Fraktlausnir

2022

Félagið Fraktlausnir ehf. var stofnað af þeim Arnari Þór Ólafssyni, Magnúsi Þór Þórissyni og Öddu Magný Þorsteinsdóttur í maí 2016. Þau eru jafnframt eigendur og stjórnendur fyrirtækisins í dag. Frá upphafi hefur aðsetur Fraktlausna ehf. verið að Héðinsgötu 1-3.
Að baki býr mikil uppsöfnuð reynsla í flutningageiranum bæði með sendibíla og flutningabíla. Frá stofnun hefur fyrirtækið annast alhliða flutninga ásamt því að vera með vöruhús. Áherslur hafa alltaf verið þær sömu, að bjóða fyrsta flokks þjónustu og sérlausnir. Litið er á viðfangsefnin með lausnir að markmiði, ekki litið á verkefni sem vandamál. Fraktlausnir ehf. vinna fyrir mörg helstu innflutningsfyrirtæki landsins og eru með algera sérstöðu á flutningamarkaði.
Fraktlausnir ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu fjögurra aðila, þriggja bræðra og eins maka. Alls hafa fjórir bræður, tveir makar og pabbi bræðranna sem og dóttir eins bróðurins komið að starfseminni. Þótt sumir hafið róið á önnur mið eru enn þrír bræður og einn maki í stjórnunarstörfum innan fyrirtækisins í dag.

Sérfræðingar í hugsandi frakt (kynning í DV 29. des 2018)
„Í grunninn erum við dreifingarfyrirtæki í Reykjavík og erum mjög öflugir í dreifingu á vörum á höfuðborgarsvæðinu. Við sjáum um vöruhýsingu, gámalosun og heimakstur fyrir fyrirtæki á borð við Frakt flutningsmiðlun ehf. og Blue Water Shipping, í því felst meðal annars að tæma alla gáma sem koma til landsins og keyra vörur heim að dyrum til viðskiptavina þeirra. Einnig sjáum við um flutning fyrir Smyril Line Cargo og DB Schenker,“ segir Arnar Þór Ólafsson hjá Fraktlausnum. Auk þess sinnir fyrirtækið umfangsmiklum vöruflutningum til og frá Flúðum og Keflavík. „Við getum flutt vörur fyrir hvern sem er og erum opnir fyrir samstarfi við bæði stærri og minni aðila. Við erum mikið í alls konar sérflutningum, til dæmis flytjum við mikið af límtrjám fyrir Límtré Vírnet,“ segir Arnar en fyrirtækið er afar vel búið ýmsum tækjum fyrir flutninga. „Við höfum mikið úrval af tækjum, til dæmis sendibíla í öllum stærðum, gámalyftur, lengjanlega flatvagna, frystivagna með heilopnun, bílaflutningavagn, vélavagna, walking-floor vagn  og erum mikið í gámaflutningum. Auk þess eigum við vagna undir vélar og bíla sem við flytjum oft,“ segir Arnar, en samtals starfa um 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu.
„Við erum mikið í því sem við viljum kalla hugsandi frakt. Við flytjum oft dýran og viðkvæman varning sem okkur er treyst fyrir og það er ekki sama hvernig farið er að. Þá sjaldan að eitthvert verkefni hentar okkur ekki þá afþökkum við það og vísum á samkeppnisaðila ef við vitum að þeir eru betur til þess fallnir. Markmiðið er góð viðskipti til langframa en ekki stundarhagur,“ segir Arnar.

Vöruhús
Í vöruhúsi félagsins á Héðinsgötu 1–3 sjá Fraktlausnir einnig um að taka á móti vöru til áframflutnings á Snæfellsnes og í Borgarnes fyrir BB og syni ehf. og Júlla Jóns í Borgarnesi.
Enn fremur taka Fraktlausnir að sér lestun gáma, sem og almenna vörudreifingu.
Velta og framtíðarsýn
Velta hefur farið vaxandi með hverju árinu en fyrsta árið nam hún 150 milljónum króna en stefnir nú í að verða 500 milljónir króna árið 2021.
Staða Fraktlausna ehf. er góð í dag og líta eigendur björtum augum til framtíðar. Verkefnum fjölgar ár frá ári, ekki síst vegna góðs orðspors, sveigjanleika og þjónustulundar sem viðskiptvinir kunna að meta og leita eftir.
Fraktlausnir búið að fjárfesta í atvinnuhúsnæði á 13.000 fm lóð að Hringhellu 4 í Hafnarfirði og stefnum á byggja upp okkar framtíð þar og flytja þangað 2023.

Covid-19
Í heimsfaraldrinum var reynt að tryggja öryggi starfsmanna eftir bestu getu. Fyrirtækinu var hólfaskipt og samskipti takmörkuð á milli hópa. Bílstjórar, sem vanalega lestuðu sjálfir sína bíla, biðu inni í bíl á meðan starfsmenn í vöruhúsi önnuðut lestun. Samvinna stjórnenda og starfsmanna á þessum tíma leiddi til þess að ekkert smit barst inn í fyrirtækið og enginn starfsmaður þurfti að sæta sóttkví.

Markaðsmál og samfélagsmál
Eigendur annast sjálfir auglýsinga- og markaðsmál. Aðaláhersla er á Facebook og smærri miðla úti um allt land sem og N4.
Fraktlausnir láta gott af sér leiða, styrkja góð málefni af ýmsum toga og láta reglulega styrki af hendi rakna til björgunarsveitanna. Í stað beinna fjárstyrkja hefur fyrirtækið oft reitt fram flutningsstyrki til sérstakra verkefna og þegar vá hefur borið að dyrum eins og t.d. snjóflóð.
www.fraktlausnir.is

Héðinsgötu 1-3
105 Reykjavík
5192150
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd