Verktakafyrirtækið Fúsi Sértak sérhæfir sig í sandblæstri og málingarvinnu stálvirkja en er einnig í jarð- og byggingarvinnu, háþrýstiþvotti o.fl. Fyrirtækið var upphaflega stofnað af Gunnari B. Sigfússyni og fjölskyldu í miklu atvinnuleysi á Suðurnesjum eftir brotthvarf varnarliðsins og var fyrstu árin í húsbyggingum í Sandgerði en einnig í sandblæstri og málningarvinnu víðs vegar um landið og hefur verið mestmegnis í sandblástursverkefnum undarfarin ár. Megin tilgangur fyrirtækinsins var að afla eigendum og starfsmönnum þess vinnu og viðhalda þeirri þekkingu sem þeir höfðu aflað sér í vinnu hjá varnarliðinu á Keflarvíkurflugvelli. Aðstaða fyritækisins er við strandgötu 20 í Suðurnesjabæ. Aðaleigendur í dag eru Erla Jóna Hilmarsdóttir og Sigfús Þórhallur Gunnarsson.
Öryggi – Virðing – Heiðarleiki – Gæði
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aðbúnað starfsmanna og hefur fyrirtækið getið sér gott orð hjá verkaupum, sérstaklega vegna aðbúnaðar og öryggisvitundar en frá upphafi hefur verið lögð áhersla á heilsu, öryggi og persónuhlífar starfsmanna, enda er unnið með hættuleg efni og tæki sem bera þarf virðingu fyrir. Þar spilar inn reynsla frá vinnu fyrir varnarliðið stórt hlutverk. Gæðakröfur eiganda til verkaupa hafa alltaf verið í forgangi en öryggi aldrei fórnað fyrir gæði eða gróða. Hjá fyrirtækinu starfa að meðaltali 7-10 manns.
Verkefni
Á verkstæði fyrirtækisins í Suðurnesjabæ er fullkominn sandblástursklefi og getum við tekið inn stór tæki o.fl. í sandblástur og málun. Einnig er fyritækið vel búið tækjum sem flutt eru hvert á land sem er í verkefni. Verkefni fyrirtækisins eru um allt land og eru ferðalög og vinna utan heimahafnar mikil. Lykilstarfsmenn eru sérstaklega samheldinn hópur með mikla reynslu og er starfsmannavelta fyrirtækisins afar lítil. Undarfarin ár hefur fyrirtækið verið við vinnu hjá Alcoa Fjarðarál á Reyðarfyrði við viðgerðir á afsogskerfi álverksmiðjunnar og er það stærsta einstaka verkefni fyrirtækisins í dag en afsogskerfið er u.þ.b. 35.000 fermetrar. Verkefnið er mjög krefjandi og flókið en hitastig á kerfinu um 70-100 gráður og vinnuhæð fer yfir 70 m. Eins og gefur að skilja eru gerðar miklar öryggis- og gæðakröfur í svona verkefni og kemur reynsla starfsmanna fyrirtækisins sér afar vel.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd