GK Bakarí er stofnað af Guðmundi Helga Harðarsyni og Kjartani Ásbjörnsyni í nóvember 2019 og opnaði 2. janúar 2020. Í upphafi voru starfsmenn 7, Kjartan Ásbjörnsson bakari/forstjóri, Guðmundur Helgi bakari/forstjóri, Daníel Sigurðsson bakari/aðstoðarmaður, Sigurlaug Helga afgreiðsla, Guðrún Þóra afgreiðsla, Kristrún Urður afgreiðsla og Katrín Ottesen afgreiðsla. Í árslok voru starfsmenn orðnir 13, allir í afgreiðslu. Ásrún Aldís, Diljá Ósk, Sophia Ornella, Lýdía Líf, Ronja, Daníel Franz og Embla Ísaksen, bakaríið er staðsett við Austurveg 31 þar sem verið hefur starfrækt bakarí síðastliðin 50 ár. Við opnun tók hinsvegar glænýtt viðmót á móti viðskiptavinum þar sem var búið að stækka salinn fyrir viðskiptavini og opna afgreiðsluna í nýtískulegra viðmót.
Starfseminn
Frá upphafi var lögð áhersla á að kynna fólk fyrir nýjungum og að gera hlutina öðruvísi en áður höfðu sést á Suðurlandinu. Gæði og gott verð voru og eru í fyrirrúmi. Hugmyndin er að baka allan daginn frá morgni til kvölds svo allir geti labbað út með heitt brauð eða bakkelsi, þetta var algjört lykilatriði í uppbyggingu GK. Það var haldið uppá margar hátiðir, til dæmis bolludaginn, öskudaginn, þjóðhátíðardaginn, sjómannadaginn, hrekkjavökuna og að sjálfsögðu jólin. Allt þetta var haldið eins hátiðlegt og hægt var í miklum takmörkunum vegna COVID-19. Á þessum dögum var vöruúrvali breytt og starfsfólk skartaði hátíðlegum búningum í anda daganna.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn okkar er að halda áfram að gera hlutina á okkar hátt sem gerir okkur sérstaka. Í náinni framtíð sjáum við frammá að stækka staðinn og gera meira, vera með kvöldopnanir og sérstaka viðburði.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd