Grand þvottur ehf

2022

Grand þvottur ehf. var stofnað 18. Júlí 2007. Stofnendur voru Preben Jón Pétursson með 50% hlut, Haraldur Helgason með 25% hlut og Arnar Helgi Kristjánsson með 25% hlut. Í árslok 2008 keyptu hjónin Preben og Halla Björk Reynisdóttir allt hlutafé í félaginu. Preben hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi en Halla Björk er stjórnarformaður þess. Félagið hóf reyndar starfsemi í nóvember 2006. Var þá áætlað að fjárfesta og byggja upp bílaþvottastöðvar um land allt. Hlutirnir æxluðust þó þannig að keypt var þrotabúið Mjallhvít þvottahús og fatahreinsun, sem staðsett var í leiguhúsnæði að Austursíðu 2 á Akureyri. Grand þvottur ehf. er nú til húsa í eigin fasteign, sem er tæpir 800 fm, að Freyjunesi 4, Akureyri en þangað var starfsemin flutt í janúar 2009.

Starfsemin
Starfsemin felst í fatahreinsun, þvotti og saumaviðgerðum og hefur verið með sama sniði frá upphafi þótt reksturinn hafi verið einfaldaður og straumlínulagaðaur eftir föngum. Áhersla er lögð á persónulega og trausta þjónustu. Við höfum einbeitt okkur að því að þvo lín og starfsmannafatnað viðskiptavina okkar en töluverð þróun hefur verið í útleigu á líni fyrir hótel og gistiheimili. Í apríl 2019 tók Grand þvottur við umboði fyrir hreinlætisvörur frá Tandri. Hefur sá hluti orðið töluverður og vaxandi þáttur í rekstrinum.

Markaðssvæði
Markaðssvæðið hefur náð frá Mývatni og Húsavík til og með vestur til Blönduóss en stærstur hluti viðskipta er á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar erum við í samkeppni við aðrar fatahreinsanir og þvottahús.

Mannauður
Í gegnum tíðina hefur starfsmannafjöldi verið svipaður eða 15 til 20 stöðugildi en þó árstíðabundið og flestir hafa starfsmenn orðið 35 yfir hásumarið.

Framtíðarsýn
Við erum bjartsýn á framtíðina. Við erum að sérhæfa okkur í þjónustu við heilbrigðisstofnanir, matvælaiðnað og ferðaþjónustu en langmestur hefur vöxturinn verið í þjónustu við hótel og gistiheimili.

Reksturinn og COVID-19
Jöfn og góð veltuaukning hefur verið eða um 10% vöxtur árlega. Heimsfaraldurinn hafði töluverð áhrif á starfsemi okkar og þurfti að skipta fyrirtækinu upp í svæði til að lágmarka hættu á að missa allt starfsfólkið í sóttkví á sama tíma og grípa til lokunar ef smit kæmi upp. Grípa þurfti til sérstakra ráðstafana því að við vorum að taka á móti COVID-smituðum þvotti frá sjúkrahúsinu. Einnig þurfti að gera umtalsverðar ráðstafanir til að tryggja starfsöryggi og þjónustu við viðskiptavini, s.s. að semja við samkeppnisaðila og vera viðbúin því að flytja starfsemina úr húsi með skömmum fyrirvara eða kalla inn nýtt fólk.
Grand þvottur hefur reglulega styrkt ýmis félagasamtök og íþróttafélög.

Eldur
Fyrirtækið komst í fréttir þegar Slökkviliðið á Akureyri var kallað út vegna elds í húsnæði Grand þvottar í Freyjunesi á Akureyri þann 2. desember 2020 kl. rúmlega 8. Í frétt um atvikið sagði:
„Ekki hefur náðst í slökkvilið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er mikill fjöldi viðbragðsaðila á staðnum“. Gatan Freyjunes er í norðanverðum bænum.
Uppfært 8:24: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar voru slökkviliðsmenn fljótir að ná tökum á eldinum og er nú unnið að reykræstingu. Öll vaktin hafi verið kölluð út, alls sex manns. Útkallið hafi komið klukkan 8:0. Engum sögum fer af bruna þessum eða hvort mikið tjón varð hjá Grand þvotti.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd