Gamla spýtan ehf

2022

Gamla spýtan ehf. var stofnuð árið 2010 af Magnúsi Hrafni Jónssyni og Málfríði Hjaltadóttur og er með aðsetur að Hjallavegi 11 á Ísafirði. Magnús Hrafn lauk námi frá Iðnskólanum á Ísafirði árið 1983, sveinsprófi 1991 og meistaraskólanum 2004.

Verkefnin 2020
Stærsta verkið sem fyrirtækið vann að árið 2020 var viðbygging og endurbætur við leikskólann Eyrarskjól á ísafirði og miklar endurbætur á öllum deildum skólans. Auk þess sinntum við fjölda viðhaldsverkefna á Ísafirði og í nágrannabyggðum, Suðureyri, Flateyri, Súðavík einnig á Barðaströnd þar sem eru miklar endurbætur voru gerðar á sumarhúsum í Flókalundi, en þar er fjöldi sumarhúsa sem verkalýðsfélögin eiga.
Leikskólinn Eyrarskjól var steyptur upp árið 1979 af fyrirtækinu Flísinni s.f., þáverandi eigendur voru Guðni Ásmundsson húsasmíðameistari og Jón M. Gunnarsson húsasmíðameistari. Þess má geta að Guðni Ásmundsson er meistarinn hans Jóns og síðan lærði Magnús smíðar hjá Jóni föður sínum.
Til gamans má geta þess að Magnús Hrafn er sonur Jóns og var hann að vinna hjá þeim, þá unglingur, sumarið 1979 við handlang og annað tilfallandi.
Magnús (Gamla Spýtan) tekur síðan þátt í útboði á viðbyggingu og endurbótum sléttum 40 árum síðar á leikskólanum og fékk verkið.

Sagan
Fyrirtækið Gamla Spýtan á sér í raun upphaf árið 2002 þegar Magnús og Málfríður hefja rekstur á fyrirtæki sem hét Spýtan ehf. sem sinnti verkefnum um allt land. Meðal verkefna voru þakviðgerð á alþingishúsinu sem var umfangsmikið verk og mjög skemmtilegt í alla staði og virkilega krefjandi. Sorpflokkunarstöð á Sauðarkróki, einbýlishús á Fljótsdalshéraði, iðnaðarhús í Hafnarfirði og vélageymsla á Þingeyrarfluvelli svo eithvað sé nefnt.
Eins og svo mörg fyrirtæki fór efnahagshrunið mjög illa með rekstur Spýtunnar ehf. og ákveðið var að stofna nýtt fyrirtæki með vísan í eldra fyrirtæki þó illa hafi farið, eftir stóð ómetanleg reynsla hjá stjórnendum og starfsfólki.

Staðan í dag
Fyrirtækið sinnir almennri byggingastarfsemi og tilfallandi viðhaldi og hefur komið að uppyggingu fyrir meðal annars Klofning ehf. (hausaþurrkun), Fisherman Suðureyri (ferðaþjónusta og fiskréttaframleiðsla), Íslandssaga Suðureyri (fiskvinnsla). Einnig hefur fyrirtækið sinnt uppbyggingu á þó nokkuð mörgum gömlum húsum á Ísafirði og nágrenni. Eigendur nú sem fyrr eru Magnús og Málfríður. Gamla Spýtan er lítið fjölskyldufyrirtæki með 6-8 starfsmenn sem Magnús stýrir sem framkvæmdastjóri. Magnús hefur sérstakan áhuga á endurbyggingu gamalla húsa og hefur tekið mörg gömul hús í gegn og þá leitast við að þau haldi sínu fallega upprunalegu útliti og sérstöðu.
Einnig hafa hefðbundin íslensk þök verið sérstakt áhugamál hjá Magnúsi, loftun, öndun og uppbygging (sem hefur verið ábótavant í gegn um tíðina) og hreinlega ranglega hannað og unnið.

Skipulag
Helst er að telja að boðleiðir eru stuttar og stjórnendur alltaf með fingurinn á púlsinum. Í svona litlu fyrirtæki er góður starfsandi og vinnufélagar eru góðir vinir.

Horfur
Horfur eru góðar og það virðist sem Vestfirðir séu að ná vopnum sínum á ný og virðist Sem mikið verði byggt og framkvæmt á komandi árum. Bættar samgöngur spila þar stórt hlutverk. Þar sem Ísafjörður er lítill markaður, er framtíðarsýn okkar hjá Gömlu Spýtunni ekki það að stækka mikið, heldur að gera það vel sem við gerum og geta sinnt okkar viðskiptavinum vel og á persónulegum grunni.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd