Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

  • 2025
    Nemendur og nemendafélag

    Árlega innritast um 60 nýnemar eftir 10. bekk og eru um 300-380 nemendur ár hvert.

    Nemendafélagið, NFFMOS, sér meðal annars um árshátíðir nemendanna, ýmsar skemmtanir og kosningar þegar stjórnir félagsins eru kosnar.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður við undirritun samkomulags mennta-málaráðherra og bæjarstjórans í Mosfellsbæ þann 19. febrúar 2008. Í samkomulaginu kom fram að aðilar væru sammála um að byggja nýjan skóla og að í fyrsta áfanga yrði gert ráð fyrir allt að 4.000 m2 byggingu sem myndi rúma allt að 500 nemendur. Við hönnun hússins og undirbúning skólastarfs yrði lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni. Jafnframt yrði við ákvörðun lóðarstærðar gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni. Við byggingu skólans var mikil áhersla lögð á vistvæna hönnun. Byggingin er með BREEAM vottun sem er alþjóðlegt umhverfisvottunarkerfi. Arkitektar hússins eru Aðalheiður Atladóttir og Frank Kruger hjá A2F arkitektum. Listskreytingarnar í húsinu eru hannaðar af Bryndísi Bolladóttur listakonu sem vann með hljóðverkfræðingum til að gera listskreytingarnar hluta af hljóðvist skólans.

    Sagan
    Skólinn hóf starfsemi sína haustið 2009 í Brúarlandi, elsta skólahúsi Mosfellsbæjar, þar sem kennslan fór fram til loka haustannar 2013. Nýja skólabyggingin var fyrst notuð við útskrift 20. desember 2013. Kennsla hófst í byggingunni í upphafi vorannar 2014. Auk þess fer kennsla á hestakjörsviði opinnar stúdentsbrautar að hluta til fram í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ og verkleg íþróttakennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni Lágafelli.

    Einkunnarorð skólans eru auðlindir og umhverfi
    Þar er átt við auðlindir í víðum skilningi, auðlindir í náttúrunni og þann mannauð sem felst í fjölbreyttum nemenda- og starfsmannahópi þar sem áherslan er á lýðheilsu, jafnrétti og menningarlegar auðlindir. Í skólanum er lögð áhersla á jafnrétti, umhyggju og vellíðan allra og að koma til móts við ólíkar þarfir. Í skólanum er hvetjandi lærdómssamfélag þar sem við gerum ráð fyrir að allir nemendur geti bætt sig og komið er fram við alla af virðingu. Skólabragur FMOS einkennist af góðum samskiptum nemenda og starfsmanna. Nemendur hafa greiðan aðgang að kennurum, m.a. í verkefnatímum sem eru opnar vinnustofur á skólatíma.

    Námsbrautir
    Í skólanum eru 6 námsbrautir, þ.e. 3 stúdentsbrautir, 2 framhaldsskólabrautir og sérnámsbraut fyrir fatlaða nemendur.

    Nemendafjöldi og starfsfólk
    Nemendafjöldi hefur undanfarin ár verið um 350 og starfsmenn eru 45. Frá stofnun skólans hefur Guðbjörg Aðalbergsdóttir verið skólameistari.

Stjórn

Stjórnendur

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Háholti 35
270 Mosfellsbæ
4128500

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina