Fjörukráin er lítið persónulegt fyrirtæki í hótel – og veitingarekstri staðsett við Strandgötu í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur verið rekið af Jóhannesi Viðari Bjarnasyni síðan 10. maí 1990. Á þeim tíma hefur Fjörukráin vaxið og dafnað og orðið að því sem að hún er í dag. Víkingaþorpið við Fjörukrána er alvöru þorp við Víkingastræti og samanstendur af Hótel Víking og litlum gistihúsum, ásamt fjölbreyttum veitingastöðum í Fjörgarðinum. Víkingaþorpið – The Viking Village er einn af fjölsóttustu ferðamannstöðum á Íslandi.
Umgjörðin er glæsilegur veitingastaður sem engan á sinn líka. Hann er skreyttur með yfir 100 uppstoppuðum dýrum. Þar er líka að finna 1200 lítra fiskabúr sem er fyrir ofan
16 metra langan útskorinn bar. Veggir eru skreyttir víkingamunum og myndum eftir
Hauk Halldórsson. Allur tréskurður er unnin af íslenskum handverksmönnum. Eins hafa erlendir útskurðarmenn lagt okkur lið við útskurð á skreytingum og skurðgoðum. Freyjuhofið er sá hluti hússins sem er stolt okkar. Þar er glæsilegur salur með mikilli lofthæð. Hann er tileinkaður Freyju og þar ríkir ást og friður innan um stórkostleg listaverk í myndum, útskurði og öðru skrauti. Þar er einnig að finna Þrymskviðu í myndformi eftir Hauk Halldórsson og útskornar Freyjumyndir. Fjörukráin er landsþekkt fyrir sínar Víkingaveislur og þykir skara framúr en boðið er uppá þessar margrómuðu veislur öll kvöld vikunnar. Í Víkingaveislum eru allir réttirnir bornir fram í trogum af syngjandi Víkingum og Valkyrjum. Þegar gestir hafa sest til borðs er boðið upp á smakk af rammíslenskum mat, s.s. hákarl og harðfisk svona rétt til að kitla bragðlaukana og þessu er skolað niður með snafs af ísköldu íslensku brennivíni. Við erum stolt af því að þjóna þér á okkar víkingahátt.
Fjaran/Valhöll
Fjaran/Valhöll er glæsilegur veitingastaður þar sem innréttingar og húsgögn eru gerð úr hundrað ára gömlum neftóbaks- og víntunnum, staðsett í næstelsta húsi Hafnarfjarðar, byggt árið 1841, og tekur um 36 manns í sæti á neðri hæð. Veggirnir á neðri hæðinni eru skreyttir með málverkum af Hafnarfirði og af veisluborði goðanna, beint á veggina af listamönnunum Lukas Gucio Gordon og Elísu Ósk Viðarsdóttur. Á efri hæð er vinaleg setustofa og hlýlegt herbergi þar innaf með sæti fyrir 12 matargesti. Hægt er að hafa innangengt af báðum hæðum yfir í Fjörugarðinn og því geta gestir Fjörunnar/Valhallar, notið alls þess sem Fjörugarðurinn hefur uppá að bjóða eða haft lokað og verið útaf fyrir sig. Notalegur og öðruvísi veitingastaður sem vert er að heimsækja aftur og aftur.
Hótel Víking
Á Hótel Víking eru 42 vel búin og glæsileg herbergi. Vest-norrænt þema er á bak við hönnun herbergjanna á efri hæðinni og á neðri hæð eru herbergin í anda víkinga. Í bakgarði hótelsins er heitur pottur og sauna. Gestir hótelsins hafa þar frjálsan aðgang og geta slakað á í rólegu og rómantísku umhverfi eftir annir dagsins. Sumarið 2012 voru byggð 14 smáhýsi við hliðina á Fjörukránni og á móti Hótel Viking. Í hverju húsi geta verið allt að sex manns, tilvalið fyrir fjölskyldur eða vinahópa.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd