Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf

  • 2025
    Þróun starfseminnar
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Árið 2025 voru haldnir stórir fundir og viðburðir sem lögðu áherslu á fjölbreytileika, tungumálastuðning og aðgengi innflytjenda að námi. Ársfundur FA dró fram mikilvægi íslenskukunnáttu á vinnustöðum og hvernig samstarf atvinnulífs, sveitafélaga og fræðsluaðila getur eflt þátttöku fólks í námi. Tungumálastuðningur á vinnustöðum, nýjar aðferðir í símenntun og aukin þátttaka fólks af erlendum uppruna voru meðal meginþátta í þróun starfseminnar.

  • 2024

    Árið 2024 einkenndist af mikilli uppbyggingu og nýsköpun. Unnið var að fjölgun starfaprófíla í tengslum við ný kjarasamningsákvæði og aukin áhersla var lögð á sveigjanlegt nám, þar á meðal uppbrot námskráa sem nýttist vel fyrir ólíka hópa, sérstaklega innflytjendur. Ný náms- og þjálfunarverkefni fyrir fólk með skerta starfsgetu voru einnig rædd og framkvæmd í samstarfi við ýmsa aðila. Fjöldi fólks sem lauk námi, fór í raunfærnimat og fékk náms- og starfsráðgjöf jókst verulega frá fyrra ári.

  • 2023
    Næsta skref
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Árið 2023 var gefin út ársskýrsla sem lagði áherslu á hæfniþróun, raunfærnimat, vottuð námsúrræði og ráðgjöf. Þá var tryggt áframhald verkefnisins Næsta skref, sem miðlar upplýsingum um nám og störf og hafði staðið frammi fyrir lokun vegna fjárskorts.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Hlutverk Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins (FA) er að veita fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Við upphaf 21. aldar tilheyrði um þriðjungur fólks á aldrinum 18-64 ára þeim hópi, en nú 20 árum síðar hefur fækkað í hópnum og nú teljast um tveir af hverjum tíu til hópsins. Hlutverkið verður sífellt mikilvægara með örum breytingum á vinnumarkaði sem færa okkur nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hröð tækniþróun, sjálfvirknivæðing, fjölgun innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning og loftlagsbreytingar eru meðal þeirra áskorana sem takast verður á við.

    Til að sinna hlutverki sínu vinnur FA meðal annars að eftirfarandi verkefnum:
    – Auka framboð á vottuðu námi fyrir markhópinn byggt á hæfnigreiningum.
    – Efla náms- og starfsráðgjöf meðal einstaklinga sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi.
    – Vinna að þróun og viðurkenningu raunfærnimats í samstarfi við atvinnulíf og fræðsluaðila.
    – Greina hæfnikröfur starfa á vinnumarkaði.
    – Tryggja gæði í starfi fræðsluaðila með þróun og innleiðingu á gæðakerfi fyrir framhaldsfræðsluna.
    – Taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.
    – Miðla upplýsingum um árangur starfsins, nýjungar og þróun framhaldsfræðslu.
    – Þróa aðferðir til að styðja við framkvæmd náms og nýtingu verkfæra.

    Tilurð og saga
    Starf FA grundvallast á samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, stéttarfélög, fagfélög, fyrirtæki og stofnanir. FA þróar aðferðir og verkfæri sem styðja samstarfsaðila við að veita markhópnum þá þjónustu sem þörf er á til að auka tækifæri þeirra í námi og störfum. Framkvæmd er unnin í gegnum fjármögnun Fræðslusjóðs og samninga við 14 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um land allt. Þar fer fram ráðgjöf, raunfærnimat og námskeiðshald fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar í gegnum fjármögnun Fræðslusjóðs. Allir samstarfsaðilar FA eru viðurkenndir fræðsluaðilar skv. lögum um framhaldsfræðslu 27/2010 og reglugerð um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011. Þeir hafa allir hlotið EQM/EQM+ gæðavottun.
    Að auki starfar FA með fjölbreyttum hópi sérfræðinga í Evrópu í gegnum ákveðin verkefni og tengslanet.
    FA fagnar 20 ára afmæli í ár en Fræðslumiðstöðinni var komið á í kjölfar samninga á almennum markaði. Árið 2001 var gert samkomulag þar sem ríkisstjórn Íslands samþykkti yfirlýsingu um að efla starfsmenntun í atvinnulífinu. Í lok árs 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð, eigendur voru Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Fyrsti framkvæmdastjóri FA var Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir en á 20 ára starfstímabili hafa fjórir sinnt starfi framkvæmda-stjóra, núverandi framkvæmdastjóri er Hildur Betty Kristjánsdóttir. FA var falið að sinna faglegri skipulagningu, samhæfingu og gæðastjórnun í fræðslu fullorðinna. Í kjarasamningum 2001 og síðan aftur 2005, 2006 og 2008 var lagður grunnur að fjármögnun verkefnisins.
    Við setningu laga um framhaldsfræðslu árið 2010, sem ætlað er að vera fimmta stoðin undir menntakerfið á Íslandi, bættust Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið í hóp eigenda FA. Þá var Fræðslusjóði komið á laggirnar og samkvæmt lögunum er hlutverk hans að stuðla að því að til séu viðeigandi námstækifæri fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki, jafnframt því að taka þátt í að skapa skilyrði til þess að sömu einstaklingar geti nýtt sér slík námstækifæri. Þar með axlaði ríkisvaldið ábyrgð sína formlega og lagður var grunnur að kerfi fyrir starfsemina.

    Eigendur (og eignahluti) FA er sem hér segir: Samtök atvinnulífsins (40%), Alþýðusamband Íslands (40%), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (10%), fjármála- og efnahagsráðuneytið (5%), Samband íslenskra sveitarfélaga (5%). Stjórn mynda fulltrúar eigenda.

    Frá 2005 hefur FA hýst landstengilið Íslands í Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna (NVL) með fjármagni frá Norrænu ráðherranefndinni. Jafnframt Hæfnisetur ferðaþjónustunnar frá 2017, sem vinnur samkvæmt þjónustusamningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið (áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið), um uppbyggingu á hæfni starfsfólks í íslenskri ferðaþjónustu. FA heldur úti þremur vefjum auk frae.is sem hver um sig hefur skilgreind markmið og markhóp.
    Á frae.is má meðal annars finna mælaborð FA þar sem nálgast má tölur yfir árangur af starfinu og vegvísi sem ætlað er að styðja við starfsþróun leiðbeinenda fullorðinna og matslistar svo þeir geti metið eigin hæfni.
    Hinir þrír vefirnir eru:
    naestaskref.is Umfangsmikill upplýsingavefur um störf, námsleiðir, raunfærnimat og starfsráðgjöf
    gatt.frae.is Veftímaritið Gátt sem hefur það að markmiði að efla umræðu um framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði
    haefni.is Síða Hæfniseturs ferðaþjónustunnar með fjölbreyttum tilboðum og verkfærum fyrir starfsfólk og stjórnendur í greininni

    Framtíðin
    FA er leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu. Sú bylting í tækni sem nú á sér stað hefur ekki aðeins áhrif á hvernig við störfum heldur einnig á hvernig við lærum. Í sameiningu þurfum við að finna leiðir til að nema breytingarnar og bregðast við. Endurskoðun laga um framhaldsfræðslu er tímabær og hefur verið sett á dagskrá. Vonir standa til að með þeim verði FA betur gert kleift veita fjölbreyttum markhópi nám við hæfi, á því formi sem það helst kýs og telur sig hafa gagn af. Það verður aðeins gert með nýrri hugsun, nýjum fjölbreyttum og sveigjanlegum áherslum innan framhaldsfræðslunnar. Á þann hátt verður hægt að styðja áfram við einstaklinga til þess að efla hæfni sína og bæta stöðu á vinnumarkaði þeim, atvinnulífi og samfélaginu til gagns.

Stjórn

Stjórnendur

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf

Skipholti 50b
105 Reykjavík
5991400

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina