Fiskþurrkunarfyrirtækið Laugafiskur ehf. var stofnað árið 1993 og hét þá Fiskverkun Háteigur hf. Fiskverkun Háteigur var stofnuð af þeim hjónum Magnúsi Björgvinsyni og Huldu Mattíasdóttur ásamt börnum þeirra. Snemma árs 2017 kaupir Nesfiskur ehf. og Skinney-Þinganes hf. Fiskverkun Háteigs til helminga og svo seint á árinu 2017 kaupir Brim hf. þriðjungs hlut í félaginu og nafninu er breytt í Laugafiskur ehf. og eiga eigendur félagins allir jafnan hlut. Framkvæmdastjóri Laugafisks er Theodór Ingibergsson.
Starfsemin
Markmið með stofnun fyrirtækisins er að þurrka hausa, hryggi og fleiri afurðir og nýta til þess tilfallandi hráefni frá eigendum. Að auki kemur hráefni frá öðrum fiskvinnslufyrirtækjum. Framleiðsla fyrirtækisins hefur alla tíð farið á markað í Nígeríu þar sem rík hefð er fyrir neyslu rétta úr þurrkuðum fiski. Allt vöruþróunarstaf Laugafisks er miðað við eðli markaðarins í Nígeríu og hefur fyrirtækinu orðið vel ágengt með nýjar afurðir.
Rekstur
Rekstur Laugafisks hefur tekið umtalsverðum breytingum síðan núverandi eigendur keyptu félagið. Árið 2018 var farið í miklar framkvæmdir og endurbætur bæði á húsnæði og tækjabúnaði Laugafisk. Framleiðslugetan var aukin til muna ásamt því að sjálfvirkni var aukin í framleiðsluferlinu. Starfsmenn Laugafisks eru 35 talsins.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd