First Water hefur gert samning við Wisefish, fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir sjávarútveg, um innleiðingu nýrrar fiskeldislausnar. Lausnin mun einfalda rekstur með því að sameina upplýsingar um framleiðslu, kostnað og rekjanleika í eitt kerfi, sem hingað til hefur verið áskorun í greininni vegna skorts á samþættingu og yfirsýn. Með innleiðingu kerfisins fær First Water heildstæða stjórn á virðiskeðjunni – frá seiðum til lokaafurðar – ásamt betri fjárhagslegri yfirsýn.
„Með auknum umsvifum hjá okkur er lykilatriði að hafa kerfi sem gerir sölustarfsemi og flutningsferla skilvirkari og veitir dýpri innsýn í framleiðslustýringu, kostnað og framlegð,“ segir Ómar Grétarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá First Water.
„Áherslur First Water á vöxt, sölustýringu og sjálfbærni passa fullkomlega við lausnina sem við höfum þróað. Við hlökkum til að innleiða kerfið hjá þeim,“ segir Siggeir Örn Steinþórsson, framkvæmdastjóri vörustýringar og markaðsmála hjá Wisefish.
Fyrirtækið var stofnað árið 2017 með skýra framtíðarsýn: að framleiða hágæða lax á umhverfisvænan hátt og vera leiðandi í ábyrgu sjávarfangsframleiðslu. Með því að nýta einstaka náttúruauðlindir Íslands, svo sem endurnýjanlega orku og hreint sjóvatn er fyrirtækið að umbreyta laxeldi með nýstárlegri nálgun á sjálfbæra fiskrækt.
Í Þorlákshöfn er fyrirtækið að reisa fullkomna landeldisstöð sem endurspeglar skuldbindingu þess við nýsköpun og sjálfbærni. Framkvæmdum er skipt í sex vel skipulagða áfanga sem hver um sig eykur framleiðslugetu og skilvirkni. Fyrsti áfanginn mun, þegar hann er fullgerður, skila um 10.000 tonnum af slægðum laxi á ári. Þegar verkið er komið í fulla getu verður stöðin ein öflugasta sjálfbæra laxeldisframleiðsla í heiminum og mun marka nýjan mælikvarða í greininni.
First Water
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina