Fyrirtækið Grímur kokkur ehf. er staðsett í Vestmannaeyjum og var stofnað í lok ársins 2005 og voru stofnendur bræðurnir Gísli Matthías Gíslason, stjórnarformaður og Grímur Þór Gíslason, framkvæmdastjóri. Starfsemin hófst í leiguhúsnæði við Eiði 14 og framleiddi fyrirtækið ýmsa fisk- og grænmetisrétti sem það gerir enn í dag. Markmið fyrirtækisins er og hefur verið að framleiða aðeins fyrsta flokks vöru úr fyrsta flokks hráefni sem er bæði holl, bragðgóð og fljótlegt að framreiða. Árið 2006 fjölgaði eigendum um tvo, Ástu Maríu Ástvaldsdóttur, eiginkonu Gríms og einn bróðir til viðbótar, Sigmar Gíslason. Í desember árið 2012 flutti félagið í eigið húsnæði að Hlíðarvegi 5 og í kjölfarið jókst vöruúrvalið umtalsvert. Verkefni fyrirtækisins voru orðin umfangsmikil og var talið nauðsyn að ráða inn framkvæmdastjóra í stað Gríms Þórs Gíslasonar. Grímur Þór hafði einnig gengt hlutverki framleiðslustjóra og þar af leiðandi verkefni hans orðin of mörg. Mikilvægt þótti að hann gæti sinnt betur sínu sérsviði bæði í vöruþróun og annarri hugmyndavinnu. Í lok ársins 2014 var utanaðkomandi framkvæmdastjóri ráðinn. Um mitt árið 2014 fjölgaði eigendum enn frekar. Félagið Mars ehf. kom inn með aukið hlutafé en félagið er í eigu hjónanna Þórðar Rafns Sigurðssonar og Ingigerðar Eymundsdóttur. Í dag eru eigendur þrír, Grímur Þór Gíslason, Ásta María Ástvaldsdóttir, stjórnarformaður og Mars ehf.
Vinnulag og framleiðsluferli
Okkar markmið er að framleiða hollan og fljótlegan heimilismat eins og t.d. fiskibollur eins og amma gerði þær og er okkur mikið í mun að þær líti út og bragðist eins og heimagerðar og þegar farið var að auka tækjakost var það skilyrði að útlitið héldist höfum við því haldið sérstöðunni þrátt fyrir framþróun í tækjum og á það einnig við reykofn sem við festum kaup á.
Frá stofnun fyrirtækisins hefur verið mikil framþróun í öllu vinnsluferli fyrirtækisins er það helst að nefna gott húsnæði og fullkomnari vélrkostur.
Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina unnið að mörgum áhugaverðum samstarfsverkefnum með ýmsum aðilum. Flest verkefni hafa unnist í samstarfi við Matís og er eitt árangursríkasta verkefnið fyrir Grím kokk hingað til er Evrópuverkefni þar sem unnið var að því að bæta við Omega-3 fitusýrum í tilbúna rétti. Unnið var með tvo rétti en annar þeirra er í dag þriðja hæsta söluvara Gríms kokks. Í dag er fyrirtækið að vinna að verkefni sem snýr að því að bæta við próteini í tilbúna rétti er það einnig Evrópuverkefni og lofar það góðu.
Fyrirtækið hefur, undanfarin fimm ár, verið í samstarf við Marhólma ehf. með vinnslu á reykingum hrogna. Grímur kokkur vinnur í verktakavinnu þar sem hann reykir og sýður hrogn fyrir þá, en þeir selja hrognin annars vegar til Bretlands og hins vegar til Grikklands.
Undanfarið ár hefur Grímur kokkur verið í samstarfi við ClearIce ehf. en það fyrirtæki sérhæfir sig í útflutningi á tilbúnum fiskafurðum til ýmissa landa. Grímur kokkur hefur ekki mikla þekkingu eða reynslu af mörkuðum erlendis og því mikilvægt fyrir okkur að vera í samstarfi við fyrirtæki sem sérhæfir sig á því sviði.
Skipulag og sérstaða
Grímur kokkur sérhæfir sig í framleiðslu á tilbúnum fisk og grænmetisréttum ásamt humarsúpu og sjávarréttasúpu til sölu í verslunum, mötuneytum og veitingastöðum.
Nálægð fyrirtækisins við gjöful fiskimið teljum við vera mikinn kost þegar kemur að hráefnis öflun og fullvinnsla og sem best nýting á hráefninu hefur alltaf verið grundvallarhugsun fyrirtækisins
Framtíðarsýn
Grímur kokkur stefnir alltaf að því að verða fyrsti valkostur í vali neytenda í tilbúnum réttum. Ýmis tækifæri eru innan seilingar fyrir fyrirtækið til að vaxa og þróast. Þó eru takmarkaðir vaxtamöguleikar að hluta til á innanlandsmarkaði.
Á innanlandsmarkaði er helsti vaxtarmöguleiki fyrirtækisins í stóreldhúsum og mötuneytum. Fyrirtækið á auðvelt með að bregðast við með nýjungum og þróa rétti í samvinnu við þarfir viðskiptavina hverju sinni. Á smásölumarkaði er samkeppnin mikil þar sem margir eru að framleiða sömu vörur og takmarkaðir möguleikar að koma með nýjungar inn í stóru matvörukeðjurnar. Fyrirtækið býr þó yfir þeirri sérstöðu að hafa þróað rétti sem innihalda lítið af óþolsvöldum og er opið fyrir framleiðslu á þeim réttum sem þjóðfélagið í dag kallar eftir.
Vegna smæðar íslenska markaðarins er nauðsynlegt fyrir starfsemi fyrirtækisins að skoða markaði erlendis.
Aðsetur
Aðalstarfsemi Gríms kokks er að Hlíðarvegi 5 í Vestmannaeyjum. Í húsnæðinu fer fram öll framleiðsla ásamt vöruþróunarvinnu. Einnig er skrifstofa fyrirtækisins staðsett í sama húsnæði.
Grímur kokkur er einnig með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Um haustið 2017 var ákveðið að leigja lagerhúsnæði í Iðnbúð í Garðabæ. Það var gert til að auka þjónustustig við viðskiptavini og að afhendingaröryggi yrði tryggt. Mikið hafði borið á því að samgöngur milli lands og eyja höfðu verið stopular og því mikilvægt að eiga lager á fastalandinum til að minnka óvissu.
Mannauður og starfsmannamál
Grímur kokkur hefur á undanförnum árum verið með að staðaldri um 17 starfsmenn.
Á síðustu misserum hefur fyrirtækið farið í ýmsar hagræðingar bæði í vinnslu og pökkun ásamt því að sjá sjálf um útkeyrslu til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og hefur þar af leiðandi orðið fækkun á starfsmönnum. Tveir starfsmenn eru með aðsetur í Iðnbúð í Garðabæ, sölustjóri og sölumaður. Í Vestmannaeyjum eru aðrir starfsmenn með aðsetur, framkvæmdastjóri, framleiðslustjóri, gæðastjóri og aðrir starfsmenn.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd