Góa

  • 2025
    Stöðugleiki og fagmennska
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Árið 2025 hélt þessi jákvæða þróun áfram. Góa‑Linda festi sig enn frekar í sessi sem rótgróið fjölskyldufyrirtæki með sterka markaðsstöðu og skýra framtíðarsýn. Framleiðslan hélt áfram að byggja á hefð, gæðum og traustum vörumerkjum, og fyrirtækið starfaði áfram á traustum grunni með stöðugleika og fagmennsku að leiðarljósi.

  • 2024
    Stöðugleiki og rótgróin sérhæfing

    Á árinu 2024 jókst umsvif starfseminnar og starfsmönnum fjölgaði lítillega. Fyrirtækið hélt áfram að efla framleiðsluferla, tryggja gott aðgengi að hráefnum og þróa vöruframboð í takt við þarfir neytenda. Reksturinn hélt áfram að einkennast af stöðugleika og rótgróinni sérhæfingu í framleiðslu sælgætis sem notið hefur vinsælda í áratugi.

  • 2023
    Stöðugur rekstur
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Á árinu 2023 var reksturinn stöðugur. Engar meiriháttar breytingar urðu á starfseminni og fyrirtækið hélt áfram að sameina eigin sælgætisframleiðslu við innflutning og dreifingu á öðrum vörum. Reksturinn var traustur og byggður á stöðugleika og sterkri markaðsstöðu.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Eitt öflugasta fyrirtækið í íslenskri sælgætisframleiðslu, Góa, fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli en fyrirtækið var opinberlega stofnað þann 1. janúar 1968 af Karli Ágústssyni og Helga Vilhjálmssyni. Helgi starfar enn sem framkvæmdastjóri Góu, sem er í dag næststærsti sælgætisframleiðandi landsins.

    Sagan
    Til að byrja með byggði starfsemin á einni karamelluvél en brátt jókst umfang rekstrarins. Árið 1970 var flutt úr Súðarvogi niður á Grandaveg 33 en þar hófst árið 1973 framleiðsla á Hraun-súkkulaðinu sem upp frá því hefur skipað veglegan sess sem vinsælasta framleiðsluafurð fyrirtækisins. Í kjölfar þess fylgdi síðan framleiðsla á annari kunnuglegri vöru, kókossúkkulaðinu Æði. Árið 1975 var flutt yfir í eigin nýbyggingu að Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði. Þar fór starfsemin fram til ársins 1986 en á sama tíma var iðnaðarhverfi Hraunanna norðan við sömu götu í hraðri uppbyggingu. Góa fékk inni með aðsetur í 1.200 fm2 húsnæði að Bæjarhrauni 24 en þrátt fyrir stórt umráðasvæði kom brátt sú stund að starfsemin sprengdi allt utan af sér. Það mátti ekki síst rekja til þess hve umfang framleiðslunnar jókst árið 1993 þegar sælgætisgerðin Linda á Akureyri var sameinuð rekstrinum. Með samrunanum bættust við t.d. Lindubuff og Conga ásamt hinu ástsæla Lindusúkkulaði. Önnur sameining átti sér síðan stað árið 2002 þegar rekstur lakkrísgerðarinnar Driftar var keyptur í heild sinni en með því bættist t.d. Appollo-lakkrís inn í vöruflóruna. Núverandi aðsetur Góu er í 7.000 fm2 rúmgóðu húsnæði að Garðahrauni 2 í Garðabæ en þangað fluttist starfsemin árið 2005.

    Framleiðslan
    Sælgætisframleiðsla Góu hefur verið í stöðugri framþróun og sífellt leitað leiða við að auka fjölbreytni í vöruflórunni. Skemmst er að minnast pipar-æðisins sem greip þjóðina fyrir nokkru, en Góa var í forystu þegar kom að því að framleiða sælgæti sem innihélt hið vinsæla piparduft. Hraunbitar og Æðibitar í kössum þykja orðið ómissandi í bæði útilegur og samkvæmi. Smágert „bland í poka“ sælgæti er bæði framleitt í verksmiðjunni og innflutt frá fjöldamörgum löndum. Af rótgrónum sælgætistegundum framleiðslulínunnar eru helst nefndar Toffí, Prins, Flórída og Brak, að ógleymdum dökkum og ljósum Californía-rúsínum og hinum sígildu súkkulaðikúlum. Síðan 1995 hefur fyrirtækið sífellt lagt meiri rækt við framleiðslu á páskaeggjum og aukið töluvert á markaðshlutdeild sína að því leyti. Nánari upplýsingar um fjölbreytta vörulínu Góu má nálgast inni á heimasíðunni, www.goa.is.

    Starfsfólk og meðaltalsvelta
    Hjá Góu starfa að jafnaði um 50 manns og hafa sumir þeirra verið hjá fyrirtækinu í yfir 40 ár.

  • 2012
    Samantekt úr Ísland 2010, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]
  • 2002
    Samantekt úr Ísland 2000, atvinnuhættir og menning
  • 1992
    Samantekt úr Ísland 1990, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

Stjórn

Stjórnendur

Sælgætisframleiðsla Góu hefur verið í stöðugri framþróun og sífellt leitað leiða við að auka fjölbreytni í vöruflórunni. Skemmst er að minnast pipar-æðisins sem greip þjóðina fyrir nokkru, en Góa var í forystu þegar kom að því að framleiða sælgæti sem innihélt hið vinsæla piparduft. Hraunbitar og Æðibitar í kössum þykja orðið ómissandi í bæði útilegur og samkvæmi. Smágert „bland í poka“ sælgæti er bæði framleitt í verksmiðjunni og innflutt frá fjöldamörgum löndum. Af rótgrónum sælgætistegundum framleiðslulínunnar eru helst nefndar Toffí, Prins, Flórída og Brak, að ógleymdum dökkum og ljósum Californía-rúsínum og hinum sígildu súkkulaðikúlum.

Sælgætisframleiðsla Góu hefur verið í stöðugri framþróun og sífellt leitað leiða við að auka fjölbreytni í vöruflórunni. Skemmst er að minnast pipar-æðisins sem greip þjóðina fyrir nokkru, en Góa var í forystu þegar kom að því að framleiða sælgæti sem innihélt hið vinsæla piparduft. Hraunbitar og Æðibitar í kössum þykja orðið ómissandi í bæði útilegur og samkvæmi. Smágert „bland í poka“ sælgæti er bæði framleitt í verksmiðjunni og innflutt frá fjöldamörgum löndum. Af rótgrónum sælgætistegundum framleiðslulínunnar eru helst nefndar Toffí, Prins, Flórída og Brak, að ógleymdum dökkum og ljósum Californía-rúsínum og hinum sígildu súkkulaðikúlum.

Góa

Garðahrauni 2
210 Garðabæ
5150900

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina