Flügger er eitt af leiðandi fyrirtækjum í sölu málningar á íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa 30 manns í verslunum, söludeild, lager og skrifstofu. Flügger á og rekur 6 sérverslanir með málningu. Það er í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi, Keflavík og Akureyri. Auk þess á fyrirtækið í samstarfi við endurseljendur víða um land sem bjóða viðskiptavinum vörur frá Flügger. Í söludeild Flügger starfa sérfræðingar í málningu sem miðla faglegum upplýsingum til viðskiptavina fyrirtækisins. Höfuðstöðvar Flügger eru að Stórhöfða 44 í Reykjavík. Þar er auk lykilverslunar lager og skrifstofur.
Viðskiptavinir Flügger koma úr öllum geirum þjóðfélagsins. Það er þó fagmannamarkaður-inn sem er stærsta svið fyrirtækisins. Enda Flügger þekkt víða um lönd fyrir faglega þjónustu og hágæða málningarvörur.
Starfsemin
Flügger er með samning við HEMPEL A/S um sölu og dreifingu á HEMPEL vörum á Íslandi. HEMPEL hefur um áratugaskeið verið þekktasta skipamálningin hér á Íslandi og víðar um heim.
Hjá Flügger starfar fólk með efnafræði og málaramenntun sem hefur áratuga reynslu í faginu. Stór þáttur í starfseminni er því ráðgjöf um réttu efnin og litina fyrir mismunandi aðstæður.
Í verslunum Flügger er að finna allt sem viðskiptavinurinn þarnast fyrir málningarvinnuna. Það er inni og útimálning af mörgum gerðum fyrir tré, stein og járn. Auk þess fylli og þéttiefni, verkfæri, fatnaður og öryggisvörur.
Flügger er íslenskt félag sem hét áður Harpa Sjöfn. Það félag varð til við samruna tveggja gamalgróina málningarfyrirtækja, Hörpu og Sjafnar sem hófu starfsemi á fjórða áratug síðust aldar. Flügger A/S í Danmörku keypti Hörpu Sjöfn árið 2004, breytti nafninu í Flügger og hefur rekið fyrirtækið síðan. Rolf Gjølberg er framkvæmdastjóri Flügger á Íslandi.
Flügger á að baki sögu frá 1783 þegar fyrirtækið var stofnað í Þýskalandi. Það er nú með starfsemi í mörgum löndum, en Norðurlöndin er helsta markaðsvæðið. Uppistaðan í veltu Flügger kemur í gegnum eigin verslanir, en Flügger rekur nú yfir 500 málningarverslanir í mörgum löndum.
Vöruþróun
Fyrirtækið er með verksmiðjur í þremur löndum þar sem framleiddar eru vörur fyrir málningariðnaðinn. Á rannsóknarstofum Flügger starfa efnaverkfræðingar og málarar þar fer fram vöruþróun í samvinnu við fagfólk og hráefnaframleiðendur. Þar er byggt á aldagamalli reynslu í bland við nýjust kröfur um gæði og umhverfisvernd. Liður í vöruþróun er samstarf við arkitekta og hönnuði um val á tískulitum. Í litakerfum Flügger er að finna þúsundir lita, frá klassískum til nýtískulegra lita úr smiðju Skandinavískra hönnuða.
Framtíðarsýn Flügger er áframhaldandi sambærilegur rekstur og vöxtur í sölu og þjónustu á hágæða málningarvörum í samræmi við leikreglur markaðarins, umhverfismál o.fl.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd