Fiskmarkaður Snæfellsbæjar var stofnaður 28. september 2015. Stofnendur voru fyrirtækin Bjartsýnn ehf., Fossdalur ehf., Landi ehf., Litla Lón ehf., Nónvarða ehf. og Sverrisútgerðin ehf. Í stjórn fyrirtækisins eru Þorsteinn Bárðarson formaður, Heiðar Magnússon, Sigurður Jónsson og Ásbjörn Óttarsson. Varamenn, Brynja Mjöll og Jens Brynjólfsson. Friðbjörn Ásbjörnsson var ráðinn framkvæmdastjóri við stofnun og starfaði sem slíkur fram í nóvember 2017 þegar núverandi framkvæmdastjóri Andri Steinn Benediktsson tók við.
Vöxtur
Stofnendur félagsins ætluðu í fyrstu að stofna löndunarþjónustu þar sem skortur var á þeirri þjónustu í Snæfellsbæ á þeim tíma. Í ferlinu þróaðist sú hugmynd yfir í það að stofnaður var fiskmarkaður sem fékk nafnið Fiskmarkaður Snæfellsbæjar. Fiskmarkaðurinn var upphaflega til húsa á Snoppuvegi 1 í Ólafsvík en markaðurinn sprengdi fljótlega það hús utan af sér og flutti yfir á Ennisbraut 34 þar sem hann hefur verið starfræktur síðan. Nú 5 árum eftir stofnun hefur Fiskmarkaður Snæfellsbæjar fest kaup á húsnæði á Bankastræti 1 í Ólafsvík og stefnt er að því að markaðurinn flytji þangað í byrjun árs 2021. Fiskmarkaðir Snæfellsbæjar eru starfræktir í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Tálknarfirði, Akranesi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Í Snæfellsbæ og í Grundarfirði hafa starfsmenn markaðarins í Snæfellsbæ sinnt allri þjónustu. Á Tálknafirði sér FG ehf. um þjónustuna og á Akranesi Emelía útgerð ehf. Á Skagaströnd er markaðurinn með einn starfsmann. Fiskmarkaðurinn keypti árið 2020 Ísverksmiðjuna af HG Geysla.
Fyrsta sala Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar var þann 28.12.2015. Árið 2016 seldi markaðurinn 4.600 tonn, árið 2017 7.600 tonn, árið 2018 12.900 tonn og árið 2019 fór salan í 15.800 tonn.
Mannauður
Þegar markaðurinn hóf göngu sína voru þar tveir fastráðnir starfsmenn. Vöxturinn hefur verið hraður á þessum 5 fyrstu árum markaðarins og í dag eru starfsmennirnir 12 auk margra góðra verktaka sem sinna löndunum, ísframleiðslu og afgreiðslu.
Þjónusta
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar sérhæfir sig í margvíslegri þjónustu við seljendur og kaupendur. Meðal verkefna fyrirtækisins eru sala, löndun, vigtun, gámafrágangur, íssala og lausfrysting. Í Snæfellsbæ er markaðurinn auk þess bæði með flokkun og slægingu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd