GOTT veitingastaður

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    GOTT er heilsusamlegur og skapandi fjölskylduveitingastaður í Vestmannaeyjum sem notar aðeins ferskt og heilnæmt hráefni. Allar sósur, soð, súpur og kökur eru löguð frá grunni á staðnum. Við sækjum ferskan fisk beint af fiskmarkaðnum á hverjum morgni. Yfirkokkurinn Sigurður Gíslason, fyrrum meðlimur kokkalandsliðs Íslands og konan hans Berglind Sigmarsdóttir reka og eiga veitingastaðinn GOTT. Þau hafa að auki gefið út tvær metsölumatreiðslubækur á Íslandi og önnur þeirra var gefin út og þýdd á þýsku. Þriðja bókin okkar hjóna „GOTT réttirnir okkar” kom út í október 2016 þar sem finna má uppskriftir af okkar vinsæla matseðli.

    Starfsfólk
    GOTT var opnað árið 2014 þar sem hjónin voru ein með aðeins 2 aðra starfsmenn. Fljótlega varð það mikið að gera að fjölga þurfti starfsfólki þar sem staðurinn naut strax mikilla vinsælda.

    Staðurinn
    Hjónin lögðu mikið uppúr því að endurnýta. Öll húsgögn, ljós og borðbúnaður voru fengin af mörkuðum og antiksölum sem skapar einstakan karakter og sjarma. Þau hjónin höfðu gefið út metsölubókina „Heilsuréttir Fjölskyldunnar” 2012 og vildu þau byggja matseðilinn á þeirri hugmyndafræði að maturinn væri nærandi. Þess vegna hafa þau alltaf lagt uppúr því og búa til allar sósur og soð og bakað alla eftirrétti sjálf. Sigurður hefur mikla reynslu í „fine dining” og var sú reynsla tekin inn með því að vinna allt frá grunni en samt er staðurinn með léttari framsetningu en það sem gerist í „fine dining”. Þau vildu að staðurinn væri aðgengilegur, að fólk ætti auðvelt með að droppa inn og koma þess vegna oft en ekki bara við séstök tilefni.

    Rekstur
    Rekstur fyrirtækisins hefur vaxið ár frá ári, 2017 bættu þau við staðinn á sumrin með tjaldi bakvið en árið 2020 var lokið við viðbyggingu sem stækkaði staðinn um meira en helming.

Stjórn

Stjórnendur

GOTT veitingastaður

Bárustíg 11
900 Vestmannaeyjum
4813060

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina