Framkvæmdasýsla Ríkisins

2022

Eigendur og stjórnendur
Framkvæmdasýslan heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Engin stjórn er yfir stofnuninni og er forstjóri hennar því ábyrgur gagnvart fjármála- og efnahagsráðherra. Framkvæmdasýslan fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins og veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingatæknileg málefni og undirbúning framkvæmda. Viðskiptavinir Framkvæmdasýslunnar eru ráðuneyti og stofnanir ríkisins. Núverandi forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins er Guðrún Ingvarsdóttir.
Samkvæmt lögum situr forstjóri í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir.
Framkvæmdastjórn FSR skipa forstjóri og sviðsstjórar. Hlutverk framkvæmdastjórnar er að stýra daglegum rekstri FSR, móta og innleiða stefnu í málefnum stofnunarinnar og fylgja eftir mælingum tengdum innleiðingu stefnu.

Skipurit FSR.

Vinnulag og framleiðsluferli
FSR hefur verið í fararbroddi við innleiðingu gæðastjórnunar í byggingariðnaði á Íslandi ásamt því að hvetja til innleiðingar á nýjum aðferðum við undirbúning og hönnun. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur á undanförnum árum unnið samkvæmt alþjóðlegum gæðastjórnunarstaðli ISO 9001. Gæðastjóri sér um og ber ábyrgð á gæðastjórnunarkerfi FSR í samræmi við gæðastjórnunarstefnu stofnunarinnar.
Stofnunin er í fararbroddi við innleiðingu á vistvænum áherslum í byggingariðnaði. FSR styðst við breska vistvottunarkerfið BREEAM í stærstu verkefnum stofnunarinnar. FSR er einnig aðili að Nordic Built Cities sem er norrænt samstarfsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til og þróa samkeppnishæfar lausnir í vistvænni mannvirkjagerð. FSR er aðili að PuReNet – Public Real Estate Network. PuReNet eru samtök sambærilegra stofnana í Evrópu. Markmið samtakanna er að safna saman og deila reynslu í uppbyggingu og rekstri á fasteignum opinberra aðila.
FSR hefur um árabil unnið ötullega að að innleiðingu BIM (stafrænar upplýsingar um mannvirki) í opinberum framkvæmdum. BIM opnar dyrnar að möguleikum til hagræðingar og minni sóunar í byggingarferli og rekstri fasteigna.
Árið 2019 setti FSR í gang verkefnið VÖR – Vistkerfi, Öryggi, Réttindi. Verkefni felst í því að safna saman bestu vinnuaðferðum á þessum þremur mikilvægu sviðum og innleiða þær til að byrja með í stærri verkefni stofnunarinnar. Markmið verkefnisins er að lágmarka sóun, að engin slys verði á vinnustöðum, að heilsa starfsfólks sé ávallt í öndvegi og að réttindi séu aldrei brotin á starfsfólki í verkefnum stofnunarinnar.

Aðsetur, mannauður og starfsmannafjöldi
Framkvæmdasýsla ríkisins er til húsa í Borgartúni 7a í Reykjavík en starfsstöðvar á landsbyggðinni fara eftir verkefnum hverju sinni. Fjöldi starfsfólks í byrjun árs 2021 var 42, hefur fjölgað umtalsvert í takt við fjölgun verkefna. Starfsmannastefna FSR miðar að því að ráða til sín hæft starfsfólk og viðhalda hæfni þess. FSR hefur sett sér að vinna eftir jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar og er vinnutími starfsmanna sveigjanlegur. FSR leggur áherslu á endurmenntun starfsmanna sinna með það að markmiði að viðhalda hæfni þeirra.

Starfsmannafélag og félagslíf
Starfsmannafélagið Auðvitað tók til starfa í ársbyrjun 2000.
Markmið félagsins er að stuðla að kynningu félagsmanna og fjölskyldna þeirra, efla samhug og samvinnu þeirra á félagslegum grunni, t.d. með skemmtunum, ferðalögum, fræðslu, tómstundaiðju og öðrum félagslegum athöfnum.

2012

Árið 1970 var sett á stofn framkvæmdadeild innan Innkaupastofnunar ríksins og telst þetta vera stofnár Framkvæmdasýslunnar. Deildin fékk smám saman aukið sjálfstæði og árið 1993 fær hún nafnið Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) og er ekki lengur hluti af Innkaupastofnuninni, sem þá skiptist í Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins. Stofnunin á sér því fjörutíu ára sögu.

Háskóli Íslands, Háskólatorg. Áhersla er lögð á opið rými – Torg sem nýtist nær allan sólarhringinn. Í Háskólatorgi eru glæsilegir fyrirlestrasalir, kennslustofur, aðstaða til rannsókna, tölvuver, lesrými, skrifstofur kennara, ýmis fjölnota rými auk margvíslegrar þjónustu við stúdenta og starfsfólk, s.s. veitingasalan Háma, Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaráð, Alþjóðaskrifstofa, Nemendaskrá og Námsráðgjöf auk Bóksölu stúdenta.

Eigendur og stjórnendur
Framkvæmdasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið. Engin stjórn er yfir stofnuninni og er forstjóri hennar því ábyrgur gagnvart fjármálaráðherra. Framkvæmdasýslan fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins og veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingatæknileg málefni og undirbúning framkvæmda. Viðskiptavinir Framkvæmdasýslunnar eru því ráðuneyti og stofnanir ríkisins.

Aðsetur
Höfuðstöðvar FSR eru í Reykjavík en starfsstöðvar á landsbyggðinni fara eftir verkefnum hverju sinni.

Skipulag, gerð og sérstaða + Nútíminn og framtíðin
Tilgangurinn með rekstri Framkvæmdasýslu ríkisins er að byggja upp á einum stað innan ríkisgeirans sérþekkingu á verklegum framkvæmdum, því mikilvægt er að ríkið sem verkkaupi búi yfir slíkri þekkingu.
Þá er einnig gert ráð fyrir að Framkvæmdasýslan sé í fararbroddi hvað varðar samræmingu gagna og þróun á sviði verklegra framkvæmda, ásamt því að sýna frumkvæði í notkun upplýsingatækni á sínu sviði.
Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.
FSR hefur verið í fararbroddi við innleiðingu gæðastjórnunar í byggingaiðnaði á Íslandi ásamt því að hvetja til innleiðingar á nýjum aðferðum við undirbúning og hönnun.

Vinnulag og framleiðsluferli
Framkvæmdasýslan hefur á undanförnum árum unnið samkvæmt alþjóðlegum gæðastjórnunarstaðli ISO 9001. Þá er í gildi árangursstjórnunarsamningur milli FSR og fjármálaráðuneytisins. Í Rekstrarhandbók FSR fléttast saman árangursstjórnunarkerfi og gæðastjórnunarkerfi hennar. Í handbókinni er að finna þau stefnuskjöl, skipulagsskjöl, verklagsreglur, leiðbeiningar og stöðluðu form sem starfsmönnum stofnunarinnar ber að vinna eftir við sín daglegu störf.

Mannauður og starfsmannafjöldi
Í gegnum tíðina hefur starfsmannafjöldi stofnunarinnar verið 15-25 manns.

Starfsmannafélag og félagslíf
Starfsmannafélagið Auðvitað tók til starfa í ársbyrjun 2000. Markmið félagsins er að stuðla að kynningu félagsmanna og fjölskyldna þeirra, efla samhug og samvinnu þeirra á félagslegum grunni, t.d. með skemmtunum, ferðalögum, fræðslu, tómstundaiðju og öðrum félagslegum athöfnum.

Fangelsið að Litla-Hrauni, Eyrarbakka.

Endurmenntun og starfsmannastefna
Starfsmannastefnan miðar að því að ráða til FSR hæft starfsfólk og viðhalda hæfni þess. FSR hefur sett sér að vinna eftir Jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar og er vinnutími starfsmanna sveigjanlegur ef menn kjósa. FSR leggur áherslu á endurmenntun starfsmanna sinna með það að markmiði. Almennir starfsmannafundir FSR eru haldnir reglulega og þar eru tekin fyrir ýmis málefni sem varða alla starfsmenn.

Velta og hagnaður
Starfsemi Framkvæmdasýslunnar er samkvæmt lögum að langmestu leyti fjármögnuð með sértekjum af vinnu við verkefni fyrir ráðuneyti og stofnanir þeirra.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd