Árið 1998 stofnuðu hjónin Gunnar Þór Jóhannesson og Sigurborg Íris Vilhjálmsdóttir Gólfefnaval. Frá því hefur okkar markmið verið að veita persónulega og einlæga þjónustu í hæsta gæðaflokki. Við höfum mikla þjónustulund, reynslu og þekkingu á gólfefnum. Gólfefnaval skartar í dag nokkrum af sterkustu gólfefnaframleiðendum sem hafa mikla umhverfisvitund og gæði í sinni framleiðslu. Þar má nefna merki á borð við 2tec2, Bona, F.Ball, Gradus, Kabe-mattan, LI&CO, Tarkett, Moduleo, Object Carpet, Polyflor, Stile, og Zilenzio. Starfsfólk Gólfefnavals hefur yfir 60 ára reynslu í að leiðbeina einstaklingum og fagaðilum. Við ábyrgjumst að vöruþekking og reynsla okkar nýtist þegar valið er gólfefni. Jafnframt búum við yfir mikilli þekkingu á viðhaldsefnum til umhirðu fyrir gólfefni. Hvort sem um er að ræða parket, lakkað eða olíuborið, teppi og teppaflísar, lúxus vinylflísar eða önnur vinylgólfefni.
Stefna okkar og hugsun til umhverfismála er einlæg. Árið 2016 gerðum við samning við Recofloor í Englandi til að tryggja að afskurður af þeim vinylgólfefnum sem við seljum fari ekki í landfyllingar hér á Íslandi.
Vöruval
Bona
Bona framleiðir ein bestu og umhverfisvænustu parketlökk og viðarolíur sem til eru. Bona er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1919. Hvort sem um ræðir lökk, olíur, sandpappír, vélbúnað til að slípa parketið eða vörur til að viðhalda fallegu viðargólfi er Bona í sérflokki.
Tarkett Desso
Tarkett Desso var stofnað í Hollandi árið 1933 og hefur staðið fyrir framleiðslu úrvals teppa og teppaflísa síðan. Þau hafa haft notagildi, gæði, fallega hönnun, sem og heilsufar notandans að leiðarljósi. Bestu dæmin um það eru Airmaster vörulínur þeirra. Airmaster teppin eru þau einu sem hafa fengið gull vottun fyrir loftgæði.
Polyflor
Fyrirtækið James Halstead var stofnað árið 1915 og var upprunalega stofnað sem vefnaðar-vinnsla en árið 1934 fann James Halstead upp leið til að vinna saman klæði og gúmmíblöndu sem var uppruni vinylgólfefnisins. Stuttu eftir það var nafni fyrirtækisins breytt í Polyflor. Vinylgólfefni frá Polyflor eru þau umhverfisvænustu sinnar tegundar og eiga sér fáar hliðstæður þegar kemur að gæðum, miklu úrvali lita og tegunda. Polyflor hefur ávallt haft ríka umhverfisstefnu og eru stofnendur að endurvinnslufyrirtækinu Recofloor sem sérhæfir sig í endurvinnslu vinylgólfefna.
Moduleo
Þegar kemur að lúxus vinylflísum þá eru fáir eins framúrskarandi eins og Moduleo frá Belgíu. Einstakt útlit og hönnun á frábæru gólfefni einkenna þennan hágæða gólfefnaframleiðanda sem við erum stolt að vera í samstarfi við.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd