Árið 2025 er Flakkarinn ehf. verktakafyrirtæki með starfsemi víða um land. Þótt fyrirtækið sé staðsett á Brjánslæk tekur það að sér verkefni um allt land og leggur áherslu á að vinna þau vel og af ábyrgð. Með reynslu og sveigjanleika hefur Flakkarinn ehf. byggt upp traust meðal viðskiptavina sinna.
1994
Stofnun Flakkarans
Flakkarinn ehf. var stofnaður árið 1994 með það markmið að sinna verktakastörfum af alúð og fagmennsku. Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt áherslu á vandaða vinnu, heiðarleika og að standa við gefin loforð, gildi sem enn einkenna starfsemina í dag.