Gröfutækni ehf. var stofnað árið 1994 af Þórarni I. Úlfarssyni og Herði Úlfarssyni. Tóku þeir bræður við rekstri og leigðu vélar af föður sínum en Úlfar faðir þeirra hafði verið í vinnuvélarekstri frá 1970. Til að byrja með störfuðu aðeins 3 starfsmenn hjá Gröfutækni en einnig var leitast við að ráða sumarstarfsmenn því oft var meiri starfsemi yfir sumarið.
Í kringum árið 2000 eignaðist Gröfutækni allar vélar sem Úlfar hafði átt áður og upp úr því fór starfsemin að færa út kvíarnar og verkefnin að stækka.
Starfsemin
Það má segja að sérsvið starfseminnar sé eða hafi verið lagnavinna, einkum hita- og vatnslagnir sem síðan hefur þróast yfir í endurnýjanir og nýlagnir gatna. En nú er stór hluti veltu fyrirtækisins í verkefnum sem tengjast gatnagerð og lagnavinnu fyrir sveitar- og bæjarfélög.
Starfsfólk og stjórnendur
Á árinu 2020 störfuðu 15 manns hjá fyrirtækinu, flestir vélamenn og vörubílstjórar en einnig lagnamenn og aðstoðarmenn og gekk starfsemin með ágætum.
Hörður Úlfarsson er framkvæmdarstjóri og Þórarinn Ingi Úlfarsson er stjórnarformaður.
Framúrskarandi fyrirtæki og framtíðarsýn
Nokkur stór verk eru í gangi sem hafa gengið vel og náði Gröfutækni þeim árangri árið 2020 að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja.
Framtíðarsýnin er að halda áfram sambærulegu starfi og hefur verið síðustu ár, afla verkefna og þjónusta sveitar- og bæjarfélög.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd