Embætti forseta Íslands

  • 2025
    Helstu verk Höllu í forsetatíð hennar
    Frá því Halla Tómasdóttir tók við embætti hefur hún lagt áherslu á að efla hefðir og tengsl við almenning. Hún endurvakti þátttöku forseta í fullveldisdagskrá, heiðraði 26 skáta með forsetamerkinu á Bessastöðum – fjölmennasti hópur frá 2016 – og styrkti alþjóðleg samskipti með opinberri heimsókn til Bretlands þar sem hún hitti Karl III konung. Verk hennar endurspegla áherslu á samfélagslega þátttöku og alþjóðlega tengingu Íslands.
  • 2024
    Kjör Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands
    Halla Tómasdóttir var kjörin sjötti forseti Íslands þann 1. júní 2024 með um 34 % atkvæða og sigraði í öllum kjördæmum landsins. Hún tók formlega við embætti 1. ágúst sama ár og hóf þar með fjögurra ára kjörtímabil sem þjóðhöfðingi Íslands.
  • 2024
    Leiðtogahlutverk í sjálfbærni og samfélagsábyrgð

    Árið 2024 afhenti Guðni Th. Jóhannesson nýsköpunarverðlaun sem tengdust kolefnishlutleysi og byggingageiranum.  Í forsetatíð sinni lagði hann áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, meðal annars með ávörpum á alþjóðlegum vettvangi og þátttöku í samfélagsverkefnum sem stuðla að sjálfbærni.  Síðustu ár hafa því einkennst af áherslu á umhverfisvernd, nýsköpun og samfélagslega ábyrgð.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Forseti Íslands er þjóðhöfðingi Íslendinga. Hann er eini fulltrúi ríkisins sem kosinn er af allri þjóðinni í beinni kosningu. Embætti forseta var stofnað þegar Ísland varð lýðveldi 17. júní árið 1944 og eru ítarleg ákvæði um það í stjórnarskránni sem þá tók gildi. Embætti forseta rekur skrifstofu í Reykjavík en búsetu hefur forseti haft á Bessastöðum á Álftanesi.

     

    Embættið

    Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex þætti þótt þetta sé að sjálfsögðu ekki tæmandi listi:

    Formlegt hlutverk í stjórnskipun.

    Vald til synjunar laga.

    Pólitískt áhrifavald.

    Landkynning.

    Störf í samfélagsþágu.

    Sameiningartákn.

     

    Formlegt hlutverk

    Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands frá 1944 er kveðið á um stöðu forseta í stjórnskipun landsins, kjörgengi, tilhögun kosninga og skyld málefni. Þar segir að forseti fari með löggjafarvaldið ásamt Alþingi og framkvæmdarvaldið með öðrum stjórnarvöldum. Jafnframt segir meðal annars að hann skipi ráðherra, geri samninga við önnur ríki, geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og rofið þing. Öll þessi ákvæði verður þó að skoða í ljósi fyrstu greinar stjórnarskrárinnar, þess grundvallar að Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Þar að auki kveður stjórnarskráin á um ábyrgðarleysi forseta á stjórnarathöfnum enda láti hann ráðherra framkvæma vald sitt.

     

    Vald til synjunar laga

    Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir að forseti geti synjað um staðfestingu laga frá Alþingi og taki þau þá engu að síður gildi en verði lögð í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar unnið var að gerð stjórnarskrárinnar á sínum tíma var sérstaklega tekið fram að þetta gæti forseti gert án þess að atbeini ráðherra þyrfti að koma til.

     

    Pólitískt áhrifavald

    Forseti getur látið til sín taka á hinu pólitíska sviði, einkum þegar mynda þarf ríkisstjórnir og ekki er ljóst hvernig það muni ganga. Forseti afhendir þá þeim formanni stjórnmálaflokks sem hann telur líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn svokallað stjórnarmyndunarumboð. Í krafti þess hefur formaðurinn stjórnarmyndunarviðræður en mistakist þær lætur hann umboðið af hendi. Forseti færir það þá næsta formanni og svo koll af kolli eins og þörf krefur.
    Loks má vera að forseti vilji hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir. Í samtölum við forsætisráðherra eða aðra ráðherra getur hann lýst stuðningi eða andstöðu við tiltekin áform stjórnvalda og látið í veðri vaka að hann muni segja þá skoðun sína í ræðum og ávörpum, undir rós eða tæpitungulaust. Þetta hafa allir forsetar lýðveldisins gert, í mismiklum mæli þó.

     

    Landkynning

    Forsetinn er þjóðhöfðingi Íslands. Hann fer í opinberar heimsóknir til annarra þjóðhöfðingja og er gestgjafi þeirra hér á landi. Hann sækir einnig margvíslega fundi og ráðstefnur og vinnur að því að auka áhuga útlendinga á Íslandi og íslensku samfélagi og atvinnulífi.

     

    Störf í samfélagsþágu

    Forseti Íslands er verndari ýmissa samtaka og viðburða auk tímabundinna verkefna í þágu góðra málefna. Auk þess veitir hann verðlaun og viðurkenningar og sæmir fólk fálkaorðunni. Forseti heimsækir byggðir landsins, ýmist í formi opinberrar heimsóknar eða vinnuferðar, afhendir verðlaun á borð við Íslensku bókmenntaverðlaunin og tekur á móti gestum á forsetasetrinu við margvísleg tilefni. Loks má nefna að forseti hefur yfirumsjón með rekstri Bessastaða, nýtingu landareignarinnar þar og munum og minjum.

     

    Sameiningartákn

    Forseti Íslands er eini embættismaður ríkisins sem kosinn er beinni kosningu allra kjósenda. Frá upphafi var þess vegna litið svo á forseti ætti að stefna að því að vera „sameiningartákn“ Íslendinga. Með því var átt við að í embætti sínu kæmi hann fram fyrir hönd þjóðarinnar allrar innanlands sem utan. Í störfum sínum myndi hann gæta fyllsta hlutleysis; hygla ekki einum stjórnmálaflokki umfram aðra og ganga ekki erinda sérstakra hagsmunahópa. Þar að auki er forseta ætlað að tala til þjóðar sinnar á tímamótum og örlagastundum. Má þar nefna nýársávörp og ræður við setningu Alþingis og einnig þegar voði eða vá dynur yfir, til dæmis eldgos eða snjóflóð. Með þessum hætti stuðlar forseti að einingu og eflir virðingu Íslendinga fyrir eigin sögu, tungu og náttúru, þeim þáttum sem saman gera þá öðrum fremur að sérstakri þjóð meðal þjóða.

     

    Skrifstofa forseta Íslands

    Embætti forseta Íslands rekur skrifstofu í Reykjavík. Meðal verkefna hennar er að vera forseta til aðstoðar við störf hans, annast skipulag viðburða og heimsókna, svara erindum fyrir hönd forseta, upplýsa almenning um verkefni forseta og sjá um húsnæði embættisins.

  • 2020
    Forsetakosningar

    Árið 2020 var Guðni Th. Jóhannesson endurkjörinn forseti Íslands með yfirgnæfandi stuðningi og hélt áfram að njóta mikillar fylgis allt kjörtímabilið.

Stjórn

Stjórnendur

Gu?ni Th. Johannesson
forseti Islands
83956629436
2016-
Olafur Ragnar Grimsson
forseti Islands
83696438146
1996-2016
Vigdis Finnbogadottir
forseti Islands
88884467899
1980-1996
Kristjan Eldjarn
forseti Islands
84789619146
1968-1980
Asgeir Asgeirsson
forseti Islands
81452476371
1952-1968
Sveinn Bjornsson
forseti Islands
87724482672
1944-1952

Embætti forseta Íslands

Soleyjargotu 1
101 Reykjavik
5404400

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina