Flúðasveppir hófu sögu sína á árið 1984 þegar Ragnar Kristinn Kristjánsson byrjaði að grafa fyrir grunni á 500 fermetra húsi fyrir svepparækt á Flúðum. Ragnar var liðlega tvítugur þegar hann steig fyrsta skrefið í átt að svepparæktinni en var búin að hafa mikinn áhuga á henni í töluverðan tíma. Ragnar selur Flúðasveppi árið 2005 til Georgs Ottóssonar garðyrkjubónda sem er enn eigandi. Fyrstu sveppirnir komu á markaðinn 1984 og voru framleidd 500 kg af sveppum á viku á þessum tíma á móti 300 kg sem voru flutt inn að utan.
Starfsemin
Svepparækt er nákvæmisverk og byggist á 1000 smáatriðum, fengist er við örverur sem eru ofurviðkvæmar fyrir raka- og hitastigi og ef einu smáatriði er gert rangt, getur útkoman orðið uppskerubrestur. Þegar gengið er um Flúðasveppi er fyrst borið niður í rotmassagerðinni, þar sem grunnurinn að ræktuninni er lagður. Flúðasveppir hafa frá fyrstu tíð búið til sinn eigin rotmassa úr íslensku hráefni. Í rotmassagerðinni er blandað saman bygghálmi sem til fellur við kornrækt og strandreyr sem Flúðasveppir rækta á 150 hektörum lands í Hvítárholti í Hrunamannahreppi og Forsæti í Vestur Landeyjum. Það tekur tvær vikur að búa til rotmassann og síðan er honum komið fyrir í sérstaka klefa úr ryðfríu stáli með miklum loftræstibúnaði, þar sem gerilsneyðing fer fram með hitameðhöndlun þar sem hitastigi er stýrt til að drepa óæskilegar bakteríur og örverur og síðan aðlögunartímabil að því að massinn verði móttækilegur fyrir sáningu. Eftir viku í gerilsneyðingu, er sveppagróunum komið fyrir í massanum með vélbúnaði sem jafnframt umstaflar massanum og hita- og rakastýringu beitt til að tryggja rétt skilyrði þannig að ekkert sé ræktað í massanum nema þeir ætisveppir sem sóst er eftir. Að þremur vikum liðnum til viðbótar er massinn fullgróinn og tilbúinn til svepparæktunar. Massinn er fluttur með vélum í 6 sérhannaða klefa þar sem hann er hulinn mold og áfram í ræktun í þrjár vikur til viðbótar áður en farið er að tína.
Flúðasvepppir eru eina svepparæktunarstöð Íslands og er sérstakt fyrirtæki á þessu sviði.
Vinnulag
Vinnulag fyrirtækissins hefur haldist svipað nokkuð lengi en breyst lítillega síðan fyrstu sveppirnir fóru á markað árið 1984. Aðferðin um gerð hráefnisins er eldgömul, en í dag er notast við bættan tækjabúnað og er vinnan því orðin þæginlegri og afkastameiri. Allt framleiðsluferlið er vaktað með tölvukeyrðum stýri-, og eftirlitsbúnaði og hvert handtak starfsfólks er skráð. Sveppirnir eru handtíndir og hefur það verið gert í hundruði ára. Vegna hversu viðkvæmir sveppirnir eru, þá hefur vél ekki tekist að gera það sem manns höndin gerir þegar kemur að því að skila frá sér hreinni og fallegri vöru.
Framleiðslunni, er pakkað í öskjur og að hluta til í kassa. Flúðasveppum er síðan deift í verslanir um allt land fyrir tilstuðlan dreifikerfis Sölufélags garðyrkjumanna. Bíll frá sölufélaginu sækir framleiðslu dagsins síðdegis og hún er komin í verslanir um land allt næsta morgun.
Mannauður og framleiðsla
Flúðasveppir eru stærsta framleiðslufyrirtækið í Hrunamannahreppi og einn af hornsteinum byggðar í sveitinni með 40 manns á launaskrá. Í dag er framleiðsla fyrirtækisins 10-12 tonn á viku og innanlandsmarkaðurinn hefur vaxið sem samsvarar framleiðsluaukningunni.
Eftir svepparæktunina falla til um 60 tonn af rotmassa í hverri viku og er hann m.a, nýttur til að framleiða úrvals gróðurmold (Flúðamold) til ræktunar en þá er honum blandað saman við mómold og Hekluvikur. Gróðurmoldin er til dæmis notuð þar sem fram fer lífræn ræktun. Moldin sem þessar heilnæmu matvörur eru ræktaðar í, nýtist líka sem áburður. Þessi mold er sérstök vegna þess að hún er hita meðhöndluð eftir svepparækt.
Húsakostur og stjórnendur
Húsakostur Flúðasveppa hefur verið í stöðugri stækkun, úr um 500 fm í upphafi í um 5000 fm nú og enn eru uppi áform um framkvæmdir, m.a. nýir ræktunarklefar á næstu þremur árum auk þess að auka framleiðslu á bæði hráefni fyrir sveppræktunina og framleiðslu á sveppum. Framkvæmdastjóri og eigandi Flúðasveppa er Georg Ottósson og bústjóri fyrirtækisins er Ævar Eyfjörð Sigurðsson.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd