Fjallalamb hf.

  • 2024
    Skilvirkni og samkeppnishæfni

    Seinni hluta árs 2024 heimsóttu fulltrúar Framsýnar Fjallalamb og bentu á að starfsemin hefði minnkað og starfsmönnum fækkað. Til að styrkja reksturinn var horft til nýrra fjárfesta. Þróunin endurspeglar hvernig fyrirtækið hefur færst frá hefðbundnum innlendum slátrunar- og vinnsluverkefnum yfir í aukinn útflutning, stærri viðskiptasambönd og bætt kjör starfsfólks, með aukinni áherslu á skilvirkni og samkeppnishæfni.

  • 2023

    Haustið 2023 gerði Fjallalamb nýjan sérkjarasamning við stéttarfélagið Framsýn fyrir starfsfólk sláturtíðarinnar. Á sama tíma fækkaði erlendum starfsmönnum og um 30 þúsund fjár var slátrað á sex vikum.

  • 2022
    Samingur við Kjarnafæði Norðlenska

    Þann 31. ágúst 2022 var undirritaður samningur við Kjarnafæði Norðlenska um kaup á öllu kindakjöti sem slátrað yrði hjá Fjallalambi á komandi sláturtíð, sem samræmdist yfirráðum á vinnslu á aukaaðferðum sauðfjár.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Fjallalamb hf. var stofnað árið 1990 og er í eigu um 150 hluthafa sem flestir tengjast starfsemi fyrirtækisins á einn eða annan máta. Markmið með stofnun félagsins var að slátra,vinna og selja allar þær sauðfjárafurðir sem falla til á innleggjendasvæði félagsins. Kaupfélag Norður-Þingeyinga rak sláturhús á Kópaskeri í fjölda ára. Fjallalamb var síðan stofnað eftir hrun Kaupfélagsins. Sláturhús var einnig á Þórshöfn á Langanesi og náðust samningar 1990 um að bændur frá Langanesi að Jökulsá á Fjöllum sameinuðust um að slátra í sláturhúsinu á Kópaskeri. Sláturhúsið á Þórshöfn var síðan lagt niður. Fyrirtækið er staðsett á riðufríu svæði eða á svæði þar sem riða hefur aldrei greinst.
    Fjallalamb var því 30 ára í ágúst 2020. Allt frá upphafi hefur það verið stefna félagsins að starfa sjálfstætt á markaðinum og óháð öðrum, en mynda hinsvegar viðskiptasambönd við aðrar afurðastöðvar til að tryggja hagkvæmni og nauðsynlega samvinnu innan greinarinnar í heild.
    Nú í dag vinna allt árið um kring um 20 starfsmenn og er stærsti vinnuveitandinn á Kópaskeri. Í sláturtíð september til október eru um 70 starfsmenn. Fjallalamb er með leyfi til útflutnings til Evrópu, Rússlands, Kanada, Japan og Kína. Helstu eigendur Fjallalambs hf. eru bændur í Norður-Þingeyjarsýslu, samtök þeirra og sveitarfélög í Norður-Þingeyjarsýslu, ennfremur starfsmenn og aðrir einstaklingar. Allir innleggjendur eiga hlut í félaginu og mikil samstaða ríkir í héraði um starfsemi þess.
    Stærstu hluthafar félagsins eru eftirfarandi;
    Seljalax (fjárfestingarfélag heimamanna)
    Byggðastofnun
    Búnaðasamband Norður Þingeyinga
    Svalbarðshreppur
    Í Stjórn félagsins eur 5 manns, sem eru í dag Benedikt Kristjánsson, Þverá (stjórnarformaður),
    Ágústa Ágústsdóttir, Reistarnesi, Charlotta Englund, Birkifelli, Eggert Stefánsson, Laxárdal og Arnar Már Elíasson fyrir Byggðastofnun.

    Vörurnar okkar
    Eitt af megin markmiðum félagsins er að halda í gamlar framleiðsluhefðir sem neytendur vilja kaupa. Sem dæmi um það er sláturgerð, svið og hangikjöt. En uppskriftin fyrir blóðmör og lifrarpylsu er nánast óbreytt frá aldarmótum 1800-1900. Það eina sem búið er að breyta frá upphafi er mjólkin en í stað hennar hefur verið sett soja mjólkurduft fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. Sviðin eru enn sviðin og hreinsuð með gamla laginu, þ.e.a.s. sviðin með kósangasi og hreinsuð eingöngu með vatni og engin hjálparefni notuð. Hólsfjallahangikjötið er reykt með íslensku birkikurli frá Vaglaskógi og þurrkuðu taði frá bændum á svæðinu. Grillkjötið frá Fjallalambi er einnig vinsælt. Einnig hefur félagið verið í fararbroddi í þróun á afurðum úr ærkjöti. Þar má helst nefna Höfðingja og Æringja sem eru reyktir og grafnir forréttir úr ærkjöti.
    Meira um starfsemi og vinnslu
    Fjallalamb hefur alltaf sett það í forgang að framleiða hreinar vörur með sem fæstum aukaefnum. Slátrað er árlega um 30.000 gripum sem vega um 500.000 kg. Þar að auki kemur inn mikið magn af öðrum vörum tengd lambi svo sem hausar, innmatur, gærur og fleira.
    Haustið 2019 var stigið stórt skref í rekstri Fjallalambs með kaupum á 2 öflugum pökkunarvélum sem gera okkur kleift að pakka vörum með meiri afköstum en áður og einnig gera þær okkur kleift að pakka ferskvöru með mun fljótvirkari og nútímalegri hætti. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er hægt að finna á www.fjallalamb.is

  • 2021
    Met slegið

    Haustið 2021 sló Fjallalamb met í sölu á Hólsfjallahangikjöti fyrir jólin, sem margir töldu í tugum tonna.

  • 2020
    30 ára

    Haustið 2020 fagnaði Fjallalamb 30 ára afmæli frá stofnun 1990. Á sama tíma var ljóst að fyrirtækið var staðsett á riðulausum svæðum og átti gott samband við innlenda bændur og bændasamtök í Norður‑Þingeyjarsýslu. Í mars sama ár lauk flutningi á tæplega 20 tonnum af prófunarsendingu íslensks lambakjöts til Kína, sem markaði tímamót í útflutningsstarfi fyrirtækisins.

Stjórn

Stjórnendur

Fjallalamb hf.

Röndin 3
670 Kópaskeri
4652140

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina