Gísli Jónsson stofnaði fyrirtækið árið 1995 og er eigandi þess enn þann dag í dag. Þá var fyrirtækið til húsa að Ægisbraut 11 á Akranesi, og var þar allt til ársins 2000. Starfsemin var flutt á Dalbraut 2d árið 2000 og var þar fram til ársins 2014 þegar flutt var í núverandi húsnæði að Ægisbraut 13b . Núverandi starfsstöðvar fyrirtækisins eru að Ægisbraut 11, 13 og 13b, Höfðaseli 5 og Breiðargötu 2b.
Starfsemin
Við stofnun árið 1995 átti fyrirtækið einn körfubíl og eina vinnulyftu. Tækjum og vélum hefur fjölgað mjög síðan. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og fór úr því að vera eingöngu lyftuleiga í að vera með fjölþætta starfsemi og tæki, svo sem gröfur, lyftara, skotbómuvélar og ýmis smærri tæki. Einnig sinnir fyrirtækið bílaflutningum, garðslætti, snjómokstri og ýmis konar jarðvinnuverkefnum.
Fyrirtækið er stærsta lyftuleiga á Vesturlandi. Eigandi sér sjálfur um öll aðföng sem og kaup og sölu á tækjum. Nú á fyrirtækið um 150 tæki af ýmsum gerðum. Starfsemin og verkefnin eru fjölbreytt og eru oft bundin árstíðum.
Starfsfólk
Í upphafi var aðeins einn starfsmaður en nú eru starfsmenn 5 til 8 en það fer eftir verkefnum og árstíðum.
Afkoma
Afkoman hefur verið jákvæð og veltan farið vaxandi.
Fyrirmyndarfyrirtæki
Fyrirtækið hefur verið á meðal fyrirmyndafyrirtækja á lista Creditinfo frá 2018-2021 og sem framúrskarandi fyrirtæki í rekstri hjá Keldunni frá árinu 2017-2021.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd