Fjarðarþrif ehf hreingerningarþjónusta og þvottahús

2022

Fjarðaþrif ehf. er austfirskt fjölskyldufyrirtæki með aðsetur að Strandgötu 46c á Eskifirði. Fyrirtækið veitir alhliða hreingerningaþjónustu og rekur einnig þvottahús og fatahreinsun á staðnum.

Sagan
Fyrirtækið var stofnað í apríl árið 2003 af Láru Elísabetu Eiríksdóttur en það varð að einkahlutafélagi árið 2005. Í byrjun var fyrirtækið stofnað til að halda utan um aukavinnu Láru sem var þá eini starfsmaður fyrirtækisins en fljótlega bættust fleiri við, þegar verkefnum fjölgaði, meðal annars með tilkomu stóriðju á Austurlandi.

Mannauður
Í dag eru starfsmennirnir orðnir 37 en starfsfólk Fjarðaþrifa kemur frá nokkrum löndum innan Evrópu, flestir koma frá Póllandi, nokkrir eru frá Rúmeníu, Hvíta-Rússlandi, Lettlandi og svo auðvitað Íslandi. Starfsmannavelta er lítil en þeir sem hafa lengst unnið hjá fyrirtækinu hafa verið í 14 -15 ár.

Stjórnendur
Framkvæmdastjórar eru Lára og eiginmaður hennar Björgvin Erlendsson en tvær dætur þeirra hjóna vinna einnig í fyrirtækinu. Rekstrarstjórar eru Eðvald Garðarsson og Þórunn Sif Friðriksdóttir og skifstofustjóri er Helga Leifsdóttir.

Umhverfismál
Fjarðaþrif ehf. er með Svansvottun og var fyrsta ræstiþjónustan á landsbyggðinni til að hljóta hana. Býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna ræstingaþjónustu með því að nota minna magn af efnavöru sem er umhverfisvæn, minna magn af plastpokum og rekur einnig umhverfisvænni bíla samkvæmt kröfum Svansins.

Framtíðarsýn
Fjarðaþrif hefur stækkað töluvert frá því að Lára byrjaði ein að ræsta en fyrirtækið þjónustar fyrirtæki og stofnanir um allt austurland. Þvottahús og fatahreinsun er staðsett að Strandgötu 46c en þar er þveginn þvottur og fatnaður hreinsaður fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Nýlega voru keypt lín og tæki í þvottahús Fjarðaþrifa ehf. til að geta boðið aukna þjónustu við hótel og gististaði.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd