára afmæli efri hæðar gistihússins, og fyrirtækið kynnti nýjar lausnir fyrir vetrar- og skíðapakka til að mæta auknum áhuga á vetrarferðamennsku.

    Árið 2025 var Mjóeyri skráð sem veturstaður fyrir húsbíla á Park4Night, með aðstöðu fyrir rafmagn, salerni, sturtur, heitan pott og saunu, sem styrkti enn frekar stöðu staðarins sem fjölbreytts áfangastaðar allt árið um kring.

    Þessi fimm ár hafa einkennst af nýsköpun, aukinni þjónustu og áherslu á upplifun í náttúrulegu umhverfi, sem hefur gert Ferðaþjónustuna Mjóeyri að eftirsóttum stað fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Árið 2004 stofnuðu þau Sævar Guðjónsson og Berglind Steina Ingvarsdóttir fjölskyldu-fyrirtækið Ferðaþjónustuna Mjóeyri á Eskifirði. Í fyrstu breyttu þau efri hæðinni í gamla Mjóeyrar húsinu sem byggt var 1895 í gistiheimili með 4 herbergjum. Fljótlega var ákveðið að reyna að auka við starfsemina bæði hvað varðar afþreyingu og gistingu og á árunum 2006-2007 keyptu þau 5 heilsárshús frá Brasilíu og reistu neðarlega á eyrinni. Sama ár keyptu þau 9 báta frá Póllandi og stofnuðu bátaleigu Mjóeyrar og ráku hana til ársins 2016. Árið 2011 byggðu þau svo baðhús í samvinnu við Verkmenntaskóla Austurlands, með sturtum, klósettum og sauna og settu heitan pott í bát við húsið.
    Árið 2014 var þremur minni húsum bætt við á Mjóeyri ofan við gamla gistiheimilið og svo aftur fjölgað um 2 hús árið 2016. Árið 2020 eru því í rekstrinum 10 hús auk 4 her-bergja gistiheimilis. Árið 2008 fór Ferðaþjónustan Mjóeyri í samstarf við Sjóminjasafn Austurlands um rekstur Randulffs-sjóhúss sem er gamalt síldarsjóhús í eigu safnsins. Árið 2011 var svo opnaður veitingastaður í sjóhúsinu sem er í rekstri enn þann dag í dag og er opinn alla daga frá júní til september og fyrir hópa þess utan. Þar er áherslan lögð á að bjóða upp á ferskan mat úr firðinum s.s. fisk og hreindýr en einnig hákarl, harðfisk og síld sem allt er framleitt á svæðinu.

    Afþreying
    Frá upphafi hefur ferðaþjónustan Mjóeyri staðið fyrir ýmiskonar afþreyingu á svæðinu og unnið með mörgum aðilum í því að auka fjölbreytni í þeim efnum. Má þar nefna að ferðaþjónustan Mjóeyri stofnaði Gönguvikuna ,,Á fætur“ í Fjarðabyggð árið 2008 sem er 8 daga gönguvika í lok júní ár hvert. Gönguvikan er samvinnuverkefni ferðaþjónustunnar Mjóeyri, Ferðafélags Fjarðamanna, Gönguklúbbs Suðurfjarða og Fjarðabyggðar. Að auki hefur ferðaþjónustan boðið upp á ýmiskonar gönguferðir á svæðinu m.a. 4 daga sumarleyfisferð um Gerpissvæðið.
    Auk gönguferða og söguferða bjóðum við uppá veiðiferðir ýmiskonar svo sem svartfuglaveiði, rjúpnaveiði og hreindýraveiði en Sævar er hreindýraleiðsögumaður og bíður ferðaþjónustan upp á allsherjar lausn fyrir hreindýraveiðimenn á svæðinu þ.e.a.s gistingu, leiðsögn, fláningu og kælingu á dýrinu auk þess sem kjötiðnaðarmaður sér um úrbeiningu og frágang á kjöti fyrir veiðimenn.

    Samvinna
    Frá upphafi höfum við notað það sem svæðið hefur uppá að bjóða og höfum við m.a starfað með skíðasvæðinu í Oddsskarði frá upphafi og hefur undanfarin ár stóraukist umferð skíðahópa sem nota Mjóeyri sem grunnbúðir í sínum skíðaferðum.
    Undanfarin 2 ár höfum við svo í samvinnu við fleiri haldið vetrarhátíðina Austurland freeride festival sem er nokkurskonar gönguvika að vetrarlagi. Þar er boðið upp á ýmiskonar ferðir bæði fyrir bretta- og skíðafólk auk ýmissa viðburða því tengdu.

    Eigendur og starfsfólk
    Við hjónin erum einu eigendurnir og skipum jafnframt stjórn félagsins.
    Sævar er framkvæmdastjóri og sér um leiðsögn í flestum ferðum á okkar vegum en Berglind sér um gistinguna, fjármálin og starfsmannahald.
    Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 2-25 manns, mest yfir sumartímann.

Stjórn

Stjórnendur

Ferðaþjónustan Mjóeyri

Strandgötu 120
735 Eskifirði
6986980

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina