Byggðasafn Skagfirðinga

  • 2025
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Byggðasafn Skagfirðinga hefur á síðustu fimm árum eflt innviði og sýningarhald verulega. Safnið fékk styrki til viðgerða, fornleifarannsókna og stafrænnar þróunar, auk þess sem nýjar sýningar og fræðsluverkefni voru kynnt. Gestafjöldi náði meti árið 2022 og safnið hélt upp á 75 ára afmæli árið 2023 með fjölbreyttri dagskrá. Áhersla hefur verið á varðveislu torfbæja, byggingarhandverk og aukna stafræna miðlun til að styrkja menningararf svæðisins.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Metnaðarfull og yfirgripsmikil starfsemi hjá Byggðasafni Skagfirðinga
    Byggðasafn Skagfirðinga er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfsvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Megin markmið safnsins eru að varðveita og bæta við þekkingu á muna- og minjaarfi Skagfirðinga, standa að þróunar- og rannsóknarverkefnum og fræðslu til allra aldurshópa. Safnið er viðurkennt safn og starfar samkvæmt siðareglum ICOM. Það er ekki rekið í hagnaðarskyni. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut íslensku safnaverðlaunin árið 2016 fyrir metnaðarfulla og yfirgripsmikla starfsemi, þar sem hlúð er að hverjum þætti safnastarfsins á faglegan hátt.

    Fornleifadeild
    Byggðasafnið hefur starfrækt fornleifadeild frá árinu 2003. Hún stendur fyrir og stuðlar að rannsóknum á menningarminjum í Skagafirði og víðar, einkum hafa þær beinst að byggðasögu, elstu kirkjum og grafreitum. Fornleifadeildin er ekki, fremur en safnið, rekin í hagnaðarskyni. Hún er rekin á styrkjum og útseldri vinnu. Starfsemi deildarinnar hefur skipt verulegu máli fyrir fagleg störf safnsins og ímynd þess og hefur eflt það til fjölbreyttari rannsókna, faglegrar úrvinnslu og betri minjaverndar. Þá hefur Byggðasafnið einnig Fornverkaskólann, sem er samstarfsverkefni Byggðasafnsins, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans á Hólum, á sínum snærum og stendur fyrir námskeið í fornu handverki, einkum torf- og grjóthleðslu og grindarsmíði.

    Glaumbær
    Á vordögum 2018 fagnaði Byggðasafn Skagfirðinga því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun safnsins en það var sett á laggirnar þann 29. maí 1948. Höfuðstöðvar og skrifstofur Byggðasafnsins eru í Glaumbæ en gamli bærinn í Glaumbæ, sem er í eigu Þjóðminjasafns Íslands, hefur verið sýningarstaður fyrir safnið allt frá stofnun. Á safnsvæðinu eru tvö 19. aldar timburhús, Áshús sem byggt var á árunum 1884-1886, og var flutt og gert upp í Glaumbæ árið 1991. Í því eru sýningar og kaffistofa. Hitt er Gilsstofa, endurgerð timburstofa frá 1849. Aðstaða til rannsókna og megin geymsla safnsins hefur verið á Sauðárkróki. Gestafjöldi í Glaumbæ hefur vaxið ár frá ári og tekur safnið nú á móti um 40 þúsund gestum á ári. Þá tók safnið við rekstri Víðimýrarkirkju, fyrir Þjóðminjasafn Íslands, í apríl 2016.

    Mannauður
    Safnstjóri Byggðasafnsins frá árinu 1987-2018 var Sigríður Sigurðardóttir. Núverandi safnstjóri er Berglind Þorsteinsdóttir. Á ársgrundvelli eru um 5 stöðugildi hjá safninu en fjölgar yfir sumartímann þegar mestu umsvifin eru í starfsemi safnsins, einkum í safngæslu og móttöku safngesta.

Stjórn

Stjórnendur

Byggðasafn Skagfirðinga

Glaumbæ
561 Varmahlíð
4536173

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina